Fréttir

Félagar í Búsögu gera upp gömul útihús í Saurbæ

„Við stefnum á að opna sýningu í Saurbæ á næsta ári,“ segir Sigurður Steingrímsson formaður Búsögu, búnaðarsögusafns sem er félag áhugafólks um söfnun og varðveislu dráttarvéla og annarra tækja sem tilheyra búnaðarsögunni. Félagsmenn hafa unnið hörðum höndum að því að gera upp gömul útihús við Saurbæ í Eyjafjarðarsveit , m.a. fjárhús í því skyni að koma þar fyrir gömlum dráttarvélum til sýnis. Unnið var að kappi um liðna helgi að koma dráttarvélunum inn í nýja sýningarsalinn og létu sjálfboðaliðar hörkufrost ekki hafa mikil áhrif á vinnugleðina.

Lesa meira

Samstarfssamningur Þórs/KA og Greifans og samið við leikmenn

Pennar voru á lofti á Greifanum í gærkvöldi þegar stjórn kvennaráðs Þór/KA og Arinbjörn Þórarinsson fyrir hönd Greifans skrifuðu undir samstarfssamning til þriggja ára.  Við þetta sama tilefni framlengdu þrír leikmenn Þór/KA samninga sína við liðið.

Lesa meira

70 ár frá því að fyrstu sjúklingarnir innrituðust á Sjúkrahúsið á Akureyri

Fimm árum eftir að sjúkrahúsbyggingin var fullgerð komu fyrstu sjúklingarnir í hús.
Lesa meira

Fjölmenni fagnaði með sextugum Þelamerkurskóla

„Það skiptir sannarlega máli fyrir byggðalagið að hafa öflugan skóla og sveitarfélagið hlúir vel að skólamálum. Fjöldi aðstandenda og velunnara sem mætir á viðburði í skólanum og dvelur við, gefur til kynna að fólki þykir vænt um Þelamerkurskóla og mín tilfinning er sú að skólinn njóti velvildar í samfélaginu. Það er auk þess mjög ánægjulegt að sjá sveitunga sem eiga hvorki börn né barnabörn í skólanum sækja viðburði og sýna skólanum áhuga,“ segir Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir skólastjóri Þelamerkurskóla í Hörgársveit. Skólinn fagnaði 60 ára afmæli sínum með pompi og prakt í liðinni viku, en afmælisdagurinn er 5. desember.

Lesa meira

Íshokkíkona og íshokkíkarl hokkídeildar 2023

Íshokkíkona og íshokkíkarl hokkídeildar Skautafélags Akureyrar árið 2023 eru þau Amanda Ýr Bjarnadóttir leikmaður meistaraflokks kvenna og U18 og Jakob Ernfelt Jóhannesson markmaður í meistaraflokki karla og afís þjálfari. 

Lesa meira

Aðventugöngu Einars Skúlasonar lýkur í dag

Einar Skúlason göngugarpur sem er að ganga gömlu póstleiðina frá Seyðisfirði til Akureyrar er væntanlegur á bæjarins í dag fimmtudag.   Reiknað er með að hann verði við Leirunesti um kl.18:00.  Þar verður hægt að taka á móti Einari og ganga með honum að Ráðhústorgi þar sem göngunni lýkur. 

Óhætt er að segja að vel hafi tekist og Einar klárar  í dag þessa 270 km sem leiðin er.

Eins og fram hefur komið er gangan  til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis og hefur söfnun henni samhliða gengið mjög vel.

Fyrir fólk sem vill leggja söfnun þessari lið koma hér upplýsingar:

Greiðslur fara þannig fram að millifært er á eftirfarandi reikning í eigu Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis: rn:0302-13-301557  kt:520281-0109

 

Lesa meira

easyJet hefur sölu á flugi næsta vetur

Breska flugfélagið easyJet hefur hafið sölu á flugferðum til Akureyrarflugvallar frá London Gatwick í október og nóvember á næsta ári. Flugfélagið hóf beint flug til Norðurlands í október síðastliðnum og er með ferðir á áætlun tvisvar í viku út mars, á þriðjudögum og laugardögum. Stefnt er að flugi sama tímabil næsta vetur og mun félagið setja fleiri mánuði í sölu þegar nær dregur.

