Fréttir

Hafdís Sigurðardóttir keppir í tveimur greinum á Evrópumótinu í hjólreiðum

Hafdís Sigurðardóttir keppir í tveimur greinum á  Evrópumótinu í hjólreiðum sem fer fram í Drenthe í Hollandi 20. – 24. september næstkomandi. Ekki er nema rétt  mánuður síðan Hafdís og Silja Jóhannesdóttir kepptu á heimsmeistaramótinu í Skotlandi en þar keppti Hafdís í bæði tímatöku og götuhjólreiðum.

Lesa meira

„Boltinn er núna hjá þingmönnum“

Full­trú­ar Norðurþings og stétt­ar­fé­lags­ins Fram­sýn­ar funduðu með full­trú­um flug­fé­lags­ins Ern­is á mánudag til að ræða framtíð áætl­un­ar­flugs til Húsa­vík­ur

Lesa meira

Reikna með að steypa kirkjutröppurnar fyrir veturinn

Stórum hluta undirbúnings fyrir uppsteypu á kirkjutröppunum er lokið en þegar mokað var frá efsta vegg gömlu snyrtinganna kom í ljós að steypa þurfti utan á vegginn að hluta áður hægt væri að bræða vatnsvörn á hann, einangra og leggja drenlagnir

Lesa meira

Stóri hjóladagurinn í Kjarnaskógi á laugardaginn

Gera má ráð fyrir að það taki um 20-30 mínútur fyrir miðlungsvant hjólreiðafólk að hjóla í Kjarnaskóg frá Ráðhústorgi svo dæmi sé tekið

Lesa meira

Óábyrgt að sameina eigi MA og VMA miðað við þær forsendur sem liggja fyrir

,,Við teljum óábyrgt að sameina eigi MA og VMA miðað við þær forsendur sem liggja fyrir og tökum undir þær ábendingar sem nemendur og kennarar hafa nú þegar kynnt“ Þetta er úr bókun bæjarráðs Akureyrar en fyrirhuguð sameining Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri var til umræðu á fundi ráðsins i morgun.

Lesa meira

Lenti í rútuslysi,,Mest ánægður með að mamma lenti ekki í þessum ósköpum"

 „Ég tók sætið hennar mömmu í þessari ferð, hún ætlaði að fara en breytti um kúrs og fór annað og ég hoppaði inn í staðinn. Ég er mest ánægður með að mamma lenti ekki í þessum ósköpum,“ segir Ólafur Aron Pétursson starfmaður á búsetukjarna við Sporatún sem var einn þeirra starfsmanna Akureyrarbæjar sem lenti í rútuslysi skammt sunnan við Blönduós í liðinni viku. Hópurinn var að koma heim eftir ráðstefnuna Þjónandi leiðsögn sem haldin var í Portúgal. Ríflega 20 manns voru um borð þegar rútan valt og rann eftir þjóðveginum. Þeir sem voru mest slasaðir voru fluttir með þyrlu á Landspítala og með sjúkraflugi.

Lesa meira

Snæþór Jósepsson bikarmeistari 2023 í RallyCross.

Um helgina fór fram Rednek Bikarmótið í Rally Cross í hrauninu í Hafnarfirði. Um er að ræða tveggja daga mót þar sem allir helstu rally krossarar landsins mæta og leggja allt í sölurnar í von um bikarinn. Heildarfjöldi keppenda í Hafnarfirði voru 70  og var mótið  það fjölmennasta  sem haldið hefur verið í yfir 25 ár.

Lesa meira

Þar verði stuð!

Breyting á aldurssamsetningu kallar á breytta hugsun í skipulagi. Huga þarf betur að þörfum og þjónustu til handa eldri borgurum sem vilja njóta lífsins fram á efri ár. Landssamband eldri borgara hefur talað fyrir nýrri hugsun í nálgun við húsnæðiskosti eldra fólks, svokallaða lífsgæðakjarna sem eru af danskri fyrirmynd. Í slíkum kjörnum er lögð áhersla á fjölbreytt búsetuform.

Lesa meira

Vegleg minningargjöf

Þór/KA mætti liði Breiðabilks  í gær á VÍS-vellinum (Þórsvelli) en leikurinn var liður i  úrslitakeppni  Bestu deildar kvenna.  Heimastúlkur  hrósuðu góðum sigri 3-2 en þær Karen María, Sandra María  og Una Móeiður skoruðu mörk Þór/KA   Leikurinn var leikinn í minningu  Guðmundar Sigurbjörnssonar en hann lést fyrir aldarfjórðung langt fyrir aldur fram einungis 49 ára . 

Guðmundur sem starfaði sem hafnarstjóri  á Akureyri var einnig formaður Þórs  og  vann gríðarlega gott starf á báðum stöðum.

Lesa meira

Ærandi þögn um Húsavíkurflugið

Egill P. Egilsson skrifar um áhugaleysi um framtíð áætlunarflugs um Húsavíkurflugvöll

Lesa meira

Sýning í Mjólkurbúðinni Þessir helvítis fordómar

,,Þessir helvítis fordómar. Af hverju valdi ég þetta viðfangsefni? Af því ég er miðaldra kelling og enn þá að læra,“ segir Anna María Hjálmarsdóttir sem opnar á morgun fimmtudaginn 14. september sýningu í Mjólkurbúðinni. Bæði er um að ræða málverk og ljósmyndir.

Lesa meira

Þorsteinn Már Baldvinsson heiðursgestur KA á bikarúrslitaleiknum - Spáir KA sigri

 Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja verður heiðursgestur KA á útslitaleik Mjólkurbikars karla í knattspyrnu á laugardaginn. Þorsteinn Már er einarður stuðningsmaður KA og hefur fylgt félaginu frá unga aldri, bæði sem keppnismaður og stuðningsmaður.

Lesa meira

Er skynsamlegt að sameina skóla?

Er skynsamlegt að sameina skóla? Er skynsamlegt að skólar vinni saman eða er farsælast að hver skóli starfi einn og sér? Svörin við þessum spurningum fást með því að skoða og rýna vel bæði þörf fyrir sameiningu eða samstarfi sem og markmið með slíkum ákvörðunum. Svörin fást ekki með því að álykta út frá skólastarfi fyrir 10, 20 eða 40 árum heldur með því að rýna í þarfir nemenda, endurskoða starfshætti og aðstæður skóla og meta hvort fylgja þurfi stefnu yfirvalda í menntamálum með betri hætti en nú er gert.

Lesa meira

Yfirlýsing frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins á Akureyri

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins á Akureyri telja að of geyst sé af stað farið með sameiningaráformum framhaldsskólanna á Akureyri, Menntaskólanum og Verkmenntaskólanum á Akureyri og skora á þau sem að vinnunni koma að staldra við og endurskoða forsendur mögulegrar sameiningar. Við teljum niðurstöðu stýrihópsins og ráðherra hvorki vera í anda nýrra farsældarlaga né menntastefnu stjórnvalda. Líkt og bent hefur verið á þá eru fjölmörg atriði í skýrslu stýrihópsins sem orka tvímælis

Lesa meira

Samherji undirbýr að skip félagsins noti kolefnislaust eldsneyti

Orkusjóður hefur ákveðið að styrkja verkefni Samherja sem felst í því að hanna lausn og breyta ísfisktogara félagsins þannig að skipið geti nýtt grænt rafeldsneyti. Með slíkri breytingu dregur verulega úr kolefnislosun. Áætlaður kostnaður er hátt í tveir milljarðar króna og er stuðningur Orkusjóðs til þessa verkefnis 100 milljónir króna.

Styrkir Orkusjóðs eru liður í aðgerðum stjórnvalda í loftslagsmálum og orkuskiptum. Áhersla er lögð vistvæna orkunýtingu sem og að styðja við orkuskipti um land allt.

Lesa meira

Sameiningu MA og VMA mótmælt. Yfirlýsing aðila úr atvinnulífi á Akureyri.

Með skynsamlegum ákvörðunum stjórnvalda hvers tíma, dugnaði og stórhug Akureyringa hefur bærinn öðlast sess sem mikilvægasti skólabær landsbyggðarinnar.

Menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri njóta báðir viðurkenningar og virðingar nemenda og bæjarbúa. Þeir svara um margt ólíkum en mikilvægum kröfum nemenda, samfélags og atvinnulífs á Akureyri og um þá fjölbreytni og samkeppni milli skólanna hefur ríkt víðtæk sátt. Óskiljanlegt er að Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra vilji nú rjúfa þá sátt með sameiningu skólanna og fullyrði fortakslaust með hliðsjón af niðurstöðu stýrihóps í hans ráðuneyti, „að með sameiningu þessara framhaldsskóla verði til mun öflugri stofnun til að mæta þeim áskorunum sem skólasamfélagið stendur frammi fyrir á komandi árum og vinna að þeim markmiðum sem sett hafa verið fram í menntastefnu.“

Telji ráðherrann að samlegðaráhrif fjárhagsleg og fagleg myndu nást með sameiningunni hefði verið eðlilegra að byrja á að láta reyna á þá samlegð með auknu samstarfi skólanna og með skýrum markmiðum sem tækju mið af þeim áskorunum framtíðar sem ráðherra telur sig greina.

Það er áhyggjuefni að stjórnvald gangi til verka í þessum efnum með þeim hætti að gera fyrirfram hvorki greiningu á kostum og göllum sameiningarinnar, né á þörfum atvinnulífsins í landshlutanum og hafi heldur ekki haft samráð við helstu hagsmunaaðila á svæðinu um fyrirhugaðar breytingar. Fyllsta ástæða er til að ætla að þær breytingar valdi framhaldsskólastiginu á Akureyri varanlegum skaða. Óskum við hér með eftir fundi með ráðherra til þess að fara vandlega yfir hans rök og okkar.

Ak-inn 

Bautinn Akureyri

Ferro Zink

Finnur verktaki og vélaleiga

Húsheild/Hyrna

Höldur - Bílaleiga Akureyrar

Íslensk Verðbréf

Kaldbakur

Kjarnafæði Norðlenska

Kælismiðjan Frost

Leirunesti

Malbikun Norðurlands

N Hansen

Norlandair

Rafeyri

Raftákn

Rub23

Samherji

Sigurgeir Svavarsson verktaki

Skógarböðin

Slippurinn Akureyri

SS Byggir

T-Plús

Vélfag

Veitingahúsið Greifinn

Lesa meira

Gestirnir kveðja í Listasafninu á Akureyri

Þessa dagana stendur yfir síðasta sýningarvika á verki Ragnars Kjartanssonar, The Visitors, sem lýkur sunnudaginn 17. september í Listasafninu á Akureyri.

Lesa meira

Yfirlýsing frá Kennarafélagi Verkmenntaskólans á Akureyri

Kennarafélag VMA mótmælir harðlega vinnubrögðum mennta- og barnamálaráðherra og stýrihóps um eflingu framhaldsskóla í tengslum við fyrirhugaða sameiningu VMA og MA. Skv. skýrslu stýrihópsins sem birt var meðan á opnum fundi mennta- og barnamálaráðherra í Hofi stóð, þriðjudaginn 5. september, er markmið sameiningar m.a. að auka stoðþjónustu við nemendur, fjölga námsbrautum, efla iðn- og verknám og auka námsval nemenda. Annað kemur þó á daginn þegar rýnt er í efni skýrslunnar. Af henni má berlega ráða að meginmarkmið með sameiningu skólanna er hagræðing og sparnaður sem m.a. kemur fram í fækkun námsráðgjafa, sálfræðinga og kennara og 
stækkun nemendahópa. Þetta fer gegn menntastefnu stjórnvalda þar sem lögð er áhersla á vellíðan nemenda og jöfn tækifæri til náms, óháð t.d. móðurmáli eða námslegri stöðu.
Í skýrslu Fjármálaráðuneytisins (2008:5) annars vegar og skýrslu Ríkisendurskoðunar (2021:15) hins vegar um sameiningar ríkisstofnana kemur fram að sameining og viðamiklar breytingar skili ekki þeim árangri sem vænst er, eða í færri en 15% tilvika, vegna þess að:

       ➢ Markmið og framtíðarsýn væri ekki nógu skýr eða ekki útskýrð nógu vel.
       ➢ Fjárhagsleg samlegð væri ofmetin.
       ➢ Undirbúningi og skipulagningu væri áfátt.
       ➢ Ekki tækist að kveikja nægan áhuga á sameiningunni.
       ➢ Starfsmannamálum væri ekki sinnt nógu vel.
       ➢ Breytingastarf lognaðist út af áður en því væri lokið.

Ekki verður annað séð en að allir þessi þættir einkenni vinnubrögð mennta- og barnamálaráðherra og stýrihóps hans þegar kemur að fyrirhugaðri sameiningu VMA og MA. Ljóst má vera að of geyst er af stað farið og niðurstaðan er ekki í anda menntastefnu stjórnvalda né nýrra farsældarlaga, þar sem hagsmunir nemenda eiga að vera hafðir að leiðarljósi. Kennarