
Taka jákvætt í ferð til Danmerkur
Bæjarráð Akureyrar hefur tekið jákvætt í erindi frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur framkvæmdastjóra SSNE varðandi áhuga sveitarfélaga á kynnisferð á vegum samtakanna til Danmerkur 4.- 7. mars 2024.
Bæjarráð Akureyrar hefur tekið jákvætt í erindi frá Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur framkvæmdastjóra SSNE varðandi áhuga sveitarfélaga á kynnisferð á vegum samtakanna til Danmerkur 4.- 7. mars 2024.
Nemendur í 1. bekk í Þelamerkurskóla fóru upp í skóg að sækja jólatré fyrir skólann. Þau komu skælbrosandi til baka og fóru að renna sér á þoturössunum á leikvellinum. Það þarf svo sannarlega ekki bratta brekku til að hafa gaman. Gleðin skein úr hverju andliti
Að vanda verður mikið um að vera í Tónlistarskólanum á Akureyri í desember og því kjörið tækifæri að komast í hátíðarskap með því að koma á einhvern af þeim fjölda jólatónleika sem verða á dagskrá
,,Skýrist af fyrirhuguðum stórum framkvæmdum á árinu á borð við hjúkrunarheimili og frístundahúsnæði,“ segir í bókun sveitarstjórnar.
Lífið í nútímanum veltur sífellt meira á utanaðkomandi þáttum. Upplýsingaflæðið umlykur allt sem við gerum hvort sem það er í vinnu, skóla eða í frítíma. Við réttlætum stöðuga nálægð og viðveru í snjalltækjum þannig að hægt sé að ná í okkur öllum stundum „það verður að vera hægt að ná í mig ef eitthvað skyldi koma upp á,“ heyrist gjarnan. Margir eru smeykir við að missa af símtali, skilaboðum, uppfærslum, viðburðum, afmælisdögum eða að láta fréttir fram hjá sér fara. Kannski er tilfinning fólks í dag sú að það þurfi alltaf að hafa svörin á reiðum höndum og vera á tánum.
Formaður Kvenfélagsins Hlínar í Grýtubakkahreppi hefur afhent forstöðumanni sundlaugarinnar á Grenivík, veglegan pakka af sundlaugarleikföngum. Með þessu vonar kvenfélagið að yngri gestir laugarinnar hafi nóg við að vera þegar þeir skella sér í sund.
KEA afhenti styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði félagsins þann 1. desember og fór styrkúthlutunin fram í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri nú síðdegis. Var þetta í 90. skipti sem veitt er úr sjóðnum. Úthlutað var tæplega 24,7 milljónum króna til 60 aðila. Styrkúthlutun tók til þriggja flokka samkvæmt reglugerð sjóðsins: Menningar- og samfélagsverkefna, Íþrótta- og æskulýðsfélaga og Ungra afreksmanna.
Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, LSS hófst með heimsókn Slökkviliðs Akureyrar í Síðuskóla á Akureyri.
Halla Björk Reynisdóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrarbæjar, og Bjarni Ingimarsson, formaður LSS ræddu um mikilvægi eldvarna fyrir öryggi heimilanna við börn í 3. bekk. Sýnd var myndin um Loga og Glóð og baráttu þeirra við Brennu-Varg auk þess sem afhent var eintak af handbók Eldvarnarbandalagsins um eldvarnir heimilisins, endurskinsborði frá Neyðarlínunni og fleira.
Sameining Fimleikafélags Akureyrar, FIMAK og Knattspyrnufélags Akureyrar, KA, var samþykkt einróma á félagsfundum beggja félaga sem haldnir voru í gærkvöldi. Sameiningarviðræður hafa staðið yfir undanfarna mánuði en Íþróttabandalag Akureyrar og Akureyrarbær hafa einnig komið að þeim viðræðum.
Tvö ný smáhýsi fyrir fólk með fjölþættan vanda voru afhent sveitarfélaginu fimmtudaginn 30. nóvember. Fyrir voru tvö smáhýsi á lóðinni við Dvergholt 2 en þau hafa verið í notkun síðan 2020.
