Fréttir

Krossgáta númer 500 í Vikublaðinu frá Braga V. Bergmann Forréttindi að vinna við það sem maður hefur gaman af

„Ég held ótrauður áfram um ókomin ár, þetta er svo skemmtilegt og í raun forréttindi að hafa tækifæri til að gera krossgátur sem gleðja svo marga,“ segir Bragi V. Bergmann sem í vikunni skilaði af sér krossgátu númer 500 til Vikublaðsins. Hann hefur enn lengur verið að hjá Dagskránni, en krossgátur Braga þar eru yfir 600 talsins. Samanlagt hefur hann því gert yfir 1.100 krossgátur liðin ár fyrir bæði blöð. Ekki er ýkja langt í að Bragi geti haldið upp á þau tímamót að hafa gert krossgátu undanfarin 40 ár í blaðið LEÓ sem Lionsklúbburinn Hængur gefur út fyrir hver jól.

Lesa meira

Tón - list

Þegar við skoðum myndlist skoðum við myndina og virðum hana fyrir okkur alla.  Þegar við lesum bækur og/eða ljóðlist lesum við öll orðin til að ná innihaldinu öllu. Þegar við skoðum högglist virðum við alla styttuna fyrir okkur og þegar við horfum á þætti eða bíómyndir þá horfum við á allt sem þar fer fram og megum ekki missa af neinu.   En við hlustum á eitt og eitt lag af heilli plötu sem tónlistarmaður gefur út.   Það er jafn mikil vinna lögð í öll hin lögin sem við missum af og heyrum kannski aldrei.  

Lesa meira

Gísli Konráðsson teiknaði merki ÚA við borðstofuborðið heima í Oddagötunni

Á heimasíðu Samherja birtist i morgun skemmtileg skrif um tilurð hins velþekka firmamerki Útgerðarfélags Akureyringa, þau eru birt hér með leyfi.

Lesa meira

Brýr yfir Skjálfandafljót í forgangi

SSNE ásamt sveitarfélögunum á Norðurlandi eystra hafa undanfarin misseri unnið að því að marka stefnu landshlutans í samgöngu og innviðamálum landshlutans

Lesa meira

Heimboð í Skógarböðin fyrir félagsfólk í EBAK

Félagsfólki í Félagi eldri borgara á Akureyri er boðið án endurgjalds í Skógarböðin í næstu viku eða 27., 28. og 29 nóvember milli  kl 10 og 14 samkvæmt tilkynningu sem stjórn EBAK sendi út til félagsfólks í dag.

Lesa meira

Bjart yfir Grímsey - íbúum hefur fjölgað örlítið

Veðrið hefur verið einstaklega gott norður við heimskautsbaug undanfarnar vikur, sól og stilla dag eftir dag, þótt dálítill veðurhvellur gangi yfir eyjuna einmitt núna.

Lesa meira

Ný körfuboltavöllur vekur lukku

Nýr körfuboltavöllur við Hrafnagilsskóla vekur lukku hjá krökkunum.

Lesa meira

Einn hitaveituleki fannst við gamlan brunn á Oddeyri

 Lekaleitin fór með drónum og vakti talsverða athygli en niðurstöður liggja nú fyrir frá umhverfisverkfræðistofunni ReSource International, sem framkvæmdi lekaleitina fyrir hönd Norðurorku. 

Lesa meira

NÝR ÞÁTTUR Í HLAÐVARPI HEILSU- OG SÁLFRÆÐIÞJÓNUSTUNNAR

Heilsu -og sálfræðiþjónustan heldur úti öflugu hlaðvarpi en að bakvið það stendur fagfólk hjá fyrirtækinu.  Starfsmenn Heilu og sálfræðiþjónustunnar hafa víðtæka reynslu,  kunna vel til verka og fræða hlustendur um ýmis málefni sem tengjast  heilbrigði.   

Lesa meira

Framsýn - Til móts við eldri borgara og öryrkja

Framsýn telur að verkalýðshreyfingin verði í næstu kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins og ríkið að leggja sérstaka áherslu á málefni eldri borgara og öryrkja. Félagið hefur þegar komið sínum tillögum á framfæri við Starfsgreinasamband Íslands sem fer með umboð félagsins í komandi kjaraviðræðum og í viðræðum við stjórnvöld um aðkomu þeirra að kjarasamningunum.

