Fréttir

Framkvæmdir við Hlíð í farvatninu Taka tíma og áfram verður reynt á þolrifin

„Loksins eru hlutir að hreyfast og erum við þakklát fyrir það, en nú er gert ráð fyrir að fara í vinnu við þak og glugga sem og einnig innanhúss í kjölfar útboðs. Það er ljóst að verkefnið mun standa í marga mánuði og tilfærsla verður heilmikil og mun reyna áfram á þolrifin,“ skrifar Teitur Guðmundsson forstjóri Heilsuverndar Hjúkrunarheimila um fyrirhugaðar framkvæmdir á húsnæði Hlíðar á Akureyri í pistli sem hann skrifar á fésbók.

Lesa meira

Tillaga um gjaldfrjálsa 6 tíma á leikskólum Akureyrarbæjar frá áramótum

„Líklegt er að breytingarnar gagnist síst lágtekjufólki og fólki með lítið bakland, sem er einmitt sá hópur sem sérstaklega mikilvægt er að samfélagið standi vörð um,“ segir í bókun Hildu Jönu Gíslasdóttur, S-lista og Jönu Salóme Ingibjargar Jósepsdóttur V-lista sem lögð var fram á fundi bæjarráðs í tengslum við umræðu um tillögur sem er í vinnslu um að bjóða upp á 6 gjaldfrjálsa tíma í leikskólum Akureyrarbæjar og að tekjutengja leikskólagjöld.

Lesa meira

Úrbætur á aðflugi að Akureyrarflugvelli á næsta ári

Eins  og greint var frá hér á vefnum í morgun  lýsti Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður áhyggjum sínum yfir þvi að nýtt aðflug úr suðri, það er þegar lent er til norðurs, yrði ekki tilbúið þegar EasyJet hæfi flug sitt í lok október.  Vefurinn leitaði eftir fréttum um stöðu málsins  hjá Sigrúnu Jakobsdóttur en hún er eins og kunngut er framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla.  

Lesa meira

Akureyrarflugvöllur Brýnt að bæta nýtt aðflug úr suðri - Ekki kostnaðarsamt

Á fundi Sjálfstæðisfélags Akureyrar síðastliðið fimmtudagskvöld kom fram í máli Njáls Trausta Friðbertssonar alþingismanns að hann hefði töluverðar áhyggjur af því að nýtt aðflug úr suðri, það er þegar lent er til norðurs, yrði ekki tilbúið þegar EasyJet hæfi flug sitt í lok október.

Lesa meira

Fyrstu hvatningarverðlaunin veitt í Eyjafjarðarsveit

Fyrstu hvatningarverðlaun Eyjafjarðarsveitar voru afhent þeim Páli Snorrasyni, Herði Snorrasyni og Helgu Hallgrímsdóttur í Hvammi fyrir óeigingjarnt framlag þeirra við að prýða umhverfi hjóla- og göngustígsins með skiltum og skúlptúrum. 

Lesa meira

„Þetta var rosalega skemmtileg upplifun“

-Segir Hildur Sigurgeirsdóttir frá Húsavík sem vann tvö bronsverðlaun á Heimsleikum Special Olympics

Lesa meira

Listaverkið Edda komin á sinn stað við Sólgarð

Listaverkinu Eddu, eftir Beate Stormo, hefur verið komið fyrir á framtíðarstað sínum á hól skammt norðan við Sólgarð. Eyfirðingar efndu til athafnar um liðna helgi af því tilefni. Edda sem er nýtt kennileiti Eyjafjarðarsveitar sómir sér vel í námunda við Smámunasafn Sverris Hermannssonar sem þar er til húsa.

Verkið hefur verið í vinnslu um nokkuð langt skeið og hafa margir lagt sitt af mörkum til að það geti orðið að veruleika. Má þar helst nefna Ferðamálafélag Eyjafjarðarsveitar sem átti frumkvæðið á verkefninu, sá um val á listamanni og stóð að fjáröflun verkefnisins. 

Göngustígur og falleg brú úr íslenskum við hefur verið komið fyrir á svæðinu ásamt því að nánasta umhverfi hefur verið snyrt.

