Fréttir

Verður áætlunarfluginu til Húsavíkur bjargað

Framsýn stéttarfélag hefur lagt mikið upp úr því að viðhalda fluginu milli Húsavíkur og Reykjavíkur áfram eftir 1. október en Flugfélagið Ernir hefur boðað að hætta fluginu frá þeim tíma á rekstrarforsendum. Öll önnur áætlunarflug á Íslandi eru eða hafa notið ríkisábyrgðar eða njóta ríkisstyrka í dag

Lesa meira

Sara Fusco hlaut grænu kennsluverðlaunin

Þriðja árið í röð veitir Umhverfisráð Háskólans á Akureyri Grænu kennsluverðlaunin. Verðlaunin eru veitt kennurum sem hafa tvinnað umhverfisvernd inn í námskeiðin sín. Yvonne Höller, formaður Umhverfisráðs afhenti verðlaunin í ár fyrir hönd ráðsins.

Lesa meira

Vinna við nýja kirkju í Grímsey heldur áfram

Tvö ár eru liðin frá því að kirkjan í Grímsey brann. Það var mikið áfall en eyjaskeggjar létu þó engan bilbug á sér finna. Strax var hafist handa við að safna styrkjum til að hanna og reisa nýja kirkju.

Lesa meira

Viðauki upp á 150 milljónir til að mæta ófyrirséðum útgjöldum

Stór og kostnaðarsöm viðhaldsverkefni hafa komið upp hjá Akureyrarbæ á árinu. Verkefnin hafa verið í gangi í sumar og af þeim hlotist mikill kostnaður. Umhverfis- og mannvirkjaráð óskaði eftir viðauka upp á 150 milljónir króna fyrir liðinn viðhald fasteigna og hefur bæjarráð samþykkt þá upphæð með fjórum greiddum atkvæðum.

Áætlaðar voru tæplega 705 milljónir króna í viðhald á þessu ár og skiptist upphæðin í þrjá flokka, fastan kostnaður sem var 200 milljónir, ófyrirséð viðhald, 100 milljónir króna og fyrirséð viðhald upp á tæplega 405 milljónir króna. Talsverður fjöldi verkefna í flokknum ófyrirséð viðhald hafa óvænt komið upp og því ekki gert ráð fyrir þeim í kostnaðaráætlun. Að auki bætist við kostnaður sem hlaust vegna leikskóladeilda sem settar voru upp í tveimur grunnskólum, Oddeyrarskóla og Síðuskóla.

Lesa meira

Stofnun Kjarahóps eldri borgara á Akureyri

Stjórn Félags eldri borgara á Akureyri samþykkti í byrjun september sl. að setja á stofn hóp til að vinna að framgangi kjaramála félagsmanna á Akureyri og hafa áhrif á stefnu Landsambands eldri borgara er varðar réttinda og kjaramál. Í hópnum eru 9 manns fjórar konur og fimm karlar og er þess gætt að í honum séu fulltrúar margra hópa og stétta til að sjónarmið sem flestara komi fram í starfi hópsins.  

Lesa meira

Hríseyingurinn Gréta Kristín leikstýrir And Björk, of course

Gréta Kristín snýr nú heim eftir meistaranám í leikstjórn í Helsinki. Hún hefur starfað í sviðslistum síðan hún lauk námi við Listaháskóla Íslands árið 2016 og hefur leikstýrt fjölda sýninga í Borgarleikhúsinu, Þjóðleikhúsinu og í sjálfstæðu senunni

Lesa meira

Bæjarstjórn Akureryar Farið var of geyst, undirbúningi ábótavant og samráð hefði þurft að vera meira.

,,Við teljum einsýnt að skortur sé á trausti milli aðila, í allri umræðu um fyrirhugaða sameiningu/samstarf VMA og MA. Farið var of geyst, undirbúningi ábótavant og samráð hefði þurft að vera meira. Við leggjumst gegn sameiningu framhaldsskólanna tveggja á forsendum sparnaðar og hvetjum ráðherra til að veita skólasamfélögunum meira svigrúm til að koma saman og móta sér framtíðarsýn á eigin forsendum,“ segir í bókun sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í gær. Á fundinum var m.a. um fyrirhugaða sameiningu  VMA og MA.  Þverpólitísk bókum sem allir bæjarfulltrúar  standa að nema  einn sem telur sig ekki geta  staðið að slíkri bókun vegna  starfa sem kennari við VMA leit dagsins ljós.

