Fjölskylduklefi í sundlaug Húsavíkur

Sundlaug Húsavíkur.   Mynd Visit Husavik
Sundlaug Húsavíkur. Mynd Visit Husavik

Nú hefur loksins verið opnaður hjá okkur fjölskylduklefinn í Sundlaug Húsavíkur en um er að ræða einkaklefa fyrir fólk sem til dæmis þarf aðstoð annars aðila og fyrir þá sem vilja vera einir og treysta sér ekki til að deila klefa með öðrum.

Klefinn er ekki orðinn alveg 100% klár en nothæfur og hvetjum við notendur til að hafa samband við starfsfólk sundlaugarinnar ef þau hafa einhverjar ábendingar um það sem betur má fara.

Frá þessu segir á heimasíðu  Norðurþings


Athugasemdir

Nýjast