Lesa meira

Sammála en þó á móti

Um daginn ræddum við í skipulagsráði um Hafnarstræti 80-82, þið vitið stóra húskjarnann sem er að rísa syðst á götueyjunni sunnan við gömlu bögglageymsluna.

Lesa meira

Egill Ólafsson - Heiðraður

Það var enginn svikinn af því að mæta í Hof s.l. laugardagskvöld á tónleika til heiðurs Agli Ólafssyni. Á tónleikunum  voru flutt  nokkur af  þeim lögum sem Egill hefur gert ódauðleg, lög sem munu lifa með þessari þjóð endalaust.   Flytjendur voru heldur ekki af lakara taginu, Dalvíkingurinn Eyþór Ingi, Ólafur Egill Egilsson og Diddú sáu um söng, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands undir stjórn Guðna Franzsonar og hljómsveitin Babies léku undir.

Lesa meira

Leikfélag Hörgdæla setur upp Bróðir minn Ljónshjarta

Leikfélag Hörgdæla hefur ákveðið að setja upp Bróðir minn Ljónshjarta í leikstjórn Kolbrúnar Lilju Guðnadóttur og stefnt er að því að frumsýna í mars. Það hefur lengi verið áhugi fyrir því innan félagsins að setja þetta verk upp og nú er loksins komið að því. 

Bróðir minn Ljónshjarta er eftir Astrid Lindgren. Astrid er einn þekktasti barnabókahöfund heims en hennar þekktustu verk eru bækurnar um Línu langsokk, Emil í Kattholti, Ronju ræningjadóttur og Kalla á þakinu. Sagan segir frá bræðrunum Karli og Jónatan sem hittast aftur, eftir stutta jarðneska dvöl, í landinu Nangijala, þar sem sögur eru sagðar við varðeldana. Lífið í Kirsuberjadal mótast af grimma Riddaranum Þengli, sem ásamt eldspúandi drekanum Kötlu ræður þar ríkjum og valda þau skelfingu hvar sem þau koma. Karl og Jónatan, sem kallaðir eru bræðurnir Ljónshjarta, ákveða að berjast við hinn grimma Þengil og svartklæddu Riddarana hans.

Leikfélag Hörgdæla sýnir ávallt sínar sýningar í félagsheimilinu Melum í Hörgársveit. Í vetur verður engin breyting á því. 

„Við erum alveg ótrúlega spennt fyrir þessari uppfærslu og mikill hugur í fólki. Síðustu tvö ár eftir Covid höfum við sett upp tvær frábærar sýningar, Í fylgd með fullorðnum og Stelpuhelgi og viðtökurnar við þeim voru hreint út sagt frábærar. Vonandi höldum við áfram á þeim nótum með þessari sýningu.“ segir Fanney Valsdóttir formaður leikfélagsins. 

Kolbrún Lilja Guðnadóttir mun leikstýra verkinu en hún hefur mikla reynslu úr leiklistarheiminum og leikstýrði Fólkinu í blokkinni hjá Freyvangsleikhúsinu síðasta vetur. Þetta er í fyrsta skipti sem hún leikstýrir hjá Leikfélagi Hörgdæla en þó ekki í fyrsta skipti sem hún kemur á Mela þar sem hún lék í Gauragangi árið 2019. „Þetta er óneitanlega mikil áskorun, ég hef alveg síðan ég fór fyrst í leikhús á Bróðir minn Ljónshjarta árið 1998 verið ótrúlega hrifin af þessu verki. Ég lék í því árið 2014 og er nú að leikstýra því og spenningurinn er mikill“ segir leikstjórinn Kolbrún Lilja. 

Leikfélagið ætlar að vera með vinnustofur fyrir Bróðir minn Ljónshjarta. Vinnustofurnar munu fara fram fimmtudaginn 30. nóvember frá kl. 20:00 fyrir allan aldur og síðan sunnudaginn 3. desember frá 15:00-18:00 sem eru ætlaðar eru fyrir 10-16 ára. Skráning í vinnustofurnar fara fram á heimasíðu leikfélagsins, leikhorg.is.

 

Lesa meira

Vilt þú taka Sögu Akureyrar í þínar hendur? Nú er lag!

Í tilefni af Evrópsku nýtnivikunni gefst bæjarbúum nú tækifæri á að eignast 4. og 5. bindi af Sögu Akureyrar sér að kostnaðarlausu. Verið er að jafna lagerstöðu á bókaflokknum og ætlar Akureyrarbær því að gefa eintök af síðustu tveimur bindunum sem saman ná yfir árin 1919 til 1962. Bækurnar verður hægt að nálgast á Amtsbókasafninu í Evrópsku nýtnivikunni, frá 20.-26. nóvember.

Verið velkomin á Amtsbókasafnið og takið Sögu Akureyrar í ykkar hendur.

Lesa meira

Eining-Iðja - Hús félagsins í Húsafelli tekið frá fyrir Grindvíkinga

Á heimasíðu Einingar Iðju kemur fram að  stjórn félagsins hafi ákveðið að svara kalli frá stjórnvöldum sem fóru þess á leit við stéttarfélög að þau lánuðu orlofsíbúðir  til  Grindavíkinga  sem standa upp i heimilislausir  í kjölfar jarðhræringa þar um slóðir.  

Húsið verður a.m.k í láni til 3 janúar n.k.

Stjórn Einingar - Iðju  vonast til þess að félagsfólk sýni þessari ákvörðun skilning og telur það ,, afar mikilvægt að stéttarfélög og önnur félagasamtök sem geta leggi sitt af mörkum til að aðstoða íbúa Grindavíkur eins og frekast er unnt" eins  og   segir í tilkynningu sem birt er á heimasíðu félagsins. 

 

Lesa meira

Háskólinn á Akureyri - Stúdentar við Auðlindadeild hlutu styrki úr Nýsköpunarsjóði námsmanna

Við Auðlindadeild Háskólans á Akureyri eru margvíslegar rannsóknir í gangi í góðu samstarfi við fjölbreytta aðila. Nú á dögunum komu út lokaskýrslur vegna tveggja stórra rannsókna sem fengu styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna hjá Rannís og stúdentar unnu að síðastliðið sumar. „Bæði verkefnin voru mikilvægur liður í að styrkja öflugt samstarf við atvinnulíf, með áherslu á aukna verðmætasköpun og bætta nýtingu auðlinda,“ segir Rannveig Björnsdóttir, dósent við Auðlindadeild sem var leiðbeinandi í báðum verkefnum. 

Lesa meira

Íbúafundur Þróunarfélags Hríseyjar

Nýstofnað Þróunarfélag Hríseyjar hélt sinn fyrsta íbúafund um liðna helgi en Ásrún Ýr Gestsdóttir verkefnastýra verkefnisins Áfram Hrísey segir efni hans hafa verið að skapa  sameiginlegan skilning á tækifærum og ógnum og hvernig ólík félög geta unnið að sameiginlegum hagsmunum.

Lesa meira

„Ég er bara föðmuð og kysst hvar sem ég fer“

Hefur komið upp frískáp á Húsavík til að sporna við matarsóun

Lesa meira

Ekki er ein báran stök - Ragnar Sverrisson skrifar

Ekki er annað sýnna en að Akureyri verði brátt þeim örlögum að bráð að geta hvorki boðið upp á náðhús eða líkhús.

Lesa meira

Skógræktarfélag Eyfirðinga Sjötíu ár frá því sala jólatrjáa hófst

Skógræktarfélag Eyfirðinga bauð lifandi jólatré til sölu í fyrsta sinn fyrir jólin árið 1953, þannig að félagið fagnar því nú í ár að 70 ár eru frá því byrjað var að selja fólki lifandi jólatré til að skreyta híbýli sín. Einnig voru fyrir jólin 1953 til sölu greinar af jólatrjám. Á þessum tíma hafði jólatrjáhefðin stigið sín fyrstu skref, hrífusköft voru skreytt með birki eða eini greinum, gjarnan smíðuð af hagleiksfólki og voru víða til en höfðu ekki enn skapað sér hefð í jólahaldi Íslendinga.

Lesa meira

Góð þátttaka í kjarakönnun meðal eldri borgara á Akureyri

„Þetta eru mjög skýr skilaboð og gott veganesti fyrir okkur í komandi viðræðum um kjaramál eldri borgara,“ segir Björn Snæbjörnsson formaður Kjarahóps Félags eldri borgara á Akureyri, Ebak. Hópurinn kynnti niðurstöðu kjarakönnunar sem gerð var meðal félagsmanna í október. Alls svöruðu tæplega 800 manns könnuninni eða um 47% þeirra sem voru í úrtaki.

Lesa meira

Bókin Oddeyri, saga hús og fólk.

Kristín Aðalsteinsdóttir og Arnór Bliki Hallmundsson sendu frá sér bókina Oddeyri, Saga, hús og fólk á liðnu sumri. Fjölmenni mætti í útgáfuhóf sem efnt var til í Oddeyrarskóla og segja þau mætingu hafa farið fram úr björtustu vonum. Viðtökur hafi verið góðar, mikil og góð sala, einkum fyrstu vikur eftir útkomu. „Við stefnum á að taka fullan þátt í „jólabókaflóðinu,“ segja þau og eru glöð með hvað fólk er  almennt ánægt með bókina og framtakið.

Lesa meira

Heildarfjárfestingarþörf Norðurorku næstu fjögur ár er 6,8 milljarðar Gefur auga leið að næstu ár verða þung

Grunnur að breytingu á verðskrám Norðurorku hf. er tvíþættur. Annars vegar er ársreikningur liðins árs brotinn niður og vægi rekstrarkostnaðar tengdur vísitölum. Með þessu sjást áhrif vísitölubreytinga á rekstrarkostnað Norðurorku. Hins vegar er horft til verðbólguspár Seðlabanka Íslands fyrir komandi ár. Þessar vísitölur eru vegnar saman til helminga og gefa þannig vísitölu sem myndar grunn fjárhagsáætlunar næsta árs. 

 

Lesa meira

Ekki nægt frost til að keyra snjóbyssur í gang

Allt var klárt til að keyra snjóbyssur í gang en spáin gekk ekki eftir og nú er ekki nægt frost til að setja í gang.

Lesa meira

Freyvangsleikhúsið frumsýnir Bangsímon og Grislíng í jólasveinaleit

„Það má segja að þetta hafi allt saman gerst alveg óvart,“ segir Jóhanna S. Ingólfsdóttir höfundur verksins Bangsímon og Grislingur í jólasveinaleit sem Freyvangsleikhúsið frumsýnir á morgun, föstudaginn 17. nóvember í Freyvangi. Jóhanna er einnig leikstjóri.

Jóhanna segir að Freyvangsleikhúsið hafi sett upp aðventusýningu í fyrra og hafi hún heppnast einkar vel, en verkið var um þá bræður Karíus og Baktus, hún leikstýrði og tveir stjórnarmenn léku bræðurnar.  „Við höfðum nýlega tekið við rekstri Freyvangs og þurfum að sníða okkur stakk eftir vexti, þetta mátti ekki kosta of mikið þannig að við gengum í öll verk,“ segir hún og sama staða er uppi á teningnum nú.

Lesa meira

Velferð er verkefni okkar allra!

Síðastliðinn laugardag voru fulltrúar Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis á Glerártorgi að selja velferðarstjörnuna. Stjarnan er fallegt jólaskraut sem Kristín Anna og Elva Ýr, verkefnastjórar markaðsmála á Glerártorgi, hönnuðu. Slippurinn framleiðir skrautið fyrir sjóðinn og öll innkoma fer í velferðarsjóðinn. 

Lesa meira

Akkúrat öfugt 2

Á næstu dögum er Akkúrat öfugt 2 væntanleg í bókabúðir. Bókin er önnur í bókaflokknum um líflegu og skemmtilegu sögupersónuna, Akkúrat öfugt. Bókaflokkurinn er samvinnuverkefni okkar hjóna.

Lesa meira