Húsin voru byggð af SS Byggi og stóð til að afhenda þau í lok febrúar 2024 en verkinu var lokið fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir og því voru þau afhent núna, þremur mánuðum á undan áætlun.
Smáhýsin tvö eru vönduð tveggja herbergja hús, 55 m² að stærð, byggð úr krosslímdum timbureiningum og klædd að utan með álklæðningum. Við öll húsin er steypt verönd
,,Við ætlum að fagna útkomu bókar okkar Akkúrat öfugt 2 í útgáfuhófi sem verður í Eymundsson í Hafnarstrætinu í dag föstudag kl 16:30. Það er óneitnalega mikill spenningur í okkur , lika tilhlökkun en þannig fylgir víst þvi að senda frá sér bók" sagði Ásgeir Ólafsson Lie ,, Við Hildur vonumst auðvitað til þess að sjá sem flesta og hlökkum til".
Í Akkúrat öfugt 2 er sagt frá ævintýrum sögupersónunnar á afmælisdegi hennar og þeim leiðum sem valdar eru til að fagna deginum. Í gegnum bókina koma reglulega spurningar sem ætlaðar eru til þess að lesandi geti staldrað við, velt þeim fyrir sér og virkjað ímyndunaraflið. Bókin er skrifuð sem léttlestrarbók og hugsuð fyrir alla. Litríkar myndirnar henta vel fyrir yngri börn og með auknum þroska geta þau tekið sífellt meiri þátt í að setja sögupersónuna í ýmsar aðstæður.
Tvær sýningar verða opnaðar í Listasafninu á Akureyri á laugardag, 2. desember kl. 15, annars vegar sýning Sigurðar Guðjónssonar, Hulið landslag, og hins vegar sýningin Safn: Hildigunnur Birgisdóttir og verk úr safneign. Á opnunardegi kl. 15.40 verður listamannaspjall um báðar sýningar.
Sigurður Guðjónsson er þekktur fyrir magnþrungin vídeóverk, þar sem mynd, hljóð og rými mynda órofa heild. Hann beinir einkum sjónum að virkni margs konar tækjabúnaðar, þar sem áhorfandinn er lokkaður inn í heim sefjandi endurtekningar, takts og reglu og mörk hins mannlega og vélræna verða óljós.
Safn: Hildigunnur Birgisdóttir og verk úr safneign
Hin sýningin varð til þannig að safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, Hlynur Hallsson, leitaði til Jóns B. K. Ransu, sýningarstjóra, um að setja saman sýningu úr safneigninni, sem þá leitaði til myndlistarkonunnar Hildigunnar Birgisdóttur til að vinna sjónrænt með safneignina – í raun eins og að um hvert annað hráefni væri að ræða. Hildigunnur er þekkt fyrir að nota söfnun og skrásetningu sem hluta af listsköpunarferlinu.
„Þetta er stór áfangi og gleðilegur,“ segir Hörður Hafliði Tryggvason fagstjóri hita- og vatnsveitu hjá Norðurorku en stóru verkefni sem staðið hefur yfir undanfarin ár við gerð Hjalteyrarlagnar, aðveituæðar milli Akureyrar og Hjalteyrar, er að ljúka nú í vikunni. Kostnaður við verkið nemur ríflega tveimur milljörðum króna.
Lokun rýma á hjúkrunarheimilinu Hlíð hefur haft mikil áhrif á starfsemi Sjúkrahússins á Akureyri og aukið kostnað.
Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að unnið verði að gerð þjónustusamnings við Minjasafnið á Akureyri um rekstur Iðnaðarsafnsins næstu þrjú árin.
Nú stendur til að breyta til í sorpmálum á landsvísu. Allir íbúar landsins verða skikkaðir til að fá tvær tvöfaldar tunnur við heimili sín til að flokka. Almennt sorp, lífrænt, pappír og plast. Þar sem ég hef unnið í 23 ár við sorphirðu á Akureyri og nærsveitum og geri enn hef ég nokkrar athugasemdir.
Nýr samstarfssamningur Akureyrarbæjar og Grófarinnar geðræktar um þjónustu Grófarinnar á Akureyri hefur verið undirritaður. Markmið hans er að efla Grófina sem geðræktarmiðstöð og að auka tengsl og samvinnu Grófarinnar við þá aðila innan bæjarfélagsins sem vinna með fólki sem glímir við geðraskanir.
Einar Skúlason ætlar að ganga gömlu póstleiðina frá Seyðisfirði til Akureyrar með jólakort og jólakveðjur til fólks og fyrirtækja á Akureyri í farteskinu. Gönguna leggur hann á sig til styrktar Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis. Stefnir Einar á að hefja gönguna á Seyðisfirði 4. desember næstkomandi.
Árlegur jólamarkaður Skógarlundar verður haldinn föstudaginn 1. desember kl. 9-17 og laugardaginn 2. desember frá kl. 11-14.
Til sölu eru fjölbreyttar vörur og listaverk sem búin eru til í Skógarlundi. Verkin eru unnin úr leir, tré, gleri en sem dæmi eru til sölu vegglistaverk, gjafakort sem máluð eru með augunum, blómapottar, jólasveinar, jólatré og margt fleira.
Fjárfestahátíð Norðanáttar haldin í þriðja sinn
„Við erum alveg í skýjunum, þetta er virkilega ánægjulegt. Auðvitað veit maður aldrei hvað framtíðin ber í skauti sér, en ég er nokkuð viss um að þetta sumar fer í sögubækurnar,“ segir Haraldur Þór Egilsson safnstjóri á Minjasafninu á Akureyri en aðsókn að safninu hefur aldrei verið meiri en nú í ár. Alls hafa um 62 þúsund manns heimsótt safnið það sem af er árs og desembermánuður allur eftir. Þetta er mun meiri aðsókn en var á liðnu ári, þegar tæplega 50 þúsund manns litu við á safninu. Það ár var met sett í aðsókn en greinilegt að það stóð ekki lengi
Ingólfur Sverrisson sem er lesendum Vikublaðsins bæði í blaði og á vef að góðu kunnur sendi frá sér á dögunum bókina Höfuðdagur. Um er að ræða frásögn Ingólfs af uppvaxtarárum móður han sem sex ára gömul hafði misst báða foreldra sína og var í kjölfar þess komið fyrir hjá vandalausum á Stokkseyri. Þetta gerðist fyrir tæpum hundrað árum, og er erfitt að gera sér í hugarlund hvernig sex ára barni leið í kjölfar þessa.
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis (KAON) kom færandi hendi á dögunum og afhenti lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri svokallaðar verkjadýnur. Þær eru sérstaklega hannaðar fyrir sjúklinga með verki en reynast einnig vel sem legusáravörn.
Háskólaráð Háskólans á Akureyri auglýsti embætti rektors laust til umsóknar fyrr í haust. Umsóknarfrestur rann út 23. nóvember. Ráðið verður í embættið til fimm ára og er upphaf starfstíma 1. júlí 2024. Eftirtaldir aðilar sóttu um:
Háskólaráð Háskólans á Akureyri tilnefnir rektor í samræmi við 8. gr. laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og 10. gr. reglna fyrir Háskólann á Akureyri nr. 694/2022 og starfar rektor í umboði háskólaráðs. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skipar rektor til fimm ára samkvæmt tilnefningu háskólaráðs. Á næstu dögum mun Háskólaráð tilnefna þrjá fulltrúa í valnefnd til að meta hæfi umsækjenda.
Yfirbygging Töfrateppisins í Hlíðarfjalli skemmdist talsvert í miklum vindhviðum aðfararnótt þriðjudagsins 21. nóvember.
Hverfisráð Grímseyjar hefur óskað eftir því að áætlun ferjunnar Sæfara verði endurskoðuð og þá með hagmuni helstu atvinnuvega eyjarinnar; ferðaþjónustu og sjávarútvegs í huga. Stopp ferjunnar var rætt á fundi ráðsins á dögunum.
Nýr nemendahópur hóf nám í múraraiðn við VMA á haustönn, en hún er undir hatti byggingadeildar skólans. Tíu nemendur eru í þessum þriðja námshópi sem Bjarni Bjarnason múrarameistari hefur fylgt í gegnum námið frá árinu 2015.