Lesa meira

Samingur undirritaður um ,,Spánverjana"

Í morgun var undirritaður samningur um smíði líkans af ,,Spánverjunum" en svo voru  þeir Harðbakur og Kaldbakur togarar  ÚA gjarnan nefndir.  Athöfnin fór fram á dekkinu á Kaldbak EA1 sem liggur við landfestar við löndunarbryggju ÚA.

Sigfús Ólafur Helgason hvatamaður að verkefninu flutti við þetta tilefni nokkur orð sem koma hér.

Lesa meira

Heimsfaraldurinn tók mikinn toll en nýir möguleikar opnuðust

Ársfundur Sjúkrahússins á Akureyri var haldinn í gær.

Lesa meira

Sýningar á Njálu á hundavaði hefjast um helgina

Hinn óviðjafnanlegi dúett, Hundur í óskilum, snýr aftur í Samkomuhúsið og ræðst á einn af hornsteinum íslenskrar menningar – sjálfa Njálu.

Lesa meira

Skóli og Samfélag – Stormasamir dagar í danska bænum

Rekstur framhaldsskóla er í höndum ríkisins en ríkið á ekki framhaldsskólana. Eða hvað?

Lesa meira

Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð

Íbúar landsbyggðarinnar eru nánast farnir að taka því sem sjálfsögðum hlut að leggja land undir fót með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn til þess að sækja sér sérfræðiþjónustu til Reykjavíkur. Greiningar hafa sýnt að fólk á landsbyggðinni er ólíklegra til þess að sækja sér þjónustu sérfræðilækna heldur en fólk af höfuðborgarsvæðinu og er ólíklegt að það sé vegna þess að fólk á landsbyggðinni sé hraustara heldur fyrir sunnan. Staðreyndin er sú að oft er um langan veg að fara og aðgengi að þjónustu er ekki jafnt. 

Lesa meira

Smíðasamningur undirritaður á morgun

Hópur sem Sigfús Ólafur Helgason leiðir á Facebook og hefur það að markmiði að smíðað verði líkan af ,,Spánverjunum“ en það voru togarar ÚA Kaldbakur  og Harðbakur  oft nefndir en skipin voru smíðuð  í Astilleros Luzuriaga S.A. skipa­smíðastöðinni í Pasaj­es de San Juan skammt frá San Sebastian á Norður-Spáni.

Hópurinn boðar til samkomu á morgun  miðvikudag á dekkkinu á Kaldbak EA1 sem liggur við löndunarbryggju hjá ÚA og hefst hún kl 11. 

Tilefnið er undirritun á smíðasamningi við Elvar Þór Antonsson  um smíði hans á líkani af  ,,Spánverjunum."  Í desember á næst ári verða liðin  50 ár frá komu þessara þá nýju togara til landsins.

Lesa meira

Tvær skriður féllu í Dalsmynni og loka veginum

Nú í morgun féllu tvær aurskriður á veginn um Dalsmynni, Fnjóskadalsveg eystri (835), og er hann lokaður frá gatnamótunum við Grenivíkurveg í norðri og við Þverá í suðri og verður svo, a.m.k til fyrramáls en þá verður staðan endurmetin.

Lesa meira

Munaðarlausir Þingeyingar

Það var flaggað í heila stöng þegar Flugfélagið Ernir hóf áætlunarflug til Húsavíkur vorið 2012 í góðu samstarfi við heimamenn, enda hafa Þingeyingar aldrei efast um mikilvægi góðra samgangna. Það varðar ekki síst íbúa í hinum dreifðu byggðum Þingeyjarsýslna allt til Þórshafnar á Langanesi, sem búa við það hlutskipti að þurfa að sækja verslun, almenna þjónustu, sem og heilbrigðisþjónustu um langan veg. 

