KDN styrkir stuðningshóp Alzeimersamtakanna á Akureyri

Frá afhendingu styrksins, frá vinstri Aðalsteinn Tryggvasson, Björg Jónína Gunnarsdóttir, Olga Ásrún…
Frá afhendingu styrksins, frá vinstri Aðalsteinn Tryggvasson, Björg Jónína Gunnarsdóttir, Olga Ásrún Stefánsdóttir, og Patrik Freyr Guðmundsson Myndir aðsendar

Knattspyrnudómarafélag Norðurlands afhenti í dag stuðningshópi fyrir  aðstandendur fólks með heilabilun,  hópurinn kallar sig Sólblómið,  styrk að upphæð kr. 350,000 sem er innkoman af  seldnum aðgögnumiðum að leik KA og Þór í úrslitum Kjarnafæðismótsins sem fram fór á dögunum.

,,Okkur þykir virkilega gaman að geta lagt starfi stuðningshópsins lið með þessum hætti. Leikmenn beggja liða dómarar og stjórn KDN ásamt bæjarbúum sem fjölmenntu á leikinn í kulda  greiddu aðgangseyri svo sannarlega með bros á vör.    Við vitum að þessir peningar fara á góðan stað.” sagði Aðalsteinn Tryggvasson formaður KDA í samtali við Vikublaðið.

,,Þessi styrkur  frá KDN er okkur mikilsvirði og það er virkilega þakkarvert að hópurinn hafi orðið fyrir valinu hjá knattspyrnudómurum.   Ég get með sanni sagt að þessi peningar koma sér afar vel" sagði Björg Jónína Gunnarsdóttir en hún ásamt Olgu Ásrúnu Stefánsdóttur eru aðstandendum innan handar  i starfi stuðningshópsins.

Frá afhendingu styrksins  

 

 

 

 

 


Athugasemdir

Nýjast