Á myndinni má sjá teppi sem systur gerðu saman í minningu Jóhönnu og gáfu í húsnæði minningarsjóðs heimahlynningar við Götu sólarinnar við Kjarnaskóg.
Mynd SAk
Klúbbsystur úr úr Soroptimistaklúbbi Austurlands færandi hendi til Heimahlynningar Sjúkrahússins á Akureyri á dögunum. Þær færðu heimahlynningu SAk 300.000 krónur í minningu Jóhönnu Ingibjargar Sigmarsdóttur heiðursfélaga í klúbbnum.
Fjölmenni kynnti sér starfsemi Silfurstjörnunnar, laxeldisstöðvar Samherja fiskeldis í Öxarfirði sl. föstudag. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á stöðinni á undanförnum þremur árum og er framkvæmdum í meginatriðum lokið.
Um 450 manns tóku þátt í útifundi með yfirskriftinni Þjóð gegn þjóðarmorði sem haldinn var á Ráðhústorgi á Akureyri um liðna helgi. Slíkir fundir voru haldnir samtímis á 6 stöðum á landinu.
Rekstrarstöðvun PCC á Bakka hefur víðtæk áhrif í samfélaginu á Húsavík og nágrenni. Starfsfólk hefur misst vinnu og eru margir að meta sína stöðu. Ætla má að a.m.k. 20-30 verktakar, iðnaðarmenn og þjónustufyrirtæki verði fyrir beinum áhrifum vegna minni umsvifa. Sveitasjóður og Hafnasjóður Norðurþings verða fyrir miklum fjárhagslegum áhrifum og þarf að horfa til þess við fjáhagsáætlanagerð nú í haust.
Samtök iðnaðarins og Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra boða til opins hádegisverðarfundar í Hofi á Akureyri þriðjudaginn 9. september kl. 12-13 þar sem kastljósinu verður beint að atvinnumálum og innviðauppbyggingu.
Mikið líf og fjör var í Háskólanum á Akureyri í síðustu viku þegar Nýnemadagar fóru fram. „Við tókum á móti nýnemum í grunnnámi en um er að ræða stærsta hóp nýnema frá upphafi eða um 1500 talsins. Þátttakan var mjög góð í ár og það var frábært að fylgjast með nýnemunum taka virkan þátt í dagskránni sem við bjóðum upp á,“ segir Sólveig María Árnadóttir sem heldur utan um skipulagningu og framkvæmd Nýnemadaga.
Þrjátíu starfsmönnum PCC BakkiSilicon hf. á Húsavík var sagt upp störfum um nýliðin mánaðmót vegna rekstrarstöðvunar og vaxandi óvissu í rekstrarumhverfi fyrirtækisins. Fyrr í sumar var 80 manns sagt upp störfum. Staðan er sú núna að 18 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu.
Framkvæmdir standa nú yfir fremst á Glerárdal en styrkur fékkst úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að bæta aðgengi og merkingar í dalnum. Ráðist verður í stígagerð um dalinn og lagfæringu á bílastæðinu við enda Súluvegar.
Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, var meðal framsögumanna á Haustráðstefnu Advania í Reykjavík í gær. Þar fjallaði hún um þau gríðarlegu áhrif sem uppbygging gagnavers atNorth á Akureyri og fjárfestingar þess hafa haft í för með sér fyrir samfélagið.