 Áður höfðu önnur flugfélög séð um áætlunarflug til Húsavíkur, með nokkrum hléum. Meðal þeirra var Flugfélag Íslands sem lagði Húsavíkurflugið af og beindi farþegum sem hugðust leggja leið sína til Reykjavíkur um Akureyrarflugvöll. Eðlilega voru Þingeyingar ekki ánægðir með þessa ákvörðun flugfélagsins á sínum tíma, enda um verulega þjónustuskerðingu að ræða fyrir íbúa á svæðinu, austan Vaðlaheiðar.

Lesa meira

Fjölbreytt verkefni í "Betri Bakkafirði"

frá íbúafundi á Bakkafirði 7. september

Lesa meira

Flug til Húsavíkur er þjóðhagslega hagkvæmt!

Friðrik Sigurðsson skrifar um Húsavíkurflugið

Lesa meira

Frá Norðurþingi vegna Húsavíkurflugs og flugstöðvar á Húsavíkurflugvelli.

Málefni Húsavíkurflugvallar hafa verið á til umfjöllunar hjá byggðarráði Norðurþings vegna ástands flugstöðvarbyggingarinnar sem hefur verið í langvarandi viðhaldssvelti. Í nóvember 2022 komu fulltrúar Isavia á fund byggðarráðs til að ræða málefni Húsavíkurflugvallar. Eftirfarandi var bókað: „Byggðarráð Norðurþings skorar á ríkisvaldið og ISAVIA að sinna viðhaldi flugstöðvarbyggingarinnar á Húsavíkurvíkurflugvelli. Ljóst er að húsnæði er komið á viðhald en því hefur ekki verið sinnt í árafjöld. Árið 2012 hófst flugrekstur aftur eftir hlé frá aldamótum. Nú er reglubundið flug um völlinn, í byggingunni starfar fólk og um hana fara þúsundir farþegar á ársgrundvelli. Því er það eðlileg og skýlaus krafa byggðarráðs Norðurþings að viðhaldi verði sinnt.“

Á samgönguáætlun, sem var í samráðsgátt stjórnvalda í sumar, eru áætlaðar 80 millj.kr á árunum 2024 og 2025 í byggingar og búnað á Húsavíkurflugvelli. Von er á stjórn ISAVIA til samtalsfundar með byggðarráði Norðurþings síðar í október ef áætlanir ganga eftir.

Lesa meira

Framsýn Stéttarfélag - Stjórnvöld, vegagerðin og fjárveitingavaldið hysji upp um sig buxurnar

„Á sama tíma og ákveðnir þingmenn Norðausturkjördæmis tala fyrir styttingu þjóðvegarins frá Akureyri til Reykjavíkur, fer lítið fyrir áhuga þeirra á að tryggja eðlilegar samgöngur austan Vaðlaheiðar til Akureyrar. Nú er svo komið að brúin yfir Skjálfandafljót við Ófeigsstaði í Kinn, sem verið hefur aðal samgönguæðin til Húsavíkur, Kópaskers, Raufarhafnar, Þórshafnar og nærsveita, þolir ekki frekari þungaumferð og hefur henni verið lokað fyrir umferð stærri ökutækja. Þess í stað hefur þungaflutningum verið beint á einbreiða brú á þjóðvegi 1. við Fosshól, sem einnig er löngu hætt að svara kröfum tímans. Umferð þar um er þung og myndast ítrekað langar raðir ökutækja beggja vegna brúarinnar með tilheyrandi slysahættu fyrir vegfarendur. Það bætir ekki úr skák að brúin við Ófeigsstaði hefur að mestu verið lokuð undanfarið fyrir almennri umferð, þar sem nú standa yfir á henni bráðabirgðaviðgerðir.

