Á myndinni má sjá teppi sem systur gerðu saman í minningu Jóhönnu og gáfu í húsnæði minningarsjóðs heimahlynningar við Götu sólarinnar við Kjarnaskóg.
Mynd SAk
Klúbbsystur úr úr Soroptimistaklúbbi Austurlands færandi hendi til Heimahlynningar Sjúkrahússins á Akureyri á dögunum. Þær færðu heimahlynningu SAk 300.000 krónur í minningu Jóhönnu Ingibjargar Sigmarsdóttur heiðursfélaga í klúbbnum.
Vetrarstarfsemi STÚA starfsmannafélags Útgerðarfélags Akureyringa og Fjörfisks starfsmannafélags Samherja á Dalvík hófst um helgina með veglegum matarhátíðum.
Talsverð aukning er í komum sundlaugargesta í Glerárlaug. Gísli Rúnar forstöðumaður Sundlauga Akureyrar segir sem dæmi að um 20% fleiri hafi sótt laugina heim í júní mánuði í sumar miðað við sama mánuð í fyrra.
Þriðjudaginn 14. október kl. 16.15 heldur kanadíski myndlistarmaðurinn Pierre Leichner Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri undir yfirskriftinni Outsider Arts and Arts Outside. Aðgangur er ókeypis.
Fordómar eru stórt orð. Öll erum við haldin þeim að einhverju leyti þó fæst viljum við viðurkenna það. Ég hef reynt að uppræta mína og að einhverju leyti hefur mér tekist það en það er langt í land. Leið mín til upprætingar er að reyna að kynna mér málin betur.
Það má segja að þjóðhátíðardagur Íslendinga hafi með nýlegri útgáfu bókarinnar Dagur þjóðar eignast sinn eigin sagnfræðing, Pál Björnsson, prófessor í nútímafræði og sagnfræði við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri. Þar fjallar hann á nýstárlegan hátt um hvernig 17. júní varð að þjóðhátíðardegi Íslendinga – löngu áður en það var ákveðið með lögum.
Tveimur nýjum bekkjum hefur verið komið fyrir í Hrísey, báðir voru þeir gefnir til minningar um horfna samferðarmenn. Annar er til minningar um Guðrúnu Sigríði Jóhannesdóttur Blöndal og Áslaug Jóhannesson og hinn um sr. Huldu Hrönn M. Helgadóttur.
Leikskólinn Iðavöllur hefur hlotið tilnefningu til Íslensku menntaverðlaunanna í flokki framúrskarandi menntastofnana fyrir ötult, fjölbreytt og faglegt þróunarstarf, frumkvæði og metnað.