Frjósemi mikil og gott heilbrigði

Hvíld er góð. Þarna hafa þeir feðgar Páll Þórir Þorkelsson og Þorkell Pálsson komið sér vel fyrir og…
Hvíld er góð. Þarna hafa þeir feðgar Páll Þórir Þorkelsson og Þorkell Pálsson komið sér vel fyrir og eiga góða stund milli stríða í sauðburði. Myndir Ásta F.

 „Sauðburður gengur ágætlega og nálgast að verða hálfnaður. Frjósemi er mikil og heilbrigðið gott,“ segir Ásta F. Flosadóttir bóndi á Höfða í Grýtubakkahreppi.

 Hún bætir við að vel megi fara að hlýna og vora almennilega svo hægt verði að koma lambfé út. Gott pláss er þó í fjárhúsum á Höfða og góð aðstaða.

„Við spiluðum í arfgerðalottóinu,“ segir hún en 20 kindur eru bornar lömbum sem hugsanlega bera ARR verndandi arfgerð gegn riðu. Búið er að taka sýni úr lömbunum og vonast Ásta til þess að með því eignist þau framtíðarkynbótagripi af báðum kynjum.


Athugasemdir

Nýjast