Fréttir

„Ég vil bara fá einhverja bilun til Húsavíkur“

Opnuðu jetski leigu á Húsavík í sumar

Lesa meira

Stofna NorðurHjálp nytjamarkað til að létta undir með bágstöddum

NorðurHjálp er nýr nytjamarkaður sem opnaður verður að Hvannavöllum 10 á Akureyri í næstu viku, fimmtudaginn 26. október kl. 12.30. Að honum standa fjórar konur sem allar hafa um árabil tekið þátt í sjálfboðaliðastarfi og eiga þá ósk heitasta að láta gott af sér leiða.  Þetta eru þær Sæunn Ísfeld Guðmundsdóttir, Guðbjörg Thorsen, Anna Jóna Vigfúsdóttir og Stefanía Fjóla Elísdóttir. Alla hafa þær að baki langa reynslu af sjálfboðaliðastörfum.

 Sæunn segir að undanfarna daga hafi þær stöllur verið að sanka að sér allra handa dóti, húsgögnum, fatnaði, leikföngum, glermunum og bókum, eða bara hverju sem er sem fólk vill láta af hendi og gefa framhaldslíf hjá öðrum. „Við þiggjum allt, stórt og smátt, gamalt og nýtt,“ segir hún og að viðtökur hafi verið góðar. Markaðurinn sé óðum að taka á sig fína mynd og fyllast af fjölbreyttum varningi.

 

Lesa meira

Nemendur Símenntunar útskrifast í annað sinn úr MBA-námi við UHI

Þann 5. október síðastliðinn fór fram útskrift nemenda viðUHI – University of the Highlands and Islands. Símenntun HA átti þar sjö útskriftarnema úr MBA-náminu. MBA-námið við UHI býður upp á 100% fjarnám og mikinn sveigjanleika svo nemendur geta stundað námið á sínum hraða.

Þetta er í annað sinn sem nemendur frá Símenntun útskrifast úr MBA-náminu og að þessu sinni mættu fjórir útskriftarnemanna til Perth og tóku þátt í hátíðarhöldunum. Ein þeirra er Freydís Heba Konráðsdóttir eða Freyja, eins og hún er kölluð dagsdaglega.

Lesa meira

Sveitarfélög hætta stuðningi við Flugklasann Air 66N

,,Við höfum óskað eftir viðræðum við sveitarfélögin og vonum að ákvörðunin verði endurskoðuð,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands um þá ákvörðun nokkurra sveitarfélaga að hætta þátttöku í verkefni flugklasans Air66N. Alls eru 16 sveitarfélög á Norðurlandi og hafa 12 þeirra styrkt verkefnið, Akureyrarbær greiddi 9 milljónir króna á ári og önnur samtals um 5 milljónir eða sem næst 300 krónur á hvern íbúa þeirra.

Lesa meira

Jonna opnar sýninguna Hlýnun í Hofi

Jonna, Jónborg Sigurðardóttir opnar sýningu sína Hlýnun í Hofi laugardaginn 21. október kl. 15. 

Jonna notar myndlist sína til að vekja athygli á samfélagslegum þàttum. Verkin á sýningunni eru óhefðbundinn textílverk sem vísa í ruglið og bullið í neyslu okkar og það sem er að gerast í heiminum. Hamfara hlýnun, bràðnun jökla og fleira. Þar eru líka Skólphreinsistöðvar og móðursýki.

„Verk mín eru öll unnin úr endurvinnslu efnum. Ég nota lopa og garnafganga sem ég hef tekið við frá öðrum og margt sem annars hefði endað í ruslinu, ég geng svo langt að tvinna saman stutta spotta og nýti allt. Stæðsti partur af efnivið mínum er mikið magn af mjög vel prjónuðum bútum sem íbúi á Hlíð, Herborg Kàradóttir prjónaði, en hún þjàðist af Alzheimer og lést 2021. Mér þykir vænt um að fá að nota handverk hennar og gera það að mínu. Að lokum hvet ég fólk til að hugsa um neyslu sína, maður byrjar á sjàlfum sér,“ segir Jonna.

Jonna útskrifaðist úr màlunardeild Myndlistarskólans á Akureyri 1995 og úr fatahönnun frá København Mode og Design skolen2011. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og verið virk í myndlistar lífi à Akureyri

Lesa meira

Bleiki dagurinn er i dag.

Bleiki dagurinn er í dag  en dagurinn er hápunktur árlegs árvekni- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélagsins.  Bleiki dagurinn hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár og er haldinn hátíðlegur um land allt.

