Fréttir

Hjarta Húsavíkur slær innan tíðar

Stórfelldar framkvæmdir í og við Húsavíkurkirkju hafa staðið yfir undanfarið en þeim er nú  óðum að ljúka

Lesa meira

Hækkar verð á reið og rafmangshjólum um áramót?

Endurgreiðsla á virðisaukaskatti af nýjum reiðhjólum og rafmagnsreiðhjólum fellur niður um áramótin en ekkert hefur veið gefið út um framhald á endurgreiðslunni af hálfu ríkisstjórarinnar, en um er að ræða allt að 48 þúsund krónur fyrir hvert reiðhjól og allt að 96 þúsund krónur fyrir hvert rafmagnsreiðhjól sem keypt nýtt frá hjólreiðaverslunum. Gætu verð hjólanna hækkað sem þessu nemur verði endurgreiðslan ekki framlengd.

Lesa meira

KAON Gjöf til minningar um Aðalbjörgu Hafsteinsdóttur

Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis fékk á dögunum styrk í minningu Aðalbjörgu Hafsteinsdóttur jóga og líkamsræktarfrömuðar sem lengi starfaði á Akureyri.  Hólmfríður Jóhannsdóttir afhenti félaginu upphæðina, 370 þúsund krónur, en hún safnaðist í tengslum við minningartíma um Aðalbjörgu.

Lesa meira

Hugmynd að bók um brýr yfir Eyjafjarðará kviknaði í hjóltúr

„Ég get nákvæmlega tímasett hvenær hugmynd um þessa bók kviknaði fyrst hjá mér,“ segir Arnór Bliki Hallmundsson sem hefur gefið úr bókina Brýrnar yfir Eyjafjarðará. Hann bætir við að það hafi verið 29. ágúst 2020, þegar hann var í hjóltúr um fremstu byggðir Eyjafjarðar. Bókin er um 50 blaðsíður og líkt og nafnið gefur til kynna fjallar Arnór í bókinni um brýr yfir Eyjafjarðará, stiklað er á milli þeirra ellefu brúa sem yfir hana liggja. 

Lesa meira

Viðurkenningar veittar á Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi Geo Travel í Mývatnssveit er fyrirtæki ársins, Skógarböðin – Forest Lagoon Sproti ársins

Uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi var haldin í Austur-Húnavatnssýslum í fyrradag. Farið var í heimsóknir til fyrirtækja á svæðinu, í Vatnsdal, á Skagaströnd og á Blönduósi. Auk þess voru áhugaverðir staðir skoðaðir, til dæmis nýr útsýnisstaður í Vatnsdalshólum og Þrístapar þar sem Magnús Ólafsson frá  Sveinsstöðum sagði eftirminnilega frá síðustu aftökunni á Íslandi. 

Lesa meira

Fjölmenn sendinefnd frá HA á Arctic Circle

Þing Hringborðs Norðurslóða, Arctic Circle Assembly, var haldið í Hörpu dagana 19. til 21. október síðastliðinn með virkri þátttöku Háskólans á Akureyri eins og undanfarin ár. Um er að ræða stærsta alþjóðlega umræðuvettvang heims um Norðurslóðamál með þátttöku 2000 gesta frá um 60 löndum. Á þinginu voru um 200 málstofur með um 700 framsögur.

Lesa meira

Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar skorar á stjórnvöld að grípa til aðgerða vegna erfiðleika sem bændur standa frammi fyrir

  „Staðan er mjög slæm  og ég er langt í frá að mála skrattann á vegginn þegar ég segir að hún er grafalvarleg. Bændur eru ekki kvartsárir og hafa um árin borið sig vel, haft bjartsýni að vopni í þeirri von að upp rynni betri tíð. Það virðist hins vegar löng og erfið brekka framundan og ekki gott að sjá hver þróunin verður. Það er ljóst að margir eru við það að gefast upp og ég heyri að hér um slóðir séu menn farnir að hugleiða að hætta búskap,“ segir Hermann Ingi Gunnarsson oddviti Eyjafjarðarsveitar og bóndi í Klauf.

