Vetrarveður setti strik í reikning skemmtiferðaskipa- ekki sú skemmtisigling sem til stóð

Vetrarveðrið sem skall yfir í liðinni  viku setti strik í reikninginn. Myndina tók María og hún er á…
Vetrarveðrið sem skall yfir í liðinni viku setti strik í reikninginn. Myndina tók María og hún er á vefsíðu Akureyrarbæjar, tekin í ágætu veðri í fyrrasumar.

Miklar breytingar urðu á komum og brottförum skemmtiferðaskipa til Akureyrar  í liðinni viku, mörg skipanna þurftu að breyta ferðum sínum og sleppa Hrísey og Grímsey, ásamt því að ílengjast við bryggju á Akureyri.

 Færa þurfti einhverja togara á milli staða í höfninni, þar sem vindurinn var svo mikill að litlu mátti muna að illa færi. Sem betur fer urðu engin slys á fólki né skipum segir í færslu frá Hafnasamlagi Norðurlands.

 Starfsmenn, m.a. þeir sem binda skipin við bryggju við komu og sleppa þeim við brottför komust oft í hann krappann við störf sín þó allt hafi sloppið vel til. Oft breytist vindátt hratt á bryggjunum þegar stóru skipin leggja að og aðstæður verða krefjandi.

 

Flestir verulega veikir um borð

 Þegar hafnsögumenn fóru um borð í lóðs í liðinni viku, fengu þeir fregnir af því að um borð í sumum skemmtiferðaskipunum, urðu flestir (bæði farþegar og áhöfn) verulega veikir vegna öldugangs. Í einhverjum tilfella höfðu starfsmenn skipanna keppst við að halda einum af fjölmörgum veitingastöðum sínum gangandi, ástandið var svo hrikalegt. „Farþegarnir hafa því hvorki fengið þá skemmtisiglingu, né það sumarveður á Akureyri sem þeir bjuggust við,“  segir enn fremur og að vonandi fái farþegar tækifæri til að koma aftur til Akureyrar þegar betur viðrar.

 Í dag, 10 júní verða þrjú skip á Akureyri og gestir hátt í 6.500 talsins. Viðmið sem sett hefur verið fyrir fjölda gesta til Akureyrar er 5 - 7 þúsund manns á dag. Þetta verður því annasamur dagu. Skipin eru Hebridean Sk, , Caribbean Princess og Norwegian Prima.

 


Athugasemdir

Nýjast