
Ályktanir frá Kjördæmaþingi Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi
Kjördæmisþing Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi var haldið á Stóru Laugum í Reykjadal, í gær laugardaginn 14.október 2023.
Kjördæmisþing Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi var haldið á Stóru Laugum í Reykjadal, í gær laugardaginn 14.október 2023.
Meirihluti stjórnar Norðurorku, Hlynur Jóhannsson, Geir Kristinn Aðalsteinsson og Þórhallur Jónsson, töldu rétt að bjóða Eyjafjarðarsveit að Norðurorka kaupi hlut þeirra í félaginu beri sveitarfélagið ekki traust til félagsins. Sif Jóhannesar Ástudóttir og Hlynur Örn Ásgeirsson sem einnig sitja í stjórn Norðurorku tóku ekki undir bókunina og töldu réttara að taka frekara samtal um málið.
Þemadagar voru haldnir í Hlíðarskóla nýverið og var viðfangsefnið í ár Afríka. Fjórir hópar voru að störfum og gerði hver þeirra kynningu um sitt land eða sín lönd. Fjölluðu hóparnir um menningu, mat og nauðsynjar og aðra skemmtilega punkta ásamt því að efna til kahoot spurningakeppni.
Einnig unnu hóparnir listaverk með sýnum kynningum, eins og píramída, landakort eða fána. Að lokum var hver hópur með mat frá sínum löndum sem bragðaðist yndislega að því er fram kemur á vefsíðu Hlíðarskóla.
Um kl 17:30 var tilkynnt um eldsvoða á bæ í Eyjafjarðarsveit, að um væri að ræða eld í útihúsi og að ekki væri vitað hvort einhver væri inni. Lögregla og slökkvilið fóru með forgangi á vettvang. Í ljós kom að eldur hafi kviknað í heyi fyrir utan útihús. Ábúanda tókst að slökkva eldinn að mestu áður en viðbragðsaðilar komu og varð ekki tjón á húsum og engan sakaði.
Meðan lögreglumenn voru að störfum á brunavettvangi voru rannsóknarlögreglumenn á leið til Akureyrar frá Varmahlíð, þar sem þeir höfðu verið við störf. Óku þeir þá fram á umferðarslys á Hringveginum við Þelamerkurveg í Hörgárdal. Um var að ræða harðan árekstur, þar sem bifreið var ekið aftan á aðra bifreið í sömu akstursstefnu. 7 aðilar voru fluttir af vettvangi og þar af voru 4 slasaðir, 2 fullorðnir og 2 börn. Sjúkraflutningamenn fluttu alla aðila á Sjúkrahúsið á Akureyri og voru báðar bifreiðarnar óökufærar. Hringveginum var lokað á meðan og umferð vísað um Hörgárdalsveg.
Á meðan á vettvangsvinnu við þetta umferðarslys stóð varð umferðaróhapp á Hörgárdalsvegi þar sem bifreið var ekið aftan á aðra bifreið vegna hálku en engin slys urðu á fólki. Önnur bifreiðin varð óökufær en hægt var að aka hinni af vettvangi. Þarna hafði rúta einnig lent út af veginum en hálka og vonsku veður var á vettvangi.
Um kl 18:45 var svo tilkynnt um að bifreið hafi verið ekið á ljósastaur á Kjarnagötu á móts við Jaðarstún á Akureyri og ökumaðurinn ekið á brott án þess að kalla til lögreglu eða gera aðrar ráðstafanir. Hans er nú leitað og hvetjum við hann til að gefa sig fram. Við þiggjum gjarnan upplýsingar sem þið kunnið að hafa um málið en þeim er hægt að koma til skila í gegn um 1-1-2.
Um kl 19:00 var síðan tilkynnt um fólk í slagsmálum hjá verslunarmiðstöðinni Glerártorgi. Var þar um um að ræða ágreining milli aðila sem endaði með handalögmálum. Lögregla ræddi við fólkið og stillti til friðar og hefur þetta mál ekki frekari eftirmála hjá lögreglu.