Lesa meira

Horft til framtíðar í frysti- og þíðingartækni

Á Sjávarútvegsráðstefnunni í Hörpu 2. nóvember nk. kynnir Kælismiðjan Frost byltingarkennd skref í kæliiðnaði sem fyrirtækið hefur verið að vinna að síðustu ár. Á ráðstefnunni verður Guðmundur H. Hannesson, framkvæmdastjóri Frosts, umsjónarmaður málstofu um þróun í kælitækni þar sem verður farið yfir þróun og stöðu frysti- og kæliiðnaðarins og skyggnst inn í framtíðina í kælingu og frystingu matvæla. Meðal fyrirlesara verða Sigurður J. Bergsson tæknistjóri Frosts sem fjallar um segul- og hljóðbylgjufrystingu, Kristján A. Grétarsson verkefnisstjóri Frosts ræðir um frystingu með stýrðu hita- og rakastigi og Sæmundur Elíasson, verkefnastjóri hjá Matís og lektor við auðlindadeild Háskólans á Akureyri, ræðir um framþróun í frysti- og þíðingartækni

Lesa meira

Bangsaspítalinn kemur norður á ný

Lýðheilsufélag læknanema verður á ferðinni með hinn sívinsæla Bangsaspítala á Akureyri næsta laugardag, 28. október. Viðtökur í fyrra þegar Bangsaspítalinn kom fyrst norður voru frábærar og því ákveðið að bjóða upp á þjónustuna á ný.

 

Lesa meira

Þingeyjarsveit Heilsueflandi samfélag

Þingeyjarsveit er nú formlegur aðili að Heilsueflandi samfélagi. Alma D. Möller landlæknir og Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir sveitarstjóri undirrituðu samning þess efnis í Stórutjarnaskóla.  

Við undirritunina sungu leikskólabörn á leikskólanum Tjarnarskjóli tvö lög og  Alma D. Möller og Gígja Gunnarsdóttir verkefnastjóri Heilsueflandi samfélags héldu erindi ásamt Sigurbirni Árna Arngrímssyni sem fjallaði um lýðheilsu. 

Meginmarkmið Heilsueflandi samfélags er að styðja samfélög í að vinna með markvissum hætti að því að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum, heilsu og vellíðan allra íbúa. Í slíku samfélagi er heilsa og líðan íbúa í fyrirrúmi í stefnumótun og aðgerðum á öllum sviðum. Með innleiðingu Heilsueflandi samfélags vinna sveitarfélög einnig að innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Með undirskrift samnings um Heilsueflandi samfélag einsetur Þingeyjarsveit sér að vinna markvisst lýðheilsustarf, í samræmi við markmið og leiðarljós Heilsueflandi samfélags með stuðningi frá Embætti landlæknis og öðrum sem að starfinu koma. 

Lesa meira

En óljóst hvar áramótabrenna Akureyringa verður

Á fundi umhverfis og mannvirkjanefndar þann 22  okt. s.l.  var m.a rætt um heppilega staðsetningu  fyrir áramótabrennu en eins og við sögðum frá á dögunum  er ekki heimilt að vera með brennu við Réttarhvamm  því samkvæmt reglugerð um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum mun Slökkvilið Akureyrar ekki gefa leyfi fyrir áramótabrennu í Réttarhvammi þar sem brenna hefur verið undanfarin ár vegna nálægðar við matvælaframleiðslu MS og viðkvæms rekstrar fyrirtækjanna atNorth og N1.

Í reglugerðinni er skýrt að ekki megi brenna bálköst nær en 400 metrum og ljóst að fyrirtækin eru staðsett nær en svo.

Lesa meira

Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar er í dag

Við Sjúkrahúsið á Akureyri eru starfandi um 14 iðjuþjálfar – og einn fjórfættur. Þeir sinna skjólstæðingum í endurhæfingu á Kristnesi, á bráðadeildum SAk og á geðdeildinni. 

