Samfélag sem ekki getur orðið við lögvörðum rétti fatlaðra til þjónustu, sem getur umborið að veikt barn sé sótt inn á Landspítalann með lögregluvaldi og látið húka á Keflavíkurflugvelli meðan ríkisstjórn landsins rambar á barmi stjórnarslita, samfélag sem lætur nútíma þrælahald viðgangast gegnum starfsmannaleigur, samfélag þar sem andlega veikt fólk fær ekki aðstoð fyrr en það er of seint og saklaus líf glatast, samfélag sem telur það eðlilega umgengni að ofbeldismenn geti fengið að vera einir með börnum sínum, samfélag þar sem fjöldi karlmanna telur það sinn sjálfsagða rétt að geta keypti líkama kvenna, kvenna sem eru ýmist hraktar eða neyddar í vændi, fluttar til landsins eins og hver annar varningur til sölu og neyslu, kjötskrokkar.