
Agnes og Ólöf Norðurljósin 2023
Agnes Emma Charlesdóttir Guanci, sex ára, og Ólöf Birna Kristjánsdóttir, níu ára, voru valdar Norðurljósin 2023, hæfileikakeppni sem haldin var í tengslum við jólatónleikana Jólaljós og lopasokkar
Agnes Emma Charlesdóttir Guanci, sex ára, og Ólöf Birna Kristjánsdóttir, níu ára, voru valdar Norðurljósin 2023, hæfileikakeppni sem haldin var í tengslum við jólatónleikana Jólaljós og lopasokkar
Tilboð í byggingu nýs 60 rýma hjúkrunarheimilis á Húsavík voru opnuð kl 13 í dag
Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) ásamt starfsfólki sjúkrahússins stóðu fyrir Degi sjúkrahússins á Glerártorgi sl. laugardag milli kl. 14:00 og 16:00. Stjórnarmenn í Hollvinasamtökum SAk gengu um og söfnuðu nýjum félagsmönnum og margir nýttu sér boð um að láta starfsfólk SAk mæla hjá sér blóðþrýsting, súrefnismettun og púls. Síðast en ekki síst komu fjölmörg börn með uppáhaldsleikfangið sitt í læknisskoðun og ýmsar aðgerðir.
Hollvinir SAk eru vel á þriðja þúsund talsins og fjölgaði um nokkra tugi um helgina. „Við viljum fjölga þeim enn frekar á næstu mánuðum, því 6.000 króna árgjald félagsmanna er sá grunnur sem Hollvinir SAk byggja starfsemi sína á,“ segir Jóhannes G. Bjarnason, formaður stjórnar Hollvinasamtakanna.
Þorsteinn Einar Arnórsson sem setið hefur í stjórn Iðnaðarsafnsins frá upphafi eða í 25 ár hefur sagt sig úr stjórninni.
Árið 1999 setti Dalvíkingurinn Júlíus Júlíusson upp vef sem var með fyrstu einstaklingsvefum landsins. Byrjaði fyrst sem átthagavefur m.a. til að halda til haga heimildum, sögum eða frásögnum frá fólki í Dalvíkurbyggð, jafnt búandi sem brottfluttum. M.a. efnis var Dalvíkurskjálftinn, Bakkabræður úr Svarfaðardal, Jóhann Svarfdælingur, Veðurklúbburinn og fleira
Einnig fór Júlli að halda til haga merkilegum áralöngum jólahefðum úr byggðarlaginu sem endaði í afar vinsælum Jólavef þar sem hægt var að finna nánast allt um jólin. Jólavefur Júlla var og hefur verið stærsti og vinsælasti jólavefur landsins um árabil.
Í huga þess sem þetta pikkar inn er eitthvað notalegt við þá tilhugsun að sitja við vefstól og skapa eitthvað sem gleðja mun þá sem nota. Það er þó jafn víst að pikkara skortir alla hæfileika í verkið en það má láta sig dreyma.
Á heimasíðu VMA má lesa þessa frásögn:
Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu þess efnis að félagið Líforkugarðar ehf fái tæplega 6.700 fermetra iðnaðarlóð við Dysnes. Fyrirhuguð starfsemi á lóðinni er móttaka og vinnsla dýraleifa, þ.e. fyrsti fasi líforkugarða. Félagið er í eigu allra 10 sveitarfélaganna sem standa að SSNE.
Langþráður draumur hefur ræst í hópi yngri borgara Akureyrar, en Jón Bergur Arason ýtustjóri hefur lokið við að forma nýja sleðabrekkur á Kjarnatúni í Kjarnaskógi.
Sunnudaginn 26. nóvember var haldið upp á evrópudag sjúkraliða. Við Sjúkrahúsið á Akureyri starfa um 100 sjúkraliðar í hinum ýmsu störfum. Anna Fanney er ein þeirra.
Börnin tóku virkan þátt í öllu ferlinu, allt frá því að leita sér innblásturs, skapa verkin í samstarfi við Friðrik og sýna afraksturinn á sérstakri sýningu sem Hlynur Hallsson, safnstjóri, opnaði formlega í safnfræðslurými Listasafnsins
Árangur tveggja nemenda í VMA, Orra Sigurbjörns Þorkelssonar og Víkings Þorra Sigurðssonar, í forkeppni stærðfræðikeppni framhaldsskólanna sem fór fram 3. október sl. tryggði þeim þátttökurétt í úrslitakeppninni sem fer fram síðla vetrar. Orri Sigurbjörn keppir á neðra stigi en Víkingur Þorri á efra stigi.
