Fyrsti dagur ,,sumarsins" þar sem tvö skemmtiferðaskip heimsækja bæinn

Aidaluna
Aidaluna

Í dag er fyrsti dagur sumarsins þar sem tvö skip leggjast að bryggju á sama degi í Akureyrarhöfn. AIDAluna kom um 7 leytið í morgun og verður hér þar til seinnipartinn. Um svipað leytið og AIDAluna fer í dag, kemur Borealis og verður hér þar til annað kvöld. Á morgun koma svo bæði Fridtjof Nansen og Norwegian Prima.

Til þess að stýra betur umferð farþega skemmtiferðaskipanna í sumar, höfum við reynt að draga í sundur komur og brottfarir skipanna. Við minnum á að hægt er að sjá yfirlit yfir komur og brottfarir hér: https://port.is/cruiseships/

Síðustu tvær vikur hafa starfsmenn okkar unnið hörðum höndum við að gera hafnarsvæðið öruggara fyrir bæði starfsmenn og farþega. Ný og betri skilti hafa verið sett upp, hlið hafa verið færð til og vakthúsi fyrir gæslu Securitas hefur verið bætt við. Við höfum fengið gott fólk með okkur í þessi verkefni en það er ansi margt sem býr í starfsmönnum okkar og hafa þeir langt mikið á sig svo allt virki vel.

Hönnuðurinn Vaiva Straukaite hjá Studio Vast hannaði fyrir okkur ný skilti. Hermann Arason hjá Prentsmiðjunni hefur staðið í ströngu og prentað öll okkar skilti. Friðrik Bjarnason tók svo að sér að færa hlið á Tangabryggju fyrir breytt skipulag. Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir frábært og faglegt samstarf.

Meðfylgjandi myndir sýna nokkur af skiltunum, vinnu við breytingar og yfirferð hafnastjóra með starfsmönnum hafnarinnar og Securitas.

Frá þessu segir á heimasíðu Akureyrarhafnar


Athugasemdir

Nýjast