Líforkuver leitar eftir búnaði til að hreinsa metan

Tölvugerð mynd
Tölvugerð mynd

Félagið Líforkuver ehf. var stofnað í lok síðasta árs, til að fylgja eftir áformum um uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi.

Líforkuver ehf. hefur leitað  eftir vilja stjórnar Norðurorku til að fá að nota, þegar fram í sækir, þann búnað sem nú er nýttur til hreinsunar á metangasi, til hreinsunar á metani í fyrirhuguðu metanveri.

Ef vilji til samstarfs um þetta mál er fyrir hendi, myndi stjórn Líforkuvers ehf. bjóða Norðurorku að leggja búnaðinn inn í óstofnað félag sem hlutafé. Stjórn Norðurorku hefur tekið jákvætt í erindið að því gefnu að notkun búnaðarins verði hætt hjá Norðurorku.


Athugasemdir

Nýjast