Fréttir

Skógarböðin Um 180 þúsund gestir alls staðar að úr heiminum

„Við erum mjög þakklát fyrir þessa viðurkenningu, þetta er mikið hrós til allra þeirra sem koma að Skógarböðunum. Við erum einstaklega heppin með það starfsfólk sem vinnur hjá okkur en það hafa allir lagst á eitt við að gera upplifun viðskiptavina eins góða og hún getur verið.,“ segir Kjartan Sigurðsson framkvæmdastjóri Skógarbaðanna en fyrirtækið hlaut viðurkenninguna Sproti ársins á uppskeruhátíð ferðaþjónustunnar á Norðurlandi.

Lesa meira

SAk Forval vegna hönnunar nýrrar legudeildar

Nýr Landspítali, NLSH hefur óskað eftir umsóknum um þátttökurétt í lokuðu útboði á hönnun nýs húsnæði legudeildar fyrir Sjúkrahúsið á Akureyri. Verkefnið felur í sér hönnun á 9.200  m2 nýbyggingu sem staðsett verður sunnan við núverandi byggingar á lóð SAk  og því húsnæði. Nýbyggingin mun fara yfir bílastæði sem eru sunnan sjúkrahúsbygginganna og því þarf að færa þau auk þess sem einnig þarf að fjölga bílastæðum.

Huga þarf að ytri aðkomu, heildarskipulagi og að nýting bygginga falli að mögulegri framtíðarstækkun.

Markmið með útboðsferli er að velja hæfan umsækjenda sem tekur að sér skipulag á heildarsvæði SAk.

Lesa meira

Ferðavefurinn Lonely Planet mælir með Hrísey

Um síðastliðna helgi birti ferðavef­ur Lonley Pla­net grein um þrjá staði sem mælt er með að heim­sækja á Íslandi fyr­ir ferðalanga sem vilja ferðast eins og heima­menn. Greinina skrifuðu þrír ferðasérfræðingar sem hver um sig völdu einn stað sem þeir mæltu með, Hrísey, Ásbyrgi og Neskaupsstað. Carolyn Bain, ferðabóka­höf­und­ur, valdi Hrís­ey sem er í Eyjafirðinum.

Lesa meira

Ferjusamgöngur ekki í góðu horfi. Grímseyjarferja biluð og samningur um Hríseyjarferju rennur út um áramót.

Grímseyjarferjan Sæfari er biluð og fer í slipp á næstu dögum. Tímabundinn samningur um rekstur Hríseyjarferjunnar rennur út um áramót. Bæjarráð Akureyrar fjallaði um ferjusamgöngur við Grímsey og Hrísey og lýsti yfir áhyggjum af samgöngumálum eyjanna.

Lesa meira

Launamunur kynjanna 0,6% konum í vil í Norðurþingi

Jafnlaunastefna Norðurþings var samþykkt þann 28. september 2023 í Sveitarstjórn Norðurþings en meginmarkið hennar er að allar launákvarðanir skulu vera gegnsæjar, málefnalegar, skjalfestar og rekjanlegar.

Lesa meira

Velta í landbúnaði á svæðinu allt að 40 milljarðar króna

Landbúnaður er mjög stór og mikilvæg atvinnugrein í Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu en á því svæði eru rúmlega 120 kúabú. Áætla má að velta landbúnaðarins á þessu sama svæði sé á milli 30 og 40 milljarðar króna þegar allt er tekið, þ.e. velta bænda í öllum greinum og afurðastöðvanna. Þetta kom fram á fjölmennum fundi sem Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður XD í Norðausturkjördæmi boðaði til, en um 100 manns mætt til fundarins.

 

 

Lesa meira

Greiðar og öruggar samgöngur allt árið um kring, hvernig hljómar það?

      Víða um land valda stuttir vegkaflar íbúum óþarfa fyrirhöfn og armæðu á ferð þeirra um landið. Þar gildir einu hvort ferðinni er heitið á höfuðborgarsvæðið í leit að þjónustu eða yfir í næsta fjörð til að heimsækja Siggu frænku, vetrarfærð og válynd veður eru þess valdandi að veggöng eru beinlínis eina færa leiðin til að tryggja greiðar og öruggar samgöngur. Þetta á sérstaklega við á Tröllaskaga, Austfjörðum og Vestfjörðum þar sem iðulega er torfært á milli byggða stóran hluta ársins enda eru sextán þeirra átján jarðgangna 

Lesa meira

Snjóflóð hafa fallið í Hlíðarfjalli

Varað hefur verið við mikilli snjóflóðahættu við Hlíðarfjall á Akureyri næstu daga

Lesa meira

Sameining framhaldsskóla sett á ís

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, hefur látið af áformum um að sameina átta framhaldsskóla í fjóra.