„Iðjuþjálfun er vaxandi faggrein um allan heim og viðfangsefni iðjuþjálfa eru afar fjölbreytileg. Leiðarljósið er að standa vörð um og efla iðju, þátttöku, heilsu og velferð einstaklinga, hópa og samfélaga. Iðjuþjálfar starfa með fólki á öllum aldri sem af einhverjum ástæðum glímir við iðjuvanda sem hamlar þeim í hversdeginum og hindrar þátttöku. Iðjuþjálfar eru ein af lykilstéttunum innan forvarna, vinnuverndar og endurhæfingar. Þjónusta þeirra og vinnuaðferðir byggja á gagnreyndri þekkingu og viðurkenndu verklagi. Starfsvettvangurinn er breiður og má nefna heilbrigðis- og félagsþjónustu, skóla, félagasamtök, sjálfseignarstofnanir, stjórnsýslu og fyrirtæki á almennum markaði,“ segir á vefsíðu iðjuþjálafélags Íslands sem í dag fagnar alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar með málþingi.

Lesa meira

Hagsmunum sveitarfélagsins betur borgið með samvinnu en átökum

Oddvitar E og K lista í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar lögðu á sveitarstjórnarfundi fyrr í dag fram sameiginlega stefnuyfirlýsingu um framkvæmd verkefna í samræmi við stefnu listanna sem kynnt var kjósendum í aðdaganda sveitarstjórnarkosninga.

Lesa meira

„Eyjafjörður er alltaf gott myndefni“

Togarinn Björg EA 7 hélt til veiða síðdegis í gær eftir að hafa landað góðum afla á Akureyri.  Guðmundur Freyr Guðmundsson hefur verið skipstjóri á Björgu frá því skipið kom nýtt til landsins fyrir sex árum síðan. Hann er oftar en ekki með myndavél í brúnni og grípur til hennar þegar honum þykir ástæða til. Eyjafjörður skartaði sínu fegursta í haustblíðunni í gær,   Guðmundur Freyr stóðst ekki mátið og náði í myndavélina góðu.

Lesa meira

Hlíðarfjall - Töfrateppið í nýjan búning

Starfsmenn skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli hafa lokið við að setja saman 63ja metra yfirbyggingu úr gegnsæjum einingum á hið svokallaða Töfrateppi. Yfirbyggingin myndar eins konar göng utan um færibandið og skýlir þeim sem það nota fyrir veðri og vindum.

Lesa meira

Skógræktarfélag Eyfirðinga - Trjágróðri á eldri svæðum verði þyrmt sem kostur er

Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur beint þeirri áskorun til bæjaryfirvalda á Akureyri að betur verði hugað að gróðursetningu trjágróðurs í nýjum og nýlegum hverfum bæjarins, svo sem samsíða akbrautum eða grænum svæðum. Ályktun þessa efnis var samþykkt á stjórnarfundi SE nýverið.

Lesa meira

Tónleikar úr gullkistu Freyvangsleikhúsins að kvöldi fyrsta vetrardags

 ,,Ég lofa góðri skemmtun sem engan svikur” sagði Steingrímur Magnússon einn af þeim sem að tónleikunum standa. ,,Þarna verða lög sem allir þekkja og fólki er guð velkomið að syngja með."  Steingrímur bætti við ,,það verður held ég enginn fyrir vonbrigðum sem ekur fram í Freyvang n.k. laugardagskvöld. ” 

Lesa meira

Skotveiði bönnuð á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli

Athygli er vakin á því að öll skotveiði er óheimil á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli. Svæðið er útivistarparadís Akureyringa og gesta bæjarins allan ársins hring. Þarna eru vinsælar gönguleiðir um holt og hæðir þar sem fjölskyldufólk er gjarnan á ferðinni jafnvel þótt skíðalyfturnar hafi ekki verið ræstar. Því er meðferð skotvopna á svæðinu alls ekki við hæfi. Skotveiðimenn eru vinsamlegast beðnir að virða þetta. Afmörkun svæðisins má sjá á meðfylgjandi mynd.

Lesa meira

Hugmyndasamkeppni um nýja stúdentagarða á svæði Háskólans á Akureyri

Jóhannes Baldur segir að FÉSTA hafi síðast byggt stúdentagarða árið 2008, þannig að vissulega sé langur tími liðinn. „Stefna okkar með þessum byggingu er að aðlaga framboð okkar enn frekar að þeirri eftirspurn sem verið hefur síðastliðin ár,“ segir hann, en nú í fyrsta sinni sögu FÉSTA verða byggðar stúdíóíbúðir.

