Góð gjöf til SAk
09. júní, 2024 - 14:03
Margrét Þóra Þórsdóttir gunnar@vikubladid.is
Á myndinni má sjá teppi sem systur gerðu saman í minningu Jóhönnu og gáfu í húsnæði minningarsjóðs heimahlynningar við Götu sólarinnar við Kjarnaskóg.
Mynd SAk
Klúbbsystur úr úr Soroptimistaklúbbi Austurlands færandi hendi til Heimahlynningar Sjúkrahússins á Akureyri á dögunum. Þær færðu heimahlynningu SAk 300.000 krónur í minningu Jóhönnu Ingibjargar Sigmarsdóttur heiðursfélaga í klúbbnum.
Nýjast
-
Ertu með lausa skrúfu?
- 09.10
Það eru notendur Grófarinnar Geðræktar á Akureyri sem standa að baki Lausu Skrúfunni og er það eitt valdeflandi nýsköpunarverkefna sem þar er unnið. -
Golfklúbbur Akureyrar - Framkvæmdir í fullum gangi
- 09.10
Miklar framkvæmdir hafa verið í byggingu nýrrar inniaðstöðu Golfklúbbs Akureyrar, síðastliðinn vetur var kjallari byggður en smá hlé var gert yfir sumarmánuðina vegna hita og svo var aftur hafist handa í ágústmánuði við reisingu stálgrindar. Stálgrindin reis hratt og ekki hægði á þegar yleiningarnar fóru hver af annarri að hlaðast upp. Nú í dag þegar þetta er skrifað er búið að loka húsinu með yleiningum og flestir gluggar komnir í einnig. Fyrr í vikunni var svo hafist handa við millibygginguna sem tengir golfskálann við nýju bygginguna. -
Háskólinn á Akureyri hjartar samvinnu
- 09.10
Menntaviðburðurinn Utís fór fram á d0gunum og var að öllu leyti á netinu. Utís er ráðstefna sem Ingvi Hrannar Ómarsson á veg og vanda af og er fyrir kennara, stjórnendur og starfsfólk á öllum skólastigum. Í ár var ráðstefnan send út frá Kennslu- og upplýsingatæknimiðstöð Háskólans á Akureyri (KHA), þar sem má finna framúrskarandi aðstöðu til upptöku og útsendingar. Því var upplagt að geta notað aðstöðuna í ráðstefnu sem lýtur að framþróun í kennslu. -
Hlutleysi í NATO – Íslenskar varnir
- 08.10
Er hægt að tilheyra NATO en samtímis lýsa sig hlutlausa þjóð? Stutta svarið er nei! NATO (Atlantshafsbandalagið) var stofnað 4. apríl 1949 og er Ísland eitt af tólf stofnríkjum þess. Í dag eru aðildarríkin 32 talsins. Þar utan við eru samstarfsríki og samstarfsþjóðir NATO fjölmargar víðsvegar um heiminn og starfað er náið með fjölda alþjóðastofnanna. NATO er varnarbandalag ríkja í N-Ameríku og Evrópu og fylgir staðfastlega þeirri grundvallareglu að árás á eitt eða fleiri aðildarríki skuli túlka sem árás á þau öll, eins og segir í 5. grein Atlantshafssáttmálans (Washington-sáttmálinn). Þessi réttur er svo viðurkenndur í 51. grein sáttmála Sameinuðu þjóðanna. -
Norður Hjálp útdeildi styrkjum að andvirði tæpra tveggja milljóna króna í september s.l.
- 08.10
Norður-Hjálp birtir á Facebook vegg þeirra í kvöld frétt um styrki þá sem þau gátu útdeilt i s.l.mánuði og er óhætt að segja að þar sé vel unnið. Í umræddri kemur eftirfarandi fram.: -
Jöfn tækifæri til menntunar
- 08.10
Menntun er einn af hornsteinum samfélagsins og okkar hlutverk er meðal annars að jafna stöðu einstaklinga til náms óháð búsetu. Þannig styrkjum við enn frekar tækifæri, velferð og lífsgæði fólks í heimabyggð og tækifæri til áframhaldandi búsetu. -
Góð gjöf til Verkmenntaskólans
- 08.10
Árni Björnsson, stöðvarstjóri gagnaversfyrirtækisins atNorth á Akureyri, kom ásamt sínu fólki færandi hendi í VMA sl. föstudag og færði skólanum/rafiðnbraut að gjöf fullkomna stýritöflu sem m.a. mun nýtast sérstaklega vel í kennslu nemenda á fimmtu önn í rafvirkjun í áfanganum Rökrásir. Gjöfinni veittu viðtöku Sigríður Huld Jónsdóttir skólameistari VMA, Haukur Eiríksson brautarstjóri rafiðnbrautar skólans og kennarar við rafiðnbrautina. -
Þingmenn Norðausturkjördæmis í heimsókn á SAk.
- 08.10
Þingmenn Norðausturkjördæmis komu á opinn fund starfsfólks SAk í kjördæmaviku Alþingis í síðustu viku. Þar fengu þeir kynningu á rekstrarstöðu SAk og fjárlögum til sjúkrahússins 2025. Þá var hlutverk SAk sem kennslu- og varasjúkrahús rætt og greinagóð kynning á nýbyggingu við SAk. „Það er okkur afar mikilvægt að halda uppi góðum og tíðum samtölum við þingmennina okkar og það hef ég haft í gegnum tíðina. Þau eru mjög vel upplýst um erfiða fjárhagsstöðu sjúkrahússins en gera sér einnig grein fyrir því – eins og við – hversu mikilvægur hornsteinn sjúkrahúsið er fyrir landið allt,“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir forstjóri SAk. Hagræðingar í heilbrigðiskerfinu Það spunnust áhugaverðar umræður um hvernig væri hægt að hagræða í heilbrigðiskerfinu og auka hlut SAk til að létta á álagi á Landsspítala. „Það gleymist stundum að líta á heilbrigðiskerfið í heild sinni og að Sjúkrahúsið á Akureyri geti létt undir með Landspítala að einhverju leyti. Með betra aðgengi að sérfræðingum á svæðinu þurfum við að senda færri suður í meðferðir eða aðgerðir,“ segir Hildigunnur. Tíðar ferðir til Reykjavíkur til að sækja meðferðir Dr. Ragnheiður Harpa Arnardóttir, dósent við HA, sjúkraþjálfari á SAk og sérfræðingur í lungnasjúkraþjálfun steig fram á fundinum og ræddi mikilvægi þess að lungnasjúklingar fái þjónustu í heimabyggð þar sem þessi hópur ætti enn erfiðara með að ferðast suður til að sækja sér meðferð. „Þrátt fyrir erfiða rekstrarstöðu Sjúkrahússins á Akureyri sé ég mikilvægi tilvistar þess og lít á það sem eina af okkar mikilvægustu heilbrigðisstofnunum á landsvísu sem ber að styrkja enn frekar. Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu ber sjúkrahúsinu að veita þjónustu í nær öllum sérgreinum lækninga en því miður hefur þessi þjónusta verið að dragast saman. Við heyrðum skýrt þær áhyggjur starfsfólks SAk. Þingmenn Norðausturkjördæmis standa þétt að baki Sjúkrahúsinu á Akureyri og við áttum gott samtal við starfsfólkið sem var óhrætt að koma fram með hugmyndir að hagræðingu. Við getum öll verið sammála um það að það nær engri átt að senda alla sjúklinga suður í meðferð þegar hægt væri að flytja einn lækni norður til að sinna þessum hópi í sinni heimabyggð. Það eru einmitt mikil tækifæri fólgin í því að veita heilbrigðisþjónustu í heimabyggð og þessi þjónusta gæti létt umtalsvert álagið á Landspítala. Við munum gera allt í okkar valdi til að standa vörð um lögbundið hlutverk Sjúkrahússins á Akureyri,“ sagði Ingibjörg Isaksen eftir fundinn.