
Skógarböðin Um 180 þúsund gestir alls staðar að úr heiminum
„Við erum mjög þakklát fyrir þessa viðurkenningu, þetta er mikið hrós til allra þeirra sem koma að Skógarböðunum. Við erum einstaklega heppin með það starfsfólk sem vinnur hjá okkur en það hafa allir lagst á eitt við að gera upplifun viðskiptavina eins góða og hún getur verið.,“ segir Kjartan Sigurðsson framkvæmdastjóri Skógarbaðanna en fyrirtækið hlaut viðurkenninguna Sproti ársins á uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi.