Efna til nafnasamkeppni um nýtt stjórnsýsluhús
Í haust tekur Þingeyjarsveit í notkun nýtt stjórnsýsluhús á Laugum. Húsið hýsti áður Litlulaugaskóla og síðar Seiglu. Nú hefur Þingeyjarsveit efnt til nafnasamkeppni til að finna nafn á nýja stjórnsýsluhúsið.
Í húsinu verður stjórnsýsla sveitarfélagsins, að mestu, en auk þess verða leigð verða út skrifborð og rými sem fyrirtæki, stofnanir og einyrkjar geta nýtt sér.
Á vef Þingeyjarsveitar segir að vonast sé til þess að húsið verði iðandi af lífi, suðupottur hugmynda og verkefna þar sem allir eru velkomnir.
Í ljósi þessara breytinga vantar nýtt nafn á húsið. Frestur til að senda inn tillögu í samkeppni um nafn á stjórnsýsluhúsið er til og með 15. ágúst nk.
Nafn hússins verður kynnt við opnun húsnæðisins.
Hægt er að senda inn tillögu HÉR.