Alfreð Íslandsmeistari utandyra þriðja árið í röð

Alfreð Birgisson mundar bogann. Mynd/Archery.is
Alfreð Birgisson mundar bogann. Mynd/Archery.is

Alfreð Birgisson úr Íþróttafélaginu Akri á Akureyri og Húsvíkingur að uppruna vann þriðja Íslandsmeistaratitil utandyra sinn í röð í trissuboga karla á Íslandsmeistaramótinu utandyra í bogfimi (ÍM24) sem haldið var á Hamranesvelli í Hafnarfirði helgina 20-21 júlí. Greint er frá þessu á bogfimivefnum Archeri.is

Alfreð var hæstur í undankeppni með skorið 678, bæði í karla flokki og óháð kyni. Það var ekki langt frá Íslandsmetinu sem er 683 stig enda var óvenju gott veður á ÍM24 miðað við fyrri ár. Alfreð fékk tak í bakið fyrir skömmu og átti erfitt með að sitja og beygja sig, sem betur fer stöndum við í bogfimi.

Þorsteinn Halldórsson úr Bogfimifélaginu Hróa Hetti í Hafnarfirði var andstæðingur Alfreðs í gull úrslitaleiknum þar sem að Alfreð byrjaði undir í fyrstu 2 umferðum leiksins en snéri því svo við og tók á endanum öruggann sigur 138-134 og þriðja Íslandsmeistaratitil sinn utandyra í röð. Ragnar Smári Jónasson úr Bogfimifélaginu Boganum í Kópavogi tók brons úrslitaleikinn gegn Kaewmungkorn Yuangthong úr BFHH.

Alfreð tók einnig brons í keppni óháð kyni en þar lenti hann á móti dóttur sinni Önnu Maríu Alfreðsdóttir í brons úrslitaleiknum.


Athugasemdir

Nýjast