Lesa meira

Fantagóður fiskur

„Það er fantagóður fiskur hér um slóðir, menn hafa verið að fá þetta 5 til 8 kílóa þorsk, það virðist vera mikill fiskur á miðunum hér um kring, vænn og góður,“ segir Jóhannes G. Henningsson útgerðarmaður í Grímsey.

Lesa meira

Vegagerðin tekur við snjómokstri og hálkuvörnum á vegum innan þéttbýlis á Akureyri

Vegagerðin hefur tilkynnt Akureyrarbæ að hún muni taka við og sjá um vetrarþjónustu, þ.e. snjómokstur og hálkuvarnir á vegum Vegagerðarinnar innan þéttbýlis á Akureyri frá og með september næstkomandi. Akureyrarbær hefur sinnt þessu verkefni fram til þessa fyrir Vegagerðina, en m.a. er um að ræða Hörgárbraut, Glerárgötu og Drottningarbraut.

Lesa meira

Aldrei meira námsframboð og nú í VMA

Námsframboð hjá Verkmenntaskólanum á Akureyri hefur aldrei verið meira en nú á komandi haustönn. Kennsla er hafin og eru 950 nemendur skráðir til náms, þar af eru 215 nýnemar.

Hefðbundnar bóknáms- og verknámsbrautir verða á sínum stað en við bætast verknámsbrautir sem ekki eru alltaf kenndar. Á vorönn 2023 hófst nám nýs hóps í pípulögnum og hann heldur áfram núna á haustönn. Kjötiðn verður kennd og einnig fer af stað nýr hópur í múrsmíði. Þá heldur áfram kvöldskóli í rafvirkjun. Boðið verður upp á nám í bifvélavirkjun og síðast en ekki síst má nefna nám í heilsunuddi, sem er ný námsbraut við skólann hefst núna í haustönn.

Lesa meira

Ingibjörg Ósk VíkingsdóttirFjölbreytni í starfi þroskaþjálfa

Allir ættu að eiga rétt til fullrar þátttöku í samfélaginu óháð sérþörfum eða skerðingu. Þroskaþjálfar starfa með einstaklingum á öllum aldri sem búa við einhverskonar skerðingu og veita þeir bæði faglega og persónulega þjónustu. Starf þroskaþjálfa felst m.a. í að vera ráðgefandi sérfræðingar í að móta og innleiða nýjungar í þeirri þjónustu sem þeir veita. Einnig eru réttindabarátta og réttindagæsla stór þáttur í starfi þeirra þar sem leitað er leiða til að ryðja burt hindrunum, stuðla að jöfnum tækifærum og bættum lífsgæðum.  

Lesa meira

Afmælisthátíð Listasafnsins á Akureyri Fimm nýjar sýningar opnaðar

Listasafnið á Akureyri fagnar  30 ára afmæli nú um komandi helgi, dagana 25.-27. ágúst.

Afmælishátíðin hefst í sal 11 á föstudagskvöldinu kl. 22 með tónleikum tékkneska oktettsins HLASkontraBAS. Blásið verður til mikillar listahátíðar á laugardaginn kl. 15 þegar fimm nýjar sýningar verða opnaðar í safninu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flytur ávarp ásamt Ásthildi Sturludóttir, bæjarstjóra á Akureyri, og Hlyni Hallssyni, safnstjóra.

Lesa meira

Forsetahjónin í opinberri heimsókn á Akureyri

 Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og kona hans frú Eliza Reid komu í morgun til bæjarins i opinbera heimsókn eins og kunnugt er.  Hjónin hafa gert víðreist um bæinn en meðal viðkomustaða voru Heilsuvernd Hjúkrunarheimili og Iðnaðarsafnið.

Lesa meira

Andri Teitsson ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og framtíðar hjá Orkusölunni

Andri Teitsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar og framtíðar hjá Orkusölunni.  ,,Andri mun leiða vinnu Orkusölunnar við greiningu og þróun nýrra viðskiptatækifæra og einnig vinnu við þróunarverkefni á sviði orkuöflunar og orkunýtingar. Andri mun hefja störf á allra næstu dögum", segir í tilkynningu frá félaginu. 