Í ár innritaðist metfjöldi karla í hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri og við Háskóla Íslands. Tuttugu og sex karlkyns umsækjendur sóttu um námið og innrituðust,sem þýðir að karlar eru Tæplega 8% nýnema í hjúkrunarfræði í ár. Árin 2021 og 2022 var hlutfall karla sem innrituðust í hjúkrunarfræði 4,3% og 6,3% og því er ljóst að áhugi karla á náminu er að aukast.
Stjórn Félags eldri borgara á Akureyri (EBAK) og öldungaráð Akureyrarbæjar hafa beint því til bæjaryfirvalda að komið verði á lýðheilsustyrk fyrir íbúa bæjarins 67 ára og eldri.
Markmið styrksins væri að hvetja eldri íbúa bæjarins til þátttöku í heilsueflandi íþrótta- og tómstundastarfi og auka þannig lífsgæði þeirra með bættri heilsu.
Slíkur styrkur er í dag veittur í mörgum sveitarfélögum og kemur þeim vel sem stunda hreyfingu og/eða aðra heilsueflingu. Styrkurinn verði veittur einstaklingum gegn framvísun reiknings frá þeim viðurkenndu aðilum sem veita slíka þjónustu og samið verði við.
Reglur um styrk af þessu tagi geta verið í líkingu við frístundastyrk barna og unglinga.
Fræðslu- og lýðheilsuráð fór yfir erindið en að svo búnu leggur það áherslu á að efla starfsemi Virkra efri ára sem er fjölbreytt heilsueflandi verkefni fyrir eldri borgara. Fram kemur í bókun ráðsins að erindið verði tekið upp að nýju við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2025.
Á Norðurlöndum eru til aldagamlar sagnir um konur, sem vissu lengra nefi sínu. Þær eru nefndar á ýmsan veg í fornbókmenntum okkar, en þekktastar eru tvímælalaust völvurnar. Þær nutu mikillar virðingar, enda voru þær á mörkum tveggja heima, ef þannig má að orði komast, og höfðu vitneskju um það, sem flestum öðrum var hulið.
Rannsóknir benda til, að þær íslensku hafi flestar verið öðruvísi en aðrar á hinu norræna áhrifasvæði, það er að segja búandi konur, en hinar farið um á milli bæja og þá gjarnan haft með sér fylgdarlið. Orðspor þeirra var síðra.
Fyrirtækið atNorth hefur sótt um lóð við Hlíðarvelli, sem í deiliskipulagi er merkt sem lóð B og er staðsett austan við núverandi lóð fyrirtækisins. Þar hefur fyrsti áfangi gagnavers fyrirtækisins verið tekin í notkun. Lóðin sem um ræðir er tæplega 8 þúsund fermetrar að stærð.
Hnoðri í norðri sem er sjálfstætt starfandi sviðslistahópur sem setur upp ævintýraleg tónlistarleikverk sýnir verkið Ævintýri á aðventunni í samstarfi við Handbendi á Hvammstanga 3. desember og á grunnskólasýningum Kópavogs í Salnum 4. desember. Þá verða sýningar í samstarfi við Leikfélag Akureyrar í Samkomuhúsinu helgina 9. og 10. desember.
Samningar hafa náðst milli Flugfélagsins Ernis og Vegagerðarinnar, um áframhaldandi flug til Húsavíkur næstu 3-4 mánuðina.
Búið er að opna fyrir sölu á flugi til loka febrúar, hið minnsta. Flogið verður fimm sinnum í viku. Ljóst er að full þörf er á þessum samgöngumáta inn á svæðið hvort sem er fyrir almenning, fyrirtæki, stofnanir eða ferðaþjónustu.
Flugfélagið Ernir vill koma því á framfæri að fólk getur séð flugáætlunina og jafnframt bókað sig í flug á ernir.is
Á næstu vikum og mánuðum mun svo koma í ljós hvort að þjónustustigið verði tryggt til lengri tíma.
Aðventuhátíðin Jólabærinn minn á Húsavík
Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) ásamt starfsfólki sjúkrahússins standa fyrir hátíð á Glerártorgi laugardaginn 25. nóvember nk. milli kl. 14:00 og 16:00. Slík hátíð á Glerártorgi hefur verið árviss viðburður frá stofnun hollvinasamtakanna fyrir 10 árum en féll niður 2020 og 2021 vegna COVID-faraldursins.
Gjörningur Heather Sincavage hefst kl 14.30 á laugardag, 25. nóvember í Deiglunni, en húsið verður opnað kl. 14.Gjörningurinn stendur yfir í tvær klukkustundir. Gestir eru hvattir til að koma og fylgjast með eins lengi og þeir vilja en ekki er gert ráð fyrir að þeir dvelji allan tímann. Heather er gestalistamaður Gilfélagsins í nóvember, þetta er lokasýning hennar eftir dvölina.
,,Fjólójól – er nafn á tónleikum sem við systkinin þrjú úr Fjóluhvamminum í Hafnarfirði erum að halda í fyrsta skipti. Fjóluhvammurinn er æskuheimilið okkar og þegar við fengum þessa flugu í höfuðið að halda saman tónleika í fyrsta skipti saman, þá ákváðum við að nefna tónleikana eftir því. Því við hittumst alltaf í Fjóló... ,,Verðið þið í Fjóló um jólin?” er t.d. árleg spurning.
Við systkinin höfum öll sömu grunnmenntunina í samsöng. Við tókum öll fyrstu spor okkar á tónlistarbrautinni í hinum rómaða Kór Öldutúnsskóla, sem undir stjórn Egils Friðleifssonar ferðaðist út um allan heim og var fenginn til þess að syngja í ýmsum sjónvarpsupptökum í gegn um árin, syngja inn á hljómplötur (Vísnaplöturnar, Jólagestir Björgvins, svo fátt eitt sé nefnt) og við vorum svo heppin að fá að halda áfram í kórastarfi í Flensborg, þar sem við nutum leiðsagnar þeirra Margrétar Pálmadóttur og Hrafnhildar Blomsterberg.
Þessir miklu og dásamlegu tónlistarmenn höfðu mikil áhrif á okkur og mörkuðu fyrstu spor okkar systkinanna í tónlistinni.
Svo höfum við á okkar eigin forsendum haldið áfram að syngja okkur til gagns og gamans, og öll lært söng á einhverjum tímapunkti. Ívar tók þetta lengst, alla leið, en við systurnar aðeins styttra. Sönggleðin er alltaf með okkur.
Á þessum tónleikum fáum við að njóta meðleiks píanorganistans, kórstjórans, ljósmyndarans og náttúrubarnsins úr Dölunum Eyþórs Inga Jónssonar. Hann er organisti í Akureyrarkirkju, stjórnar multi-talent-kórnum Hymnodíu og nær að fanga einstakar ljósmyndir í náttúrunni" segir fjöllistamaðurinn Ívar Helgason þegar hann var inntur eftir þvi hvað Fjólójól eiginlega væri.
Sextíu ára saga byggingarfyrirtækisins Tréverks á Dalvík er komin út í bókinni Geirneglt sem Óskar Þór Halldórsson hefur skrifað. Útgefandi er Svardælasýsl forlag. Þetta er mikil bók að vöxtum, um 300 síður í stóru broti og ríkulega myndskreytt af gömlum og nýjum myndum.
Ingibjörg Isaksen (B) er fyrsti flutningsmaður tillögu til þingsályktunar sem hún lagið fram í gær ásamt níu meðflutningsmönnum um aðgerðaáætlun til að efla Sjúkrahúsið á Akureyri.
Freyvangsleikhúsið-Bangsímon og Gríslingur í jólasveinaleit.
Höfundur og leikstjóri;Jóhanna S.Ingólfsdóttir
Verkið byggir á sögupersónum A.A.Milne en samkvæmt uppflettingum birtist Bangsímon fyrst fyrir sjónum fólks í Bretlandi á aðfangadagskvöldi 1925.
Á fjölum Freyvangs eru Bangsímon og Gríslingur komnir til Íslands í jólasveinaleit. Þeir höfðu heyrt að þeir væru þrettán, þessir heiðursmenn sem ekki vildu ónáða, allir í senn. En þeir félagar skunda af stað og á leið þeirra verði ýmsar persónur sem eru ansi áhugaverðar. Allt gengur þó upp að lokum, því það er nánast allt hægt, ef maður trúir á sig sjálfan.
Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra átelur sinnuleysi bæjaryfirvalda á Akureyri gagnvart svifryksvanda sem er verulegur og alvarlegur á Akureyri. Bæjarráð Akureyrar fjallað um bókun sem nefndin gerði vegna svifryk á fundi í morgun, tekur hana alvarlega og leggur áherslu á að brugðist sé við.
Nú í nóvember og í aðdraganda jólanna þá eykst umfang netverslana verulega. Fyrir utan hefðbundna verslun og jólaverslun þá eru nú svokallaðir nettilboðsdagar á borð við dag einhleypra, svartan föstudag og stafrænan mánudag.
Á þessum dögum koma fyrirtæki oft með freistandi tilboð og fara vinsældir þeirra sívaxandi, því hver vill ekki gera góð kaup fyrir jólin. Veltan í netverslun eykst en svo virðist sem tilraunum til netglæpa fjölgi að sama skapi.