 Viðtökurnar á fluginu hafa verið góðar, bæði á Bretlandi og á Íslandi og afar ánægjulegt að nú sé hægt að bóka beint flug til og frá London með svo löngum fyrirvara. Sætanýting hefur verið samkvæmt áætlunum og lendingar á Akureyrarflugvelli gengið mjög vel.

 Norðlenskri ferðaþjónustu gefst nú gott tækifæri til að undirbúa sig vel fram í tímann en alla jafna er gisting bókuð með löngum fyrirvara og það sama á við um ýmsa afþreyingu. Norðlensk ferðaþjónustufyrirtæki hafa verið öflug í markaðssetningu á breskum miðlum og þá sér í lagi samfélags- og vefmiðlum, sem mun einnig skila sér áfram inn í næsta vetur. Þá hafa mörg ferðaþjónustufyrirtæki í landshlutanum tekið eftir því að fleiri Bretar eru á ferðinni en áður og áhrifin af þessu beina flugi því strax farin að sjást.

„Áframhaldandi flug easyJet næsta vetur til Akureyrarflugvallar frá Gatwick í London er mikið fagnaðarefni. Bókanir á fluginu sem hófst í lok október hafa farið vel af stað og nýting verið í takt við áætlanir. Flug beint norður býður nýjan valkost í flugi til Íslands og skapar tækifæri til uppbyggingar á vetrarferðaþjónustu. Þessi þróun er í takti við áherslur um dreifingu ferðamanna um landið og ánægjulegt að margra ára samstarf um uppbyggingu millilandaflugs sé að skila þeim árangri að easyJet leggi nú af stað með áætlun næsta vetrar, “ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands.

„Það er mikið ánægjuefni að easyJet hafi nú þegar hafið sölu á flugferðum milli Akureyrarflugvallar og London Gatwick fyrir næsta vetur,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla.

„Það verður afskaplega gaman að taka á móti easyJet og öðrum flugfélögum á Akureyrarflugvelli á næsta ári. Viðbyggingin við flugstöðina verður tilbúin í júlí og við enn betur í stakk búin til að þjónusta flugfélögin og farþega þeirra.“

Lesa meira

Hátíð síma og friðar – 8 atriði um skjátíma og jólin

Þegar skammdegið fer að nálgast

og fólkið laðast að skjám

og PISA könnunin boðar komu sína á ný.

Þá snjórinn fellur á bergmálshella

og skjáfíklar verða til,

í leikjum barnanna sem að bíða jólanna.

Lesa meira

Alli í Sjöfn fallinn frá

Lesa meira

Hafnasamlag Norðurlands styrkir Hollvinasamtökum sjúkrahússins

Hafnasamlag Norðurlands afhenti Hollvinasamtökum sjúkrahússins 1 mkr styrk í gær miðvikudag.  ,,Það er okkur sönn gleði að geta styrkt öflugt starf Hollvina SAk  með þessum hætti, öflugt sjúkrahús er ómetanlegt  fyrir  svæðið" sagði Sigurður Pétur Ólafsson hafnastjóri. 

Lesa meira

Vonast til að opna skíðasvæðið í Hlíðarfalli í lok næstu viku

Síðastliðna mánuði hefur starfsfólk unnið hörðum höndum við að undirbúa vetraropnun og stefnan verið sett á opnun föstudaginn 15. desember eða fyrr ef aðstæður leyfa. Því miður hefur vetur konungur látið lítið á sér bera og þrátt fyrir kulda, er ljóst að töluvert meiri snjó þarf til þess að opna fjallið. Eftir að hafa farið vandlega yfir aðstæður og horfur næstu daga þá sjáum við okkur ekki annað fært en að seinka opnun um viku, eða til föstudagsins 22.desember. Með þessu vonumst við til þess að geta framleitt meiri snjó og að sjálfsögðu að náttúran vinni með okkur og við fáum hvíta gullið sem fyrst í fjallið 

Lesa meira

Oddfellow á Akureyri styrkir Velferðarsjóð Eyjafjarðarðarsvæðisins um 4,2 milljónir króna

Oddfellowstúkurnar á Akureyri hafa afhent Velferðarsjóði Eyjafjarðarsvæðisins samtals 4,2 milljónir króna. Fimm Oddfellow-regludeildir eru starfandi á Akureyri og í þeim eru samtals um fimm hundruð manns.

Lesa meira

Nauðsyn að auka fjármagn til refa- og minkaveiða

Þátttaka ríkisins vegna refa- og minkaveiða hefur hríðfallið undanfarna áratugi og það sem greitt er um þessar mundir dugar engan vegin til að mæta nauðsynlegum kostnaði við veiðarnar. Stefnir í óefni verði ekki spornað við nú þegar.

