Fyrsta ringó móið heppnaðist vel

Það er ekkert gefið eftir við netið    Myndir  akureyri.is
Það er ekkert gefið eftir við netið Myndir akureyri.is

Fyrsta ringó-mótið var haldið á Akureyri fyrir skemmstu undir formerkjum Virkra Virkra efri ára og Félags eldri borgara á Akureyri. Fór það fram í Íþróttahöllinni og mættu rúmlega 50 glaðir þátttakendur 60 ára og eldri.

Alls voru níu lið skráð til leiks, þrjú frá Glóð í Kópavogi, eitt frá UMSB í Borgarfirði, eitt frá USVH á Hvammstanga, þrjú frá EBAK og svo loks eitt blandað lið skipað EBAK- og HSK-fólki. Spilað var á þremur völlum og spiluðu allir við alla, alls 36 leiki.  Boðið var upp á kjötsúpu í Bugðusíðu á eftir. Ekkert lið skoraði færri en rúmlega hundrað stig á mótinu og því má fullyrða að allir hafi gengið frá mótinu sem sigurvegarar segir í frétt á vefsíðu Akureyrarbæjar.

Ringó svipar til blaks og er spilað á blakvelli en í stað bolta er spilað með tveimur gúmmíhringjum sem svífa í loftinu samtímis. Liðin kasta sem sagt hringjunum yfir blaknet og reyna að skila þeim í gólfið hjá andstæðingunum, en í liði geta verið allt frá tveir og upp í sex þátttakendur. Aðeins má grípa hringina með annarri hendi og kasta með sömu hendi til baka, en huga þarf að því að hringurinn má hvorki flökta né halla um of.

Ringó er spilað á miðvikudögum kl. 11.30 í Síðuskóla og verður áfram í boði þar næstu þrjár vikurnar, en 19. Júní hefst „strandringó“ á strandblakvöllum í Kjarnaskógi.


Athugasemdir

Nýjast