SFF - Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu NÝ TEGUND SVIKA
Það virðist gilda það sama um varnaðarorð og góða vísu. Verður aldrei of oft kveðin.
Glæpahringir sem herja á fólk til að komast inn í heimabanka verða sífellt tæknilegri og aðferðir þeirra trúverðuglegri.
Borið hefur á að svikarar hringi í fólk og hafi af þeim fé með ýmiss konar blekkingum. Það nýjasta er að hringt er úr, að því virðist, íslenskum númerum en svikararnir eru þó enskumælandi. Tilboð þeirra eru oft of góð til að vera sönn, og þá er það oft málið, þetta eru svik.