Kærkomið nýtt hitatæki í hársnyrtiiðn VMA
Fyrirtækið Halldór Jónsson í Reykjavík færði námsbraut í hársnyrtiiðn Verkmenntaskólans á Akureyri veglega gjöf á dögunum, Climazone hitatæki, sem nýtast mun vel í kennslunni. Gjöfin er gefin í tilefni af 40 ára afmæli skólans.