66 nýir rampar á Akureyri

Dofri verkstjóri tv. með hóp öflugra Úkraníumanna sem hafa verið uppistaða hópsins síðastliðið ár. E…
Dofri verkstjóri tv. með hóp öflugra Úkraníumanna sem hafa verið uppistaða hópsins síðastliðið ár. Einnig hluti stjórnar Sjálfsbjargar, nýr formaður Linda Egilsdóttir og Sigrún María Óskarsdóttir, Rúnar Þór varaformaður með aðstoðarmanni sínum Ásberg Emil, bróðir hans Rúnar Þór sá um myndatökuna.

Vinnuflokkur sem starfar við átakið Römpum upp Íslands hefur lokið við gerð 66 nýrra rampa á Akureyri undanfarnar vikur. Fleiri verkefni bíða og verður unnið við þau á næstu vikum hér og þar í bænum.

Félagar í Sjálfsbjörg á Akureyri vildu sýna vinnuflokkunum að þau kunna vel að meta þetta starf og einn góðan veðurdag buðu þau upp á kaffi og kökur til að sýna þakklæti sitt. Sjálfsbjargarfélagar gleðjast yfir hverjum nýjum rampi sem bætist við því þeir gera líf þeirra einfaldara og léttara.

Átakið Römpum upp Ísland hefur staðið yfir í tvö ár og skilað góðum árangri, fjölmargir hafa nýtt sér tækifærið og fengið vinnuflokkinn til að setja rampa fyrir utan verslanir sínar eða við stofnanir sem fjöldinn þarf að sækja til.

Sorglegt að hundsa hreyfihamlaða viðskiptavini

„Það er ánægjulegt að sjá hversu margir hafa hoppað á vagninn og látið gera rampa þar sem þeir bjóða upp á þjónustu, en þeir eru líka til sem sniðganga þetta átak vísvitandi og enn eru staðir sem bjóða upp á tröppur áður en gengið er inn. Mér þykir sorglegt að sjá t.d. sumt verslunarfólk í bænum hundsa hreyfihamlaða viðskiptavini algjörlega,“ segir Rúnar Þór Björnsson varaformaður Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á Akureyri.


Athugasemdir

Nýjast