Þyrla kölluð út vegna snjóflóðs í Dalsmynni

Björgunarsveitin Súlur á Akureyri leggur af stað á slysstað. Mynd/Landsbjörg.
Björgunarsveitin Súlur á Akureyri leggur af stað á slysstað. Mynd/Landsbjörg.

Þyrla landhelginsgæslunnar hefur verið kölluð út vegna snjóflóðs sem féll í Dalsmynni nyrst í Fnjóskadal

í dag. Einn er slasaður, fleiri lentu í snjóflóðinu en enginn er grafinn undir því en veðurstofan hefur varað við snjóflóðahættu á svæðinu. Búið er að kalla til björgunarsveitir og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar.

Flóðið féll við Þveráröxl sem gengur suður úr Austurfjalli þar sem skiptist Fnjóskadalur og Flateyjardalur.

,,Kl. 15:38 var tilkynnt um að snjóflóð hefði fallið í Þveráröxl í Fnjóskadal. Miðað við þær upplýsingar sem sem nú liggja fyrir voru fjórir erlendir skíðamenn á ferð á þessum stað og mun einn þeirra hafa orðið fyrir flóðinu. Sá er slasaður á fæti. Ekki er vitað til þess að önnur slys hafi orðið á fólki. Björgunarsveitir voru þegar kallaðar út og einnig óskað eftir þyrlu á vettvang. Aðgerðarstjórn var virkjuð á Akureyri," segir í tilkynningu frá   Lögreglunni á Norðurlandi eystra.


Athugasemdir

Nýjast