Á deginum hefur skapast sú skemmtilega hefð að bera Bleiku slaufuna, vera í bleiku,í stuttu máli eins mikið bleikt  og mögulegt  svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni fyrir stuðningi og samstöðu.

Starfsfólkið á skrifstofu Einingar Iðju lét ekki sitt eftir liggja  og  mætti að sjálfsögðu klætt  til samræmis við daginn eins  og  sagt er frá á heimasíðu félagsins www.ein.is

 

Lesa meira

Húsavik - Smíði hjúkurnarheimilis boðin út!

Á heimasíðu Norðurþings nú í morgun má sjá frétt sem margir fagna innilega  ef að líkum lætur.   Ríkiskaup og framkvæmdasýslan fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins og sveitarfélaganna Norðurþings, Þingeyjarsveitar og Tjörneshrepps óska eftir tilboðum í verkið:

Lesa meira

Þingsályktunartilaga um að Sjúkrahúsinu á Akureyri verði gert mögulegt að framkvæma hjartaþræðingar

Logi Már Einarsson S er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem hann ásamt 20 öðrum þingmönnum úr öllum flokkum þar með eru allir þingmenn  Norðausturkjördæmis  lögðu fram í gær á Alþingi  um að Sjúkrahúsinu á Akureyri verði gert kleift að framkvæma hjartaþræðingar.

Lesa meira

Akureyri - Kærir ákvörðun um breytingu á deiliskipulagi miðbæjar

Jón Oddgeir Guðmundsson eigandi tveggja fasteigna við annars vegar Glerárgötu 1 og hins vegar Strandgötu 13a hefur kært ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrar um breytingar á deiliskipulagi fyrir miðbæ Akureyrar vegna hótelbyggingar sem til stendur að reisa á lóð númer 7 við Glerárgötu. Hann hefur sent kæru þar um til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Lesa meira

Akureyri - Samið við 8 verktaka um snjómokstur

Tilboð bárust frá 10 verktökum í snjómokstur og hálkuvarnir á Akureyri árin 2023 til 2026, með möguleika á framlengingu um eitt ár.

Lesa meira

Björgunarþyrlu ætti að staðsetja á Akureyri!

Friðrik Sigurðsson skrifar

 

Lesa meira

Tvær heilsugæslustöðvar en skoða hvort hyggilegt að bjóða rekstur annarar út

Heilbrigðisstofnun Norðurlands og heilbrigðisráðuneytið hafa birt tilkynningu þar sem áréttað er, vegna frétta undanfarna daga, að stefnt sé að því að taka í notkun tvær nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri.

Lesa meira

Endurbætt leiksvæði við Síðuskóla formlega tekið í notkun

Í morgun var  glæsilegt endurbætt leiksvæði við Síðuskóla formlega tekið í notkun.  Fjölmörg  spennandi leiktæki prýða nú svæðið,  veglegir körfuboltavellir einnig  og  virðist sem vel hafi til tekist ef marka má viðbrögð nemenda sem  nýta sér óspart hin nýju tæki jafnt á skólatíma sem utan hans. 

Lesa meira

Þingsályktunartillaga um fasta starfsstöð þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri

Njáll Trausti Friðbertsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem hann ásamt 16 öðrum þingmönnum lögðu fram í gær á Alþingi um fasta starfsstöð þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri.

 Í ályktun þessari segir m.a   ,,Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra að beita sér fyrir því að Landhelgisgæslan komi upp fastri starfsstöð fyrir eina af þyrlum sínum á Akureyri í samstarfi við hagaðila á Akureyri.“

Lesa meira

Það er ekki síður val að vera heldur en val að fara

Fjallað verður um búsetufrelsi og niðurstöður rannsóknarverkefnisins Byggðafesta og búferlaflutningar sem unnið var á vegum Byggðastofnunar í samvinnu við sérfræðinga við ýmsar íslenskar og erlendar háskólastofnanir á Byggðaráðstefnunni 2023 sem haldin verður í Reykjanesbæ.

Lesa meira

Tillaga fulltrúa Framsóknar í bæjarstjórn um símanotkun í grunnskólum

„Þessa dagana er heilmikil umræða um áhrif snjalltækni á börnin okkar en það sem mér finnst skipta mestu máli er að við fræðum börnin okkar um virkni þessara miðla og að við kennum þeim að horfa á innihald þeirra með gagnrýnum augum,“ segir Sunna Hlín Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi Framsóknarflokks í bæjarstjórn Akureyrar.

