Jakob Gunnar til liðs við KR

Samsett mynd frá Facebooksíðu Græna hersins.
Samsett mynd frá Facebooksíðu Græna hersins.

Jakob Gunnar Sigurðsson hefur gengið til liðs við hið fornfræga stórveldi, KR í Vesturbæ Reykjavíkur. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebooksíðu Græna hersins, stuðningsmannahópi Völsungs.

Í tilkynningunni segir að Jakob sé borinn og barnsfæddur Húsvíkingur og Völsungur, en hann er fæddur árið 2007 og á að baki 34 leiki með meistaraflokki Völsungs og hefur skorað 13 mörk í þeim. „Jakob hefur sannarlega sprungið út hjá okkur í sumar og vakið mikla eftirtekt, enda með 11 mörk í 12 deildarleikjum,“ segir í tilkynningunni.

Jakob gerir 3ja ára samning við KR en mun klára leiktímabilið með okkur í Völsungi á láni.

„Þetta eru magnaðar fréttir og mikil viðurkenning fyrir Jakob, fjölskyldu hans og félagið Völsung. Okkar ungu mönnum eru allir vegir færir og óskum við Jakobi frábæru gengi suður með sjó, framtíðin er sannarlega hans!,“ segir jafnframt í tilkynningunni.

 

Jakob gerir 3ja ára samning við KR en mun klára leiktímabilið með  Völsungi á láni.


Athugasemdir

Nýjast