Kylfingar geta tekið gleði sína, Jaðarsvöllur opnar n.k. þriðjudag
Kylfingar á Akureyri geta nú heldur betur tekið gleði sína því stefnt er að þvi að opna Jaðarsvöll n.k þriðjudag samkvæmt þvi sem segir á heimasíðu Golfklúbbs Akureyrar.
Næst komandi mánudag frá kl 10 verður efnt til vinnudags á vellinum það er i mörg horn að líta þegar opnað er eftir vetrardvala.
Æfingasvæðið - Klappir
- Týna bolta uppúr jörðu
- Týna bolta úr skógi
- Holufylla með salla í dokkir
- Snyrta umhverfi Klappa og innandyra
Golfskáli og nærumhverfi
- Almenn snyrting í kringum golfskála
- Stilla garðhúsgögnum upp
- Mála útveggi á skála
- Mála útveggi turna
Golfvöllur
- Keyra salla í stíga
- Setja sand í glompur og raka
- Standsetja glompur
- Setja út teigmerki og bekki
- Taka greinar sem hafa verið sagaðar
Það er nóg af verkefnum fyrir alla og vonumst við til að sjá sem flesta taka þátt í þessu með okkur. Þeir sem mæta á vinnudaginn fá tækifæri til að spila Jaðarsvöll að honum loknum og opnar síðan völlurinn fyrir aðra kylfinga þriðjudaginn 21. maí. Skráning á teigtíma fyrir þriðjudag opnar á golfbox fyrir félagsmenn GA á föstudaginn kemur. Fyrst um sinn verða 14 holur opnar eða allar holur nema 5,6,11 og 14.
Völlurinn kom seint undan snjó þetta árið en flatirnar koma engu að síður mjög vel undan þó seinna sé. Enn eru töluverðar frostlyftingar í brautum sem eiga eftir að ganga niður og verður því ekki hægt að opna fyrir bílaumferð á vellinum fyrst um sinn, við munum gera okkar til að flýta fyrir því og hefja völtun og fleira. Það er gaman að sjá hversu vel hefur tekist til að viðhalda flötunum í gegnum veturinn og má sjá glögglega á vellinum og meðfylgjandi myndum hversu mikill munur er á svæðunum. Nú hafa dúkar verið á flötunum undanfarnar tvær vikur sem hefur hjálpað grasinu vel af stað eins og má sjá glögglega.
Frá þessu segir á heimasíðu GA, gagolf.is