Mikil uppbygging á félagssvæði Þórs í pípunum

Yfirlitsmynd af svæði Þórs við Hamar      Mynd  Thorsport.is
Yfirlitsmynd af svæði Þórs við Hamar Mynd Thorsport.is

Eins fram hefur komið á vef Vikublaðsins héldu Þórsarar  afmælisboð í tilefni 109 ára afmælis félagsins s.l fimmtudag.   Í frásögn af samsætinu segir á heimasíðu Þórs að Nói Björnsson formaður félagsins hafi ávarpað samkomuna og er óhætt að segja að ræða hans hafi heldur betur boðað miklar breytingar á félagssvæði Þórs á næstu árum.  

Hér fer á eftir bein tilvitnun í orð Nóa fengin af áður nefndri heimasíðu:

,,Mig langar að upplýsa ykkur í stuttu máli um þær framkvæmdir sem eru að fara í gang á svæðinu á næstu vikum. Frekari umræður um verkefnin fara fram á félagsfundi sem við stefnum á að halda í þessum mánuði. Nákvæm tímasetning liggur samt ekki alveg fyrir”  sagði Nói og hélt svo áfram.

,,1: Gervigras á Ásinn 11/2 völlur, verður líklega samþykkt í bæjarkerfinu í næstu viku

2024 Framkvæmdaplan:   Stoðveggur settur norðan við svæðið, milli stígsins/grassv. og Bogans. Náum að lengja svæðið okkar um 10-15m þannig. Jarðvegsskipti á Ásnum. Ljós verða sett upp ?

2; 2025: Gervigras, lagt á á vordögum. Undirstöður fyrir stúku steyptar

3: 2026: Frágangur, stúka, okkar verkefni

Hitt verkefnið okkar....

Íþróttahús , hugmynd að húsið nái frá stúku og c.a. að norðurhorni Hamars og teygist uppá Lundinn. Leyfi komið fyrir að teikna upp hús sem verður c.a. 54 X 90

4: 2026

Gerum ráð fyrir að grunnurinn verði tekinn fyrir húsinu vorið 2026. þ.e. fyrir kosningar.

 Svona lítur þetta í stórum dráttum og óska ég eftir að allir okkar félagsmenn hvar sem þeir standa í pólitík vinni að því að halda þessum meirihluta saman fram að næstu kosningum í það minnsta, við höfum aldrei komist svona nálægt því að fá Íþróttahús byggt á svæðinu” sagði Nói Björnsson formaður Þórs í ræðu sinni.

 

 


Athugasemdir

Nýjast