Fréttir

Of mikill gróður getur verið hættulegur

Trjágróður er yfirleitt til mikillar prýði og ánægju fyrir okkur öll en ef hann vex út fyrir lóðarmörk þá geta hlotist af því óþægindi og jafnvel hætta fyrir gangandi, hjólandi og akandi vegfarendur, auk þess sem það getur valdið tjóni á tækjum og bifreiðum.

Lesa meira

40 ára afmæli Síðuskóla í dag fimmtudag

Haldið verður upp á 40 ára afmæli Síðuskóla í dag 5. september kl. 16 í íþróttahúsi skólans.  Að lokinni formlegri dagskrá verður farið í skrúðgöngu um hverfið og loks boðið upp á veitingar í matsal skólans. Allir eru velkomnir.

Lesa meira

Enn að störfum 40 árum síðar

Tveir kennarar sem hófu störf við Verkmenntaskólann á Akureyri þegar starfsemi hans hófst haustið 1984 eru enn að störfum, kennararnir Erna Hildur Gunnarsdóttir og Hálfdán Örnólfsson.  Verkmenntaskólinn varð til við samruna þriggja skóla, þ.e. framhaldsdeilda Gagnfræðaskólans á Akureyri, Iðnskólans á Akureyri og Hússtjórnarskólans á Akureyri

Lesa meira

Hugmynd að níu hæða skrifstofubyggingu á baklóð við Glerárgötu

Hugmynd að stórhýsi á baklóð við Glerárgötu 36 á Akureyri var kynnt fyrir skipulagsráði Akureyrarbæjar nýverið. Það gerði fulltrúi frá Fjárfestingafélaginu Klöppum sem er í eigu KEA, en annað dótturfélag, Skálabrún sem hefur verkefni og fjárfestingar á þessu sviði á sínu borði myndi sjá um málið.
Næstu skref í málinu að lokinni kynningu er að fá fram afstöðu skipulagsráðs.

Lesa meira

Stórhátíð skapandi greina á Húsavík

HönnunarÞing er hátíð hönnunar og nýsköpunar sem haldin verður á Húsavík 3.-5. október nk. en þetta er í annað hátíðin er haldin á Húsavík. Áherslan í ár er tónlist og margvíslegar birtingarmyndir snertiflata hönnunar og tónlistar.

 

 

Lesa meira

Sameiginlegt útboð í brú og jöfnunarstöð

Verkefni við smíði nýrrar brúar fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur yfir Glerá, Skarðshlíð-Glerártorg verður boðið út að nýju í vetur.  Eins og Vikublaðið sagði frá á dögunum var verkið var boðið út í sumar en engin tilboð bárust þá.

Lesa meira

Viðræður um að Norðurorka taki við vatnsveitu á Hjalteyri

Hörgársveit hefur óskað eftir formlegum viðræðum við Norðurorku um hvort veitan geti tekið að sér rekstur og framkvæmdir vatnsveit á Hjalteyri. Stjórn Norðurorku hefur samþykkt að hefja formlegar viðræður við Hörgársveit um málið.

Lesa meira

Afkoma Norðurorku betri en gert var ráð fyrir

Afkoma Norðurorku eftir fyrstu 6 mánuði ársins er betri en áætlun gerði ráð fyrir. Uppgjör fyrir fyrri helming ársins var lagt fram á stjórnarfundi nýverið, fyrir Norðurorku og samstæðuna, þ.e. með rekstri Fallorku.

Lesa meira

Nýir læknar til starfa á Kristnesspítala

Kristrún Erla Sigurðardóttir sérfræðingur í heimilislækningum og Valgerður Þorsteinsdóttir sérfræðingur í öldrunarlækningum hafa verið ráðnar til starfa innan öldrunarlækningateymis SAk á Kristnesspítala.

Lesa meira

Netverslun með áfengi og nikótínvörur á Akureyri

Ölföng er heiti á netverslun með áfengi og nikótínvörur, sem tók til starfa á Akureyri nýverið. Verslunin býður viðskiptavinum upp á að sækja eða fá heimsent. Verslun félagsins er við Laufásgötu 9 á Akureyri og er opið frá kl. 15 til miðnættis alla daga.

Lesa meira