Lesa meira

Öldungaráð skorar á Akureyrarbæ

Öldungaráð á Akureyri hefur skorað á fræðslu- og lýðheilsunefnd bæjarins að halda áfram að bjóða upp á máltíðir á niðurgreiddu verði til eldra fólks. Hvetur ráðið til þess að bjóða upp á máltíðir fimm daga vikunnar, eins og flest önnur sambærileg sveitarfélög gera. Rætt var um hádegismat fyrir eldra fólk í félagsmiðstöðunum Birtu og Sölku á fundi ráðsins nýverið.

Lesa meira

Nýr námshópur í kvöldskóla í húsasmíði í VMA

Nýr námshópur hóf nám í húsasmíði í kvöldskóla við VMA nú í haust. . Þetta er annar hópurinn sem hefur nám í kvöldskóla í húsasmíði við skólann en fyrsti hópurinn hóf nám sitt haustið 2021 og brautskráðist síðastliðið vor.

Lesa meira

Heimsóttu samstarfsskóla í Finnlandi

Tónlistarskóli Húsavíkur fór haustið 2022 af stað með afar áhugavert verkefni sem miðar að því að gera tónlistarnám aðgengilegra fyrir fólk með sértækar stuðningsþarfir. Verkefnið er að finnskri fyrirmynd en mjög góð aðsókn hefur verið í námið

Lesa meira

NÝTT UPPHAF -Það er okkar að fljúga

Nýtt Upphaf auglýsir eftir 11 einstaklingum sem hafa áhuga á að taka þátt í einhverju sem aldrei áður hefur verið framkvæmt á Íslandi  

Lesa meira

Flug Icelandair til Keflavíkur endurvakið

Fyrstu farþegum í alþjóðatengingu Icelandair frá Akureyri til Keflavíkurflugvallar var í morgun boðið upp á léttar kaffiveitingar á Akureyrarflugvelli. Alþjóðatengingin stendur til boða á tímabilinu 15. október til 30. nóvember 2023. Á tímabilinu verður flogið þrisvar sinnum í viku frá Akureyri til Keflavíkur, á mánudögum, fimmtudögum og laugardögum klukkan 5:50 að morgni og þrisvar sinnum í viku frá Keflavík til Akureyrar á miðvikudögum klukkan 21:20 og föstudögum og sunnudögum klukkan 17:15. Með fluginu verður auðvelt að tengja við fjölda áfangastaða Icelandair í Evrópu. 

Lesa meira

Alltumlykjandi innsetning á myndlistarsýningu Aðalsteins

Aðalsteinn Þórsson hefur opnað sýningu í Deiglunni.

Lesa meira

Umhverfis- og atvinnumálanefnd Svalbarðsstrandarhrepps Fossbrekka og Safnasafnið hlutu umhverfisverðlaun

Umhverfis- og atvinnumálanefnd Svalbarðsstrandarhrepps hefur veitt umhverfisviðurkenningar  fyrir snyrtilegar lóðir í sveitarfélaginu.  Ákveðið var að veita annars vegar fyrirtæki og hins vegar lóð einstaklinga viðurkenningu að þessu sinni. Sveitarstjóri og formaður Umhverfis- og atvinnumálanefndar afhentu viðurkenningar.

Gígja Kjartansdóttir Kvam og Roar Kvam í Fossbrekku hlutu umhverfisviðurkenningu Svalbarðsstrandarhrepps fyrir snyrtimennsku, fallega og vel hirta lóð. „Það er alltaf snyrtilegt heim að líta í Fossbrekku, byggingum vel við haldið og ræktarlegur trjágróður myndar fallega og stílhreina umgjörð um garðinn og heimilið,“ segir í umsögn um Fossbrekku á vefsíðu Svalbarðsstrandahrepps.

Níels Hafstein og Magnhildur Sigurðardóttir hlutu viðurkenningu fyrir Safnasafnið. „Umgjörð og aðkoma að safninu og umhverfi þess er snyrtileg, húsakosti vel við haldið, sem og lóð og garði. Listaverk og gróður setja skemmtilegan stíl á umhverfið og ramma inn starfsemi safnsins.“

Lesa meira

Ályktanir frá Kjördæmaþingi Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi

Kjördæmisþing Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi var haldið á Stóru Laugum í Reykjadal, í gær laugardaginn 14.október 2023.

Lesa meira

Bjóða Eyjafjarðarsveit að kaupa hlut þess í félaginu

Meirihluti stjórnar Norðurorku, Hlynur Jóhannsson, Geir Kristinn Aðalsteinsson og Þórhallur Jónsson, töldu rétt að bjóða Eyjafjarðarsveit að Norðurorka kaupi hlut þeirra í félaginu beri sveitarfélagið ekki traust til félagsins. Sif Jóhannesar Ástudóttir og Hlynur Örn Ásgeirsson sem einnig sitja í stjórn Norðurorku tóku ekki undir bókunina og töldu réttara að taka frekara samtal um málið.

Lesa meira

Hlíðaskóli Akureyri - Þemadagar um Afríku

Þemadagar voru haldnir í Hlíðarskóla nýverið og var viðfangsefnið í ár Afríka.  Fjórir hópar voru að störfum og gerði hver þeirra kynningu um sitt land eða sín lönd. Fjölluðu hóparnir um menningu, mat og nauðsynjar og aðra skemmtilega punkta ásamt því að efna til kahoot spurningakeppni.

Einnig unnu hóparnir listaverk með sýnum kynningum, eins og píramída, landakort eða fána. Að lokum var hver hópur með mat frá sínum löndum sem bragðaðist yndislega að því er fram kemur á vefsíðu Hlíðarskóla.

Lesa meira

Í mörg horn að líta hjá Lögreglunni

Um kl 17:30 var tilkynnt um eldsvoða á bæ í Eyjafjarðarsveit, að um væri að ræða eld í útihúsi og að ekki væri vitað hvort einhver væri inni. Lögregla og slökkvilið fóru með forgangi á vettvang. Í ljós kom að eldur hafi kviknað í heyi fyrir utan útihús. Ábúanda tókst að slökkva eldinn að mestu áður en viðbragðsaðilar komu og varð ekki tjón á húsum og engan sakaði.

Meðan lögreglumenn voru að störfum á brunavettvangi voru rannsóknarlögreglumenn á leið til Akureyrar frá Varmahlíð, þar sem þeir höfðu verið við störf. Óku þeir þá fram á umferðarslys á Hringveginum við Þelamerkurveg í Hörgárdal. Um var að ræða harðan árekstur, þar sem bifreið var ekið aftan á aðra bifreið í sömu akstursstefnu. 7 aðilar voru fluttir af vettvangi og þar af voru 4 slasaðir, 2 fullorðnir og 2 börn. Sjúkraflutningamenn fluttu alla aðila á Sjúkrahúsið á Akureyri og voru báðar bifreiðarnar óökufærar. Hringveginum var lokað á meðan og umferð vísað um Hörgárdalsveg.

Á meðan á vettvangsvinnu við þetta umferðarslys stóð varð umferðaróhapp á Hörgárdalsvegi þar sem bifreið var ekið aftan á aðra bifreið vegna hálku en engin slys urðu á fólki. Önnur bifreiðin varð óökufær en hægt var að aka hinni af vettvangi. Þarna hafði rúta einnig lent út af veginum en hálka og vonsku veður var á vettvangi.

Um kl 18:45 var svo tilkynnt um að bifreið hafi verið ekið á ljósastaur á Kjarnagötu á móts við Jaðarstún á Akureyri og ökumaðurinn ekið á brott án þess að kalla til lögreglu eða gera aðrar ráðstafanir. Hans er nú leitað og hvetjum við hann til að gefa sig fram. Við þiggjum gjarnan upplýsingar sem þið kunnið að hafa um málið en þeim er hægt að koma til skila í gegn um 1-1-2.

Um kl 19:00 var síðan tilkynnt um fólk í slagsmálum hjá verslunarmiðstöðinni Glerártorgi. Var þar um um að ræða ágreining milli aðila sem endaði með handalögmálum. Lögregla ræddi við fólkið og stillti til friðar og hefur þetta mál ekki frekari eftirmála hjá lögreglu.

Stuttu síðar var síðan tilkynnt um árekstur 3 bifreiða á gatnamótum Þórunnarstrætis og Þingvallastrætis. Þar urðu engin slys á fólki en ágreiningur var um tildrög óhappsins þannig að ef vitni að atvikinu les þessa færslu má það gjarnan gefa sig fram.

Kannski er það helber hjátrú að föstudagurinn þrettándi sé óheilladagur en svo mikið er víst að sjaldan sjáum við svo mikla ólukku verða á svo stuttum tíma.

Lesa meira