Akureyri - Hverfisnefndir lagaðar niður og öðrum aðferðum beitt til samráðs

Hverfisnefndir sem starfað hafa á Akureyri um árabil verða lagðar niður, en virkni nefndanna hefur á…
Hverfisnefndir sem starfað hafa á Akureyri um árabil verða lagðar niður, en virkni nefndanna hefur á liðnum árum verið harla lítil.

Hverfisnefndir sem starfað hafa á Akureyri um árabil verða lagðar niður og öðrum aðferðum beitt til að hafa samráð við íbúa bæjarins í samræmi við aðgerðaáætlun um íbúasamráð felur í sér. Hverfisráð í Hrísey og Grímsey verða að störfum og gert ráð fyrir auknum stuðingi sveitarfélagsins við þau.

Hverfisnefndir hafa verið við lýði á Akureyri í rúm 20 ár. Fyrsta hverfisnefndin var stofnuð 2002 á Oddeyri og var þeim fjölgað næstu ár á eftir. Núgildandi skipting nefnda er eftirfarandi: Brekka og Innbær, Giljahverfi, Holta- og Hlíðahverfi, Lunda og Gerðahverfi, Naustahverfi, Oddeyri, Síðuhverfi. Hlutverk hverfisnefnda er að því er fram kemur í minniblaði sem lagt var fyrir bæjarráð á dögnum að að vera vettvangur íbúa til að hafa áhrif á næsta umhverfi sitt

Lítil virkni

Ef marka má fundargerðir sem nefndirnar skila til bæjarins voru síðast haldnir fundir hjá tveimur þeirra árið 2020 en í nokkrum tilvikum virðist ekki hafa verið neitt starf frá árinu 2017.

„Á sama tíma og starf hverfisnefnda hefur þannig smám saman lagst niður hefur leiðum íbúa til þess að nálgast sveitarfélagið og koma sjónarmiðum á framfæri við starfsfólk eða kjörna fulltrúa fjölgað stórlega, ekki síst með tækniþróun og aukinni notkun samfélagsmiðla,“ segir í minnisblaði.

Meðal þess sem hefur verið innleitt hjá Akureyrarbæ á undanförnum árum er ábendingagátt á heimasíðu sveitarfélagsins og í appi og rafrænn samráðsvettvangur undir yfirskriftinni Okkar Akureyri. Þá hafa verið haldnir fjölbreyttir kynningar- og samráðsfundir um ýmis mál, meðal annars


Athugasemdir

Nýjast