Vínbúð á Glerártorg

Ný Vínbúð að opna á Glerártorgi.
Ný Vínbúð að opna á Glerártorgi.

Á samfélagsmiðlum fer síða undir nafninu Norðurvín víða þessa dagana. Eigendur síðunnar fylgja Norðlendingum á samfélagsmiðum í von um að þeir fylgi þeim til baka og eru með gjafaleiki þar sem inneignir í óopnaðri áfengisverslun eru í verðlaun.

Engar upplýsingar um eigendur eða rekstraraðila Norðurvíns er að finna á síðum þeirra en þar kemur þó fram að verslunin verði með heimsendingu á áfengi á Akureyri auk þess sem hægt verður að nálgast áfengi á afhendingarlager þeirra á Glerártorgi.

Eins og Akureyringar muna var mikil keppni milli Glerártorgs og Norðurtorgs um hver myndi hneppa Vínbúð ÁTVR og varð Norðurtorg fyrir valinu.

En nú virðist sem Glerártorg fái sína vínbúð.

Við leituðum til lögfróðra aðila um lögmæti svona verslana og voru menn ekki á einu máli þar um en töldu að nú myndi reyna á það þegar stórfyrirtækin færu að blanda sér í leikinn.

Því á sama tíma tilkynnir einmitt Hagkaup um opnun á vefverslun þar sem viðskiptavinurinn mætir í verslun og pantar áfengi gegnum farsímann sinn og fær það svo afgreitt á afgreiðsluborði örstuttu seinna.

 


Athugasemdir

Nýjast