Lesa meira

Góðir styrkir til Krabbameinsfélags Akureyrar

Krabbameinsfélagi Akureyrar hafa undanfarið borist nokkrir styrkir frá fyrirtækjum, félögum og einstaklingum. Þessir styrkir koma sér einstaklega vel þar sem félagið er alfarið rekið fyrir sjálfsaflafé. þ.e. stuðning frá félagsmönnum, einstaklingum og fyrirtækjum á svæðinu, ásamt rekstrarstyrk og verkefnastyrkjum frá Velunnurum Krabbameinsfélags Íslands.

Lesa meira

VMA - Frístundahúsið rís

Á heimasíðu Verkmenntaskólans  er sagt frá skemmtilegu verkefni sem nemendur á þriðju önn í húsasmíði eru að vinna að þ.e bygginu  frístundahús.  Um er að ræða árlegt verkefni  fyrir nema á þriðju önn  og hefur vel til tekist gegnum tíðina en liklega er þetta amk í tíunda árið í röð sme þessi háttur er hafður á við VMA.  Á senni stigum koma svo verðandi pípulagningamenn  og rafvirkjar að verkefninu svo að segja má sem sanni að þarna sé á ferð frábært verkefni fyrir verðandi iðnaðarmenn.  

Lesa meira

„Við erum ótrúlega stolt af þessu verkefni“

Rokkað gegn sjálfsvígum í Húsavíkurkirkju

 

Lesa meira

Á Norðausturland að vera utan þjónustusvæðis?

Nú er útlit fyrir að flug til og frá Húsavík leggist af um mánaðamótin verði ekkert að gert.

Flugfélagið Ernir hefur lengi sinnt þjónustu við svæðið án ríkisstyrkja en breytt úthlutun flugleiða, faraldurinn og annað hefur sett flugið í uppnám.

Byggðarráð Norðurþings hefur lagt til lausn sem fæli í sér 15 milljóna króna stuðning ríkisins í 8 mánuði til að brúa bilið þar til hægt verði að halda fluginu áfram án utanaðkomandi stuðnings.

Lesa meira

Enn mikið álag á legudeildum SAk

Enn er mikið álag legudeildum á Sjúkrahúsinu á Akureyri líkt og verið hefur allt þetta ár. Rúmanýting á lyflækningadeild það sem af er ársins er 99,6% og litlu lægri á skurðlækningadeild, 98,5%. Einnig hefur verið þungt á geðdeild á árinu en rúmanýting á þeirri deild er 88,8% samanborið við 70% fyrir sama tímabil í fyrra.

Lesa meira

Landtengingar við rafmagn mjakast áfram

Mjög líklegt er að hægt verði að tengja minni skemmtiferðaskip við rafmagn á Akureyri sumarið 2024 .Þetta kemur fram í minnispunktum Péturs Ólafssonar hafnastjóra Hafnasamlags Norðurlands sem voru til umfjöllunar í bæjarráði á dögunum.

Lesa meira

Útilífsmiðstöðin Hömrum Mikill vöxtur í heimsóknum gesta yfir vetrarmánuðina

Gestum á tjaldsvæðinu að Hömrum hefur það sem af er ári fjölgað í heild um rúmlega 8% miðað við sama tímabili í fyrra, þ.e. frá janúar til ágústloka. Þar vegur hlutfallsleg aukning erlendra ferðamanna meira en þeim fjölgaði um tæp 15% á meðan innlendum ferðamönnum fjölgaði um rúm 5%. Mikil ánægja er með nýjan göngu- og hjólastíg sem lagður var í sumar meðfram Kjarnagötu en hann bætir mjög umferðaröryggi. Ekki voru til peningar til að ljúka verkefninu. Þá er unnið að lausn varðandi það þegar blásið er til hátíðahalda á Akureyri sem skapar aukið álag á tjaldsvæðinu.

Lesa meira

Svifryk á Akureyri - Malbik er stærsta einstaka efnið í svifryki

Svifryk hefur verið til vandræða á Akureyri undanfarin ár og reglulega mælist styrkur þess yfir þeim hámarksgildum sem tiltekin eru í reglugerð. Þessi hái styrkur svifrykstoppa hefur valdið áhyggjum og kallað eftir viðbrögðum til að bregðast við og draga út svifryksmengun.

Lesa meira