 

Lesa meira

Geimstofan á Akureyri tuttugu ára. „Mörg skemmtileg verkefni í farvatninu

Geimstofan Hönnunarhús á Akureyri var sett á laggirnar 14. október 2003 og fagnar því 20 ára starfsafmæli um þessar mundir. Geimstofan er alhliða auglýsingastofa/skiltagerð, sem veitir viðskiptavinum sínum um land allt heildstæðar lausnir á sviði markaðssetningar.  

Starfsmenn Geimstofunnar eru sjö og segir Arnar Sigurðsson framkvæmdastjóri að verkefnastaðan sé góð á þessum tímamótum.

Lesa meira

,,Við erum hér til að hafa hátt" Ávarp flutt á baráttufundi á verkfallsdegi

Verið öll hjartanlega velkomin.

Við erum hér til að hafa hátt. Við minnumst þess í dag að 24.október 1975, lögðu um 90% íslenskra kvenna niður störf þeim tilgangi að sýna fram á mikilvægi kvenna og krefjast réttinda og launa til jafns á við karla. Það voru verkakonur, verslunarkonur, húsmæður, konur úr öllum stéttum og flokkum, alls staðar af á landinu.

Lesa meira

Og afhverju erum við hér? Ávarp flutt á baráttufundi á verkfallsdegi

Það eru blendnar tilfinningar sem vakna á þessum degi, 24. október, kvennaverkfallsdegi. Það er gleði yfir því hvað við erum margar að taka þátt, en líka reiði og sorg yfir því að við þurfum að gera það. Það eru 48 ár frá kvennafrídeginum fræga 1975 og þó margt hafi breyst til batnaðar þá erum við stödd hér.

Og af hverju erum við hér? Búum við ekki við mesta jafnrétti kynja í gjörvallri veröld? Hér mega konur kjósa, mennta sig, eiga bankareikninga og meira að segja keyra bíl! Það er sko ekki þannig allstaðar! Er þetta ekki bara vanþakklæti, já og frekja? Getum við ekki bara róað okkur??

Lesa meira

Mjög góð þátttaka í kvennaverkfalli á Húsavík og Akureyri

Konur og kvár á Akureyri  og á Húsavik létu sig ekki vanta á baráttufundi sem haldnir voru  í dag og má með sanni segja að góður andi hafi verið ríkjandi, samstaðan algjör.  

Lesa meira

Eyjafjarðarsveit veitir styrki vegna uppsetningar á varmadælum

„Vonandi geta einhverjir nýtt sér þessa styrki og þessa lausn sem notuð hefur verið annars staðar og gefið góða raun,“ segir Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit. Sveitarfélagið hefur boðið upp á fjárstyrk til eigenda fasteigna í Eyjafjarðarsveit sem vilja setja upp varmadælur sem draga úr notkun raforku til upphitunar á íbúðarhúsnæði. Miðað er við fasteignir þar sem er föst búseta og dreifikerfi hitaveitu nær ekki til.

Lesa meira

Vildu færa lögheimili sitt í leikhúsið

10. bekkur Borgarhólsskóla sýnir Pitz Pörfekt í Samkomuhúsinu

Lesa meira

At­vinnu­öryggi vegna barn­eigna

Einn af hornsteinum jafnréttisbaráttunnar hér á landi er að tryggja rétt til fæðingarorlofs og tryggja atvinnuöryggi barnshafandi kvenna og síðar beggja foreldra, þannig að óheimilt sé að segja starfsmanni upp störfum vegna fyrirhugaðs fæðingar- eða foreldraorlofs.

Lesa meira

Kvennaverkfall á Akureyri

Þriðjudaginn 24. október eru konur og kvár hvött til að leggja niður launuð sem ólaunuð störf allan daginn eins og konur gerðu fyrst á kvennaári Sameinuðu þjóðanna árið 1975. Það var  sögulegur viðburður á alheimsvísu enda lögðu 90% kvenna á Íslandi niður vinnu þann dag til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna fyrir samfélagið.

Lesa meira