Lesa meira

Frost hannaði og setti upp nýtt frystikerfi í landvinnslu Þorbjörns hf. í Grindavík

Í lok október lauk Kælismiðjan Frost við uppsetningu og frágang á frystikerfi í bolfiksvinnslu sjávarútvegsfyrirtækisins Þorbjörns hf. í Grindavík. Með nýja kerfinu segir Jóhann Vignir Gunnarsson, sem hefur framleiðslu- og markaðsmál Þorbjörns hf. á sinni könnu, að opnist ýmsir nýir möguleikar fyrir fyrirtækið í framleiðslu og markaðssetningu sjávarafurða.

Lesa meira

Heimsókn á Iðnaðarsafnið frá Færeyjum

Í tengslum við Stelludaginn í s.l viku komu gestir  til bæjarins  frá Færeyjum og gerðu þeim víðreist  um bæinn skoðuðu m.a  Iðnaðarsafnið undir leiðsögn  Sigfúsar Ólafs Helgasonar safnsstjóra.

Lesa meira

Óæskilegt að greiða arð út úr félagi í uppbyggingarfasa sem fjármagnar sig með lántöku og hækkandi verðskrá

„Eyjafjarðarsveit hefur til fjölda ára bent stjórn Norðurorku á að sveitarfélagið telji óæskilegt að greiða arð út úr félaginu á meðan það er í viðamiklum uppbyggingarfasa sem þarf að fjármagna með lántöku og hækkandi verðskrám,“ segir í bókun sveitarstjórnar Eyjafjarðarsveitar.

Lesa meira

Munum grænu trektina þegar þar að kemur

Fólk er  líklega farið að velta fyrir sér laufabrauðsgerð enda styttist í jólin takk fyrir takk.  Norðurorka er með ágætis áminningu á heimasíðu fyrirtækisins.

Lesa meira

Kynningarfundur um líforkuver í Hörgársveit

Velheppnaður íbúafundur var haldinn í íþróttahúsinu á Þelamörk. fimmtudaginn 2. nóvember. Á fundinum var íbúum sveitarfélagsins Hörgársveitar kynntar hugmyndir um uppbyggingu líforkuvers á Dysnesi. Fundurinn var vel sóttur, en um 70 manns hlýddu á Vigfús Björnsson skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins, Kristínu Helgu Schiöth verkefnastjóra líforkuvers hjá SSNE, og Karl Karlsson ráðgjafa verkefnisins. 

Lesa meira

dansmyndahátíðin Boreal í fjórða sinn

Fjórða útgáfa dansmyndahátíðarinnar Boreal fer fram 10. - 23. nóvember 2023. Hátíðin leggur undir sig hið alræmda Listagil á Akureyri þessar tæpu tvær vikur og fara sýningar fram í Listasafninu á Akureyri, Deiglunni og Mjólkurbúðinni.

Lesa meira

Sjómenn Samherja og ÚA taka þátt í rannsókn á einkennum sjóveiki

Sjómenn á togurum Samherja og Útgerðarfélags Akureyringa taka þátt í viðamikilli rannsókn Hreyfivísindaseturs Háskólans í Reykjavík og Háskóla Íslands á einkennum hreyfiveiki.

Fullkominn hátæknibúnaður til rannsókna á sjóveiki og annarri hreyfiveiki var fluttur til Akureyrar í tengslum við þátttöku sjómannanna.
Með sýndarveruleikatækni framkallar búnaðurinn hreyfingar sem eru svo raunverulegar að þátttakendur finna fyrir hreyfiveiki, eins og sjó- eða bílveiki.

Lesa meira

Þriðjudagsfyrirlestur: Kristín Elva Rögnvaldsdóttir – Að skapa list fyrir og eftir ME greiningu

Þriðjudaginn 7. nóvember kl. 17-17.40 heldur Kristín Elva Rögnvaldsdóttir, myndlistarkona, Þriðjudagsfyrirlestur í Ketilhúsinu undir yfirskriftinni Að skapa list fyrir og eftir ME greiningu. Í fyrirlestrinum mun hún fjalla um reynslu sína af listsköpun með og án vitneskju um að vera haldin taugasjúkdómnum ME. Eitt af helstu einkennum ME er yfirþyrmandi þreyta, oft í kjölfar andlegrar eða líkamlegrar áreynslu. Þegar Kristín Elva stundaði myndlistarnám var hennar stærsta hindrun öll þau ólíku einkenni sem eru í sjúkdómnum. Í dag notar hún listsköpunina til þess að milda einkenni sjúkdómsins.

Lesa meira

Bæjarráð styrkir kaup á hörpu

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að veita Sinfóníuhljómsveit Norðurlands afmælisstyrk upp á eina  og hálfa milljón króna til kaupa á nýrri hörpu. Harpan mun bæði nýtast í tónleikahald og til kennslu.

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands fagnaði 30 ára afmæli fyrr í vikunni og var haldið upp á áfangann með því að flytja Óðinn til gleðinnar, 9. sinfóníu Beethovens í Hofi á sunnudag. Kaupin á hörpunni eru liður í því að minnast tímamótanna. Fram kemur hjá bæjarráði að Sinfóníuhljómveit Norðurlands sé og hafi verið eitt af flaggskipum menningarlífs á Norðurlandi.

 

Lesa meira

Gjaldfrjálsir leikskólar?

Þið gerðuð ykkur öll grein fyrir að gjaldfrjáls leikskóli á Akureyri þýðir allt að 21% hækkun á leikskólagjöldum 85,2% fjölskyldna í bænum. Er það ekki annars? Söguleg stund átti sér stað á þriðjudaginn síðastliðinn í bæjarstjórn Akureyrarbæjar. Meirihlutinn ákvað þar að gera leikskóla bæjarins „gjaldfrjálsa“ með framangreindum afleiðingum frá og með næstu mánaðarmótum. Skoðum aðeins hvað þetta þýðir í raun og veru.

Lesa meira

Flóra fær verkefnastyrk

Flóra, Menningarhús á Sigurhæðum á Akureyri hlaut verkefnastyrk úr jafnréttissjóði Forsætisráðuneytisins að upphæð 1,5 milljónir króna.

Lesa meira

Forsetinn hittir Gellur á Akureyri

Myndlistarhópurinn Gellur sem mála í bílskúr varð til á námskeiðinu „Fræðsla í formi og lit“ hjá Bryndísi Arnardóttur, Billu, myndlistarkonu á Akureyri sem lést árið 2022, langt fyrir aldur fram.

Lesa meira

Enn um skipulagsmál

Mér hefur orðið tíðrætt um skipulagsmál hér á Akureyri og hefur áhugi minn beinst helst að því að ég er ekki sáttur við mikla háhýsabyggð, sem mér hefur fundist stundum óþörf og illa ígrunduð hvað staðsetningu varðar t.d. þegar um er að ræða 7-8 hæða blokkir.

Lesa meira

Fiskidagurinn mikli: Úti er ævintýri

Fiskidagurinn mikli á Dalvík heyrir sögunni til. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Stjórn samnefnds félags, sem stofnað var árið 2005 til að halda utan um samkomuhaldið, sendi frá sér.

Lesa meira

Byggir á gömlu góðu gildunum úr æsku sinni

Sögin ehf.  í Reykjahverfi hlaut á dögunum viðurkenningu frá Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki árið 2023. Þetta er sjötta árið í röð sem fyrirtækið fær þessa nafnbót.

Lesa meira

Bregðast þarf við alvarlegri stöðu

Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar lýsir þungum áhyggjum yfir stöðu bænda og íslensks landbúnaðar og hvetur stjórnvöld til að bregðast strax við alvarlegri stöðu.

Gríðarlegar kostnaðarhækkanir á aðföngum og íþyngjandi vaxtakostnaður hefur gert það að verkum að afkomubrestur er í flestum greinum landbúnaðar segir í ályktun frá sveitarstjórn.
„Landbúnaður er ein af undirstöðuatvinnugreinum í sveitarfélaginu og er mikilvægt að matvælaframleiðslu séu skapaðar öruggar rekstraraðstæður til framtíðar.“

Mikil sóknarfæri eru í íslenskri matvælaframleiðslu hvort sem litið er til garðyrkju, kornræktar eða hefðbundins búskapar enda skiptir innlend matvælaframleiðsla miklu máli þegar kemur að fæðuöryggi þjóðarinnar ásamt því að vera ein af grunnstoðum búsetu í dreifðum byggðum.

Þar skiptir nýliðun í greininni höfuðmáli enda meðalaldur bænda hár, því skiptir höfuðmáli að bæta rekstrarskilyrði búa, afkomu bænda, viðunandi starfskilyrði og að fjármögnun vegna kaupa á búum sé hreinlega gerleg fyrir fólk sem vill stunda matvælaframleiðslu.

Lesa meira

Bærinn að hrekja okkur burtu af svæðinu

„Þetta mál er allt hið furðulegasta, vægast sagt, en við eigum eftir að bregðast við síðustu bókun skipulagsráðs,“ segir Hólmgeir Karlsson framkvæmdastjóri Bústólpa. Skipulagsráð Akureyrarbæjar fjallað um lóðina við Norðurtanga 7 og 9 á fundi sínum nýverið, en fyrir liggur að bæði Slippurinn Akureyri ehf. og Bústólpi ehf hafa óskað eftir sama svæði við Norðurtanga fyrir framtíðaruppbyggingu.

Lesa meira

Fjörtíu ár frá fyrsta stígnum

Stígar í skógarskjóli eru afar mikilvægt lýðheilsuverkfæri og verðmæt skógarafurð. Í haust hefur grisjunarfólk Skógræktarfélags Eyfirðinga unnið markvisst að því að breikka stíga í Kjarnaskógi svo snjótroðarinn nýi eigi greiðari leið þar um til hagsbóta fyrir göngu- og skíðaunnendur á komandi vetri.

Lesa meira