Orkusalan rekur sex vatnsaflsvirkjanir á Íslandi, þar á meðal Lagarfossvirkjun, Skeiðsfossvirkjun og Rjúkandavirkjun. Félagið selur raforku til heimila, fyrirtækja og stofnana um allt land á samkeppnismarkaði. Orkusalan er dótturfélag Rarik, sem er í eigu Íslenska ríkisins. 

Lesa meira

Lokanir gatna á Akureyrarvöku 2023

Eins og kunnugt er fer Akureyrarvaka  fram um helgina, frá föstudegi til sunnudags. Búist er við miklu fjölmenni í miðbænum sem leiðir óhjákvæmilega til þess að loka þarf nokkrum götum tímabundið.

Lesa meira

Flóð í Noregi og ýmislegt fleira

Spurningaþraut Vikublaðsins #21

Lesa meira

Hollvinir SAk gefa fósturómsjá á fæðinga- og kvensjúkdómadeild SAk

Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) afhentu fæðinga- og kvensjúkdómadeild Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) í dag nýja fósturómsjá. Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða ómskoðunartæki til að greina og skoða fóstur

Lesa meira

Gefa 40 úkraínskar bækur

Amtsbókasafnið á Akureyri fær 40 úkraínskar bækur að gjöf  í dag.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri 30 ára Ævintýralegur uppgangur og aðsókn þrefaldast

„Það hafa verið mikil forréttindi að fá að stýra Listasafninu á síðustu árum. Uppgangurinn hefur verið ævintýralegur og þakklæti og góðvild bæjarbúa til safnsins dásamleg,“ segir Hlynur Hallsson safnstjóri Listasafnsins á Akureyri en 30 ár eru um þessar mundir liðin frá því safnið var opnað. „Við sjáum það í stóraukinni aðsókn á safnið og Ketilkaffi blómstar líka. Við viljum þakka fyrir okkur með fimm fjölbreyttum sýningum sem bætast við þrjár aðra sýningar í safninu og afmælisveislu sem er opin öllum alla helgina með viðburðum á færibandi. Heimafólk og gestir koma við sögu, gamalt og nýtt, fróðlegt og skemmtilegt. Það er best.“

Lesa meira

Skeljungur kaupir Búvís á Akureyri

Frá  þessu  seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Skelj­ungi, með þessu  hyggst fyr­ir­tækið með kaup­un­um bæta vöru­úr­val og þjón­ustu­fram­boð við bænd­ur víðsveg­ar um landið. Að öðru leyti séu eng­ar breyt­ing­ar fyr­ir­hugaðar á starf­semi Bú­vís eða þjón­ustu við viðskipta­vini.

Bú­vís var stofnað í janú­ar 2006 af bræðrun­um Ein­ari Guðmunds­syni og Gunn­ari Guðmund­ar­syni sem hafa átt og rekið fé­lagið frá upp­hafi. Fé­lagið sér­hæf­ir sig í sölu og þjón­ustu bú­véla og rekstr­ar­vara til bænda svo sem áburði, rúlluplasti og rúllu­neti. Fyr­ir­tækið er á Ak­ur­eyri en sölu­menn og umboðsaðilar eru dreifðir um landið, mest bænd­ur.

Lesa meira

Listasafnið á Akureyri fagnar 30 ára afmæli

Afmælishátíðin hefst í sal 11 á föstudagskvöldinu kl. 22 með tónleikum tékkneska oktettsins HLASkontraBAS. Blásið verður til mikillar listahátíðar á laugardaginn kl. 15 þegar fimm nýjar sýningar verða opnaðar í safninu. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flytur ávarp, einnig Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri og Hlynur Hallsson safnstjóri.

Lesa meira

Eins og ný eftir ferð í slipp

Kristján Vilhelmsson er i viðtali við heimasíðu Samherja en systurskipin  Björgúlfur EA og Björg EA voru  í slipp í yfirhalningu þau mánuð og auk þess var unnið að endurbótum á þeim.  

Lesa meira

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps mjög ósátt við breytingu á þjónustu Póstsins

Á heimasíðu Grýtubakkahrepps www.grenivik.is segir frá bókun sveitarstjórnar um breytingar á póstþjónustu á Grenivík en á fundi sveitarstjórnar  s.l. mánudag  var eftirfarandi bókun samþykkkt.

,,Í febrúar sl. boðaði Pósturinn breytingar á póstþjónustu á Grenivík og sagði upp samningi við þjónustuaðila sinn á staðnum, Jónsabúð, með 6 mánaða fyrirvara. Sveitarstjórn óskaði þegar eftir fundi með innviðaráðherra um framtíð póstþjónustu og var sá fundur í lok mars. Voru þar reifaðar ýmsar hugmyndir sveitarstjórnar að breytingum á póstþjónustu með það að markmiði að bæta póstþjónustu en jafnframt að gera hana hagkvæmari.

Í mars sendi sveitarstjórn Byggðastofnun, að ósk stofnunarinnar, ítarlega umsögn um boðaða breytingu á þjónustu póstsins. Einnig fór erindi á stjórnarformann Póstsins og þingmenn kjördæmisins voru upplýstir um stöðu mála. 

Skemmst er frá að segja að í engu hefur verið kvikað frá upphaflegum hugmyndum Póstins um þjónustuskerðingu við íbúa Grenivíkur og munu þær koma til framkvæmda nú 1. september skv. frétt á heimasíðu fyrirtækisins. Eftir því sem næst verður komist, hefur Byggðastofnun þó ekki enn lagt blessun sína yfir boðaðar breytingar.

Sveitarstjórn harmar og er raunar verulega hugsi yfir því að lítil sem engin viðbrögð hafa komið frá ofangreindum aðilum við erindum hennar. Sveitarstjórn furðar sig á því áhugaleysi og ráðaleysi sem einkennir málið, enda um að ræða mikilvæga þjónustustofnun á vegum ríkisins. Erfitt er að sjá hvernig skerðingar á póstþjónustu, bæði áður fram komnar og nú boðaðar, samrýmast opinberri stefnu um þjónustu til handa íbúum landsins.

Byggðastefna og boðaður réttur íbúa landsins til samsvarandi þjónustu óháð búsetu er lítils virði sem orð á blaði, ef framkvæmdin er á allt annan veg."

 
Lesa meira

Sundlaugin á Illugastöðum eða perlan við endann á malbikinu!

Starfsfólk við Sundlaugina á Illugastöðum hefur vakið athygli í sumar fyrir ferskar  fréttir af stöðu mála við sundlaugina og veðurfarslýsingar  þeirra  hafa verið magnaðar.  Nú þegar sumri hallar  styttist  í að lauginni verði lokað og  því verður bryddað upp á  skemmtilegheitum á mörgun fimmtudag eða eins og segir  í tilkynningu á Facebooksíðu þeirra.

Lesa meira

Símana burt - talað af gólfinu

Ég vil ekki sjá einkasíma nemenda í grunnskólunum á skólatíma. Burt með þá. Ekki reyna að segja mér að ég sé bara tækniheft, miðaldra kennslukona sem nennir ekki að uppfæra þekkingu sína – ekki reyna það.

Vissulega lifum við á 21. öldinni og símarnir eru komnir til að vera. Vissulega þarf að kenna nemendum að nýta sér tæknina á heilbrigðan hátt en....

Lesa meira

Akureyrarvaka verður um helgina

Akureyrarbær fagnar 161 árs afmæli sínu 29. ágúst og verður því verður fagnað með ýmsu móti um helgina. Á dagskrá eru fleiri en 70 fjölbreyttir viðburðir víðsvegar um bæinn frá föstudeginum 25. til sunnudagsins 27. ágúst

Lesa meira

Varðandi umferð bifreiða um Austursíðu.

Síðan ég keypti í Frostagötu árið 2020 og opnaði minn atvinnurekstur hef ég orðið var við mikla aukningu á umferð bifreiða um Austursíðu.

Frá opnun  Norðurtorgs og sérstaklega eftir að Bónus opnaði þar þá fara margir íbúar í Síðuhverfinu gangandi á  Norðurtorg.  Þeir þurfa allir að þvera Austursiðuna þar sem malbikuð gangstétt er austan megin í götunni en Síðuhverfið er vestan megin við Austursiðuna.

Lesa meira