Stuttu síðar var síðan tilkynnt um árekstur 3 bifreiða á gatnamótum Þórunnarstrætis og Þingvallastrætis. Þar urðu engin slys á fólki en ágreiningur var um tildrög óhappsins þannig að ef vitni að atvikinu les þessa færslu má það gjarnan gefa sig fram.
Kannski er það helber hjátrú að föstudagurinn þrettándi sé óheilladagur en svo mikið er víst að sjaldan sjáum við svo mikla ólukku verða á svo stuttum tíma.
Símanotkun barna og unglinga er mikið rædd um þessar mundir og á næsta fundi Bæjarstjórnar Akureyrar munu bæjarfulltrúar Framsóknar, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson, leggja fram eftirfarandi tillögu til að sporna við notkun síma á skólatíma:
Innleiðing 3. orkupakka ESB í íslensk lög eyðilagði Sjálfstæðisflokkinn. Nú liggur fyrir frumvarp um innleiðingu Bókunar 35 við EES samninginn sem framselur löggjafarvald Alþingis til ESB. Hvað er að gerast? Er verið endanlega verið að rústa flokknum?
Samherji er umsvifamikið fyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu í kaupum á þjónustu, hvort sem um er að ræða fyrir landvinnslur félagsins eða togaraflotann. Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja segir Eyjafjarðarsvæðið vel þekkt sem þekkingarsetur í haftengdri starfsemi og Samherji leggi áherslu á samvinnu um þróun og hönnun sértækra tæknilausna.
„Í þessari ferð sannfærðust við um það enn frekar hversu mikilvægt er að stórauka íslenskukennslu sem annars tungumáls. Ég held að það sé öllum ljóst að við verðum að bæta verulega í þessa kennslu á framhaldsskólastiginu,“ segir Jóhanna Björk Sveinbjörndóttir, verkefnastjóri erlendra nema í VMA. Jóhanna, Annette de Vink tungumálakennari og Anna María Jónsdóttir, sviðsstjóri verklegra greina í VMA, fóru til Groningen í Hollandi dagana 17. til 24. september sl. þar sem þær kynntu sér hvernig Hollendingar standa að kennslu innflytjenda og hælisleitenda. Ferðin var styrkt af Erasmus+ styrkjaáætlun ESB
Verið er að grafa undan góðu og nauðsynlegu starfi Markaðsstofu Norðurlands með því að hætta stuðningi við mikilvægasta verkefnið fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi segir í bókun sem gerð var á stjórnarfund MN en tilefni er það mörg af fjölmennustu sveitarfélögunum á Norðurlandi hafa hafnað beiðni MN um áframhaldandi stuðning við Flugklasann Air 66N.
„Það kom aldrei annað til greina hjá okkur en að rækta lífrænt grænmeti. Okkur langaði til að bjóða upp á algjörlega hreina matvöru, þar sem enginn tilbúin áburður er notaður og enginn eiturefni. Við sjáum hins vegar að lífræn ræktun á undir högg að sækja, það eru nánast engir nýir að byrja og endurnýjun er afar lítil. Að rækta lífrænt á Íslandi er mjög krefjandi og við þyrftum ef vel á að vera að geta tækjavætt okkur mun meira,“ segir Sunna Hrafnsdóttir sem ásamt móður sinni, Nönnu Stefánsdóttur skrúðgarðyrkjumeistara og Andra Sigurjónssyni húsasmið stendur að lífrænni útimatjurtaræktun á jörðinni Ósi í Hörgársveit og gengur stöðin undir nafninu Sólbakki garðyrkjustöð. Sunna útskrifaðist af lífrænni braut Garðyrkjuskólans árið 2018.
Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni, FVSA auglýsti nýlega orlofsíbúð á Spáni fyrir sumarið 2024 og er hún viðbót við aðra orlofskosti félagsins. „Það er ánægjulegt að geta boðið upp á þennan möguleika fyrir næsta sumar, enda markmið okkar að reyna að svara eftirspurn félagsfólks eins og hægt er“ segir Eiður Stefánsson, formaður FVSA.
Forsvarsmenn Flugfélagsins Ernis hafa fundað stíft með heimamönnum hér norðan heiða í dag. Fundað hefur verið með fulltrúum Framsýnar, Norðurþings, Þingeyjarsveitar, Húsavíkurstofu og Mývatnsstofu. Auk þess sem aðilar á svæðinu sem koma að byggða- og atvinnumálum hafa verið kallaðir til enda um mikið hagsmunamál að ræða.
Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt beiðni velferðarráðs um tæplega 30 milljón króna viðauka við fjárhagsáætlun vegna aukinnar þarfar fyrir stuðningsþjónustu. Unnið hefur verið eftir nýjum reglum um stuðningsþjónustu á Akureyri í nokkra mánuði og hafa þau markmið að fækka þeim sem eingöngu frá þrif að nokkru leyti gengið eftir, en meiri áhrif þeirrar ákvörðunar koma betur í ljós þegar líður á ári
Nokkur sveitarfélög á Norðurlandi sem stutt hafa við verkefni Flugklasans Air 66N hafa ákveðið að styrkja verkefnið ekki lengur. Það á við um Akureyrarbæ, Norðurþing, Skagafjörð og Fjallabyggð. Svör hafa ekki borist frá öllum sveitarfélögum á Norðurlandi sem fengu beiðni um áframhaldandi stuðning við verkefnið. Flugklasinn hefur verið í gangi frá árinu 2011.
Gestum gefst kostur á að heimsækja bændur á laugardag og kynna sér starfsemi sem fram fer á býlunum.
,,Fyrsti snjórinn, þá fer alltaf allt á hliðina og við munum ekki horfa mikið upp frá vinnu okkar næstu 10 daga eða svo“ sagði reyndur starfsmaður á einu af dekkjaverkstæðum bæjarins í morgun þegar vefurinn leit við. ,,Þessi törn stendur yfirleitt i 10 daga. Fólk er í dag mun þolinmóðara en fyrr var og það er afskaplega þakklátt þegar búið er að ,,járna“ Aðspurður sagðist hann álíta að 70% settu nagladekk undir, það væri ekki mikil breyting þar á en þó mjakaðist í retta átt, sjálfur keyrði hann ekki um á negldum.
Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að fela dómsmálaráðherra að beita sér fyrir því að Landhelgisgæslan komi upp fastri starfsstöð fyrir eina af þyrlum sínum á Akureyri. Alls eru flutningsmenn þingsályktunartillögunnar 15 talsins úr fjórum flokkum.
Nokkuð hefur verið um kvartanir vegna umgengni um lóð við Hamragerði á Akureyri. Á lóðinni hafa safnast upp fjölmargir bílar, með og án skráningarmerkja, hjólbarðar og fleiri lausamunir.
Ráðamenn þjóðarinnar sitja á neyðarfundi ásamt, landlækni, umboðsmanni barna og sveitarstjórum eftir að hafa vaknað upp við þá staðreynd að kennarar geta ekki einir gert kraftaverk, sinnt ólíkum hópi nemenda og leyst öll mál. Ansi margir foreldrar hafa ekki lengur tíma til að vera foreldrar, þora ekki að setja börnum sínum mörk og kunna ekki að þjálfa upp dugnað og seiglu.
„Það er svo nauðsynlegt að gera vísindi aðgengileg fyrir almenning” segir Þórhalla Sigurðardóttir, aðjúnkt við Háskólann á Akureyri (HA) um þátttöku í Vísindavöku. „ Mér fannst mjög gaman að taka þátt, starfsfólk Vísindavöku og HA voru mér innan handar um allt sem ég þurfti og allt vel skipulagt. Ég myndi svo gjarnan vilja taka þátt aftur,” bætir hún við.
Nýjasti hluti leikskólans Álfasteins í Hörgársveit var tekin í notkun á dögunum, en um er að ræða ungbarnadeild sem fengið hefur nafnið Ljósálfadeild. Við vígslu deildarinnar var einnig tekin í notkun ný starfsmannaaðstaða. Með þeirri stækkun sem nú var tekin í notkun er pláss fyrir 90 börn á leikskólanum. Þau eru nú rétt yfir 60 talsins. Alls starfa 25 manns hjá Álfasteini í 23 stöðugildum. Kvenfélagið í Hörgársveit gaf leikskólanum 500 þúsund krónur að gjöf til leikfangakaupa í tilefni af stækkuninni.
Nú er í gildi appelsínugul viðvörun en spáð er norðvestan og norðan 15-23 m/s í dag. Rigning eða slydda um landið norðanvert, en snjókoma á heiðum, sums staðar talsverð eða mikil úrkoma. Reiknað er með að versta veðrið gangi yfir Norðurþing í dag og standi fram yfir miðnætti í kvöld.
Í síðustu viku fór fram kjördæmavika og þingmenn voru á ferð og flugi að heimsækja fyrirtæki, fólk og stofnanir. Margt stendur upp úr en sérstaklega ánægjulegt var að taka þátt í afmælismálþingi um byggðaþróunarverkefnið Brothættar byggðir sem var haldið á Raufarhöfn. Verkefnið stendur á þeim tímamótum að fagn
Á fimmtudag í síðustu viku tók forstjóri SAk auk hluta framkvæmdastjórnar á móti fríðum flokki þingmanna Norðausturkjördæmis. Þingmenn allra flokka voru í svokallaðri kjördæmaviku en þá fara þeir um kjördæmið og kynna sér málefnin frá fyrstu hendi.
Seldum gistinóttum á Norðurlandi heldur áfram að fjölga, en samkvæmt tölum frá Hagstofunni var slegið met í júlí og ágúst. Þetta er í samhengi við þróunina í maí og júní , en sérstaka athygli vekur fjölgun gistinátta í ágúst sem sýnir enn betur þá þróun að sumartímabilið er orðið lengra og teygir sig nú frá maí og vel inn í september. Þar spilar aukið millilandaflug um Akureyrarflugvöll lykilhlutverk.
Árlegar bólusetningar við inflúensu og Covid-19 hefjast hjá HSN eftir miðjan október. Bólusett verður samtímis við inflúensu og Covid-19 á öllum heilsugæslustöðvum. Hægt verður að velja um að fá annað hvort eða bæði bóluefnin í sömu heimsókn.
Sóttvarnalæknir mælir með því að eftirtaldir áhættuhópar fái forgang við bólusetningar við Covid-19:
Allir einstaklingar 60 ára og eldri.
Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, offitu, sykursýki, illkynja sjúkdómum eða eru ónæmisbæld af völdum lyfja eða sjúkdóma.
Barnshafandi konur.
Heilbrigðisstarfsfólk sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.
Tímasetningar á hverri starfsstöð verða auglýstar fljótlega.
Föstudaginn 22. september síðastliðinn urðu gestir í miðbæ Akureyrar varir við hóp fólks í hinum ýmsu búningum og í fyrstu héldu eflaust mörg að um dimmiteringuframhaldsskólanema væri að ræða.
Það var þó ekki svo heldur voru það líflegir háskólanemar sem áttu sviðsljósið og var að ræða Sprellmót Stúdentafélags Háskólans á Akureyri (SHA). Í gegnum tíðina hefur Sprellmótið verið vinsælasti viðburður SHA. . Um er að ræða einstakan viðburð í félagslífi HA sem þekkist hvergi annarsstaðar.