Lesa meira

Vegagerðin tekur við rekstri Hríseyjarferjunnar Sævars

Frá og með 1. janúar 2024 mun Vegagerðin sjá um rekstur ferjunnar Sævars sem siglir milli Árskógssands og Hríseyjar. Undanfarin ár hefur fyrirtækið Andey ehf. sinnt siglingunum fyrir hönd Vegagerðarinnar. Ferjusiglingarnar verða reknar undir nafni Almenningssamgangna ehf. en félagið er alfarið í eigu Vegagerðarinnar.

Öllum áhafnarmeðlimum ferjunnar var boðið að halda störfum sínum áfram og hefur nú verið samið við áhöfn um áframhaldandi vinnu um borð. 

Siglingaáætlun ferjunnar verður óbreytt frá því sem verið hefur og mun ferjan sigla allt að níu ferðir á dag en heimahöfn ferjunnar er í Hrísey. 

Fyrirkomulag á miðasölu verður fyrst um sinn með sama hætti og áður, það er að miðar verða seldir um borð í ferjunni. Unnið er að því að setja upp bókunarkerfi þar sem hægt verður að bóka ferðir fram í tímann. Þegar það er tilbúið verður hægt að bóka ferðir á heimasíðu Vegagerðarinnar svipað og er í boði í dag fyrir ferjuna til Grímseyjar.

Á heimasíðu Vegagerðarinnar verða birtar helstu upplýsingar á borð við áætlun ferjunnar, verðskrá og  fleira.

Almenningssamgöngur ehf. reka einnig Grímseyjarferjuna Sæfara sem siglir frá Dalvík til Grímseyjar auk þess að sigla til Hríseyjar tvisvar í viku

Lesa meira

Á annan tug einstaklinga heimilislausir eða í ótryggu húsnæði

Á annan tug einstaklinga eru heimilislausir eða búa í ótryggu húsnæði á Akureyri. Mikilvægt er að bregðast við þeirri stöðu að mati bæjarráðs en það var áður til umræðuá fundi velferðarráðs. Sviðsstjóra velferðarsviðs hefur verið falið að leggja fram mögulegar tillögur til úrbóta og kostnað við þær fyrir 1. maí 2024.

Lesa meira

Aukið aðgengi að áfengi

Ókeypis heimsending og dropp afhending“, Og hvað er það sem er afhent heim að dyrum? Jú, það er áfengi. Netsala á áfengi hefur vaxið síðustu ár. Með því að selja áfengi í gegnum erlendar vefsíður og senda heim til fólks er farið blygðunarlaust á svig við einkaleyfi Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins til smásölu á áfengi og lög brotin og yfirvöld gera ekkert í málinu.

Lesa meira

Færist fjör í leikinn

Samkvæmt  upplýsingum sem telja má mjög áreiðanlegar opnar verslunin  Blush á Glerártorgi fljótlega á nýju ári. 

Lesa meira

Á götuhorninu - Kennari á eftirlaunum skrifar

Það hefur verið sérstakt að fylgjast með barnabörnunum æfa heimalestur undanfarin ár.  Fyrst vissi ég ekkert hvað var að gerast. Börnin sátu inn í herbergjunum sínum og romsuðu út úr sér einhverjum orðaflaumi í belg og biðu.  Þau voru að æfa sig í lestri og reyna að hanga í einhverjum hraðaviðmiðum sem allt snerist um í skólanum.  Ég skildi ekkert hvað þau voru að lesa og nú hefur PISA könnun leitt í ljós að þau skildu ekkert sjálf.  Það var heldur ekkert ætlast til þess af hálfu skólans.

Lesa meira

Fjöldi íbúa eftir sveitarfélögum 1. desember 2023

Akureyringar  voru 20.199 um síðustu mánaðamót og hafði þeim fjölgaði um 301 miðað við 1. des í fyrra.  Þetta kemur fram í tölum Þjóðskrár sem birtar voru í morgun.

Hlutfallsleg fjölgun á Akureyri er 1,5% , en á landinu öllu er hlutfallið 3,0%.   Íbúar á Akureyri þann 1 des. s.l voru 20.199.

Í Norðurþingi fjölgaði íbúum um 1,2% á milli ára, íbúar þann 1 des, s.l voru 3.200.

Áhugavert er að sjá nágrannasveitarfélög Akureyrar og Norðurþings, en  þar er víðast hvar bullandi uppgangur.

Eyjafjarðarsveit: 2% fjölgun.

Hörgársveit: 5,6 % fjölgun.

Svalbarðsstrandarhreppur: 5,0% fjölgun.

Grýtubakkahreppur: 5,8% fjölgun.

Þingeyjarsveit 5,3% fjölgun.

 

Lesa meira

Völsungur og PCC framlengja samstarfssamning til tveggja ára

Í samkomulaginu felst meðal annars að knattspyrnuvöllurinn og íþróttahöllin á Húsavík munu bera nafn PCC en Völsungur leggja áherslu á að virkja starfsfólk PCC og börn þeirra til íþróttaiðkunar. Sérstök áhersla verður lögð á íþróttaiðkun barna af erlendum uppruna.

Lesa meira

Norðurþing, í fréttum er þetta helst í desember

Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri Norðurþings skrifar

Lesa meira

Úthlutað úr Samfélagssjóði EFLU

Markmið Samfélagssjóðs EFLU er að styðja við framtak einstaklinga og hópa sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, auknum lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi

Lesa meira

Skál fyrir Vésteini er Jólalag Rásar 2 2023

Andrés Vilhjálmsson eða Addison Villa á Jólalag Rásar 2 árið 2023! Lagið heitir „Skál fyrir Vésteini” og féll greinilega í kramið hjá hlustendum Rásar 2. Lagið er eftir Andrés en textinn eftir Ragnar Hólm Ragnarsson.

Til hamingju Andrés og já, skál fyrir Vésteini!

Lesa meira

Vilji og skilningur á mikilvægi þess að efla list- og verkgreinakennslu í grunnskólum Akureyrar

Grunnskólar Akureyrarbæjar uppfylla jafnaði viðmiðunarstundaskrá þegar kemur að kennslu í list– og verkgreinum samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla en í sumum greinanna tekst þó ekki að uppfylla viðmið í öllum árgöngum þrátt fyrir útsjónarsemi og hagræðingu í skólastarfi. Þetta á einna helst við um tónmennt og dans þó smíðar og heimilisfræði hafi einnig verið nefnt. Helsta ástæða þess er skortur á fagmenntuðum kennurum m.a. vegna mikillar samkeppni á vinnumarkaði. Þetta kemur fram í samantekt fræðslu- og lýðheilsusviðs um kennslu og umgjörð list- og verknáms í grunnskólum á Akureyri og kynnt hefur verið í fræðslu- og lýðheilsuráði. Ráðið mun nú meta stöðuna og mögulega setja fram tillögur um aðgerðir í þeim tilgangi að auka vægi list- og verkgreina í starfi skólanna.

Lesa meira

Endurskipulagning Akureyrarvallar

Meirihluti skipulagsráðs Akureyrarbæjar hefur falið skipulagsfulltrúa að hefja samtal við Arkitektafélag Íslands varðandi útfærslu á hönnunarsamkeppni fyrir endurskipulagningu á Akureyrarvelli.

Lesa meira

Stuðningur HN við hjartaþræðingar á SAk

Aðalfundur Hjartaverndar Norðurlands var haldinn á dögunum [þann 26. okt. síðast liðinn]. Auk venjulegra aðalfundarstarfa ræddu fundarmenn við hjartalækni um stöðuna í baráttunni við hjartasjúkdóma. Miklar framfarir hafa orðið í hjartalækningum síðustu áratugi og sú bragarbót sem orðið hefur á lífsstíl þjóðarinnar, einkum með minni tóbaksreykingum, hefur leitt til færri dauðsfalla og örkumla af völdum hjartasjúkdóma. Mikið verk er þó óunnið og mun hækkandi meðalaldur þjóðarinnar og  þyngdaraukning birta nýjar áskoranir í forvörnum, lækningum og umönnun hjartasjúklinga.

Lesa meira

Sífellt fleiri ná ekki endum saman og leita aðstoðar hjá Matargjöfum

„Ástandið hefur aldrei verið eins slæmt og núna, það er vaxandi neyð í samfélaginu og því miður alltof margir sem þurfa á aðstoð að halda,“ segir Sigrún Steinarsdóttir sem heldur utan um félagið Matargjafir á Akureyri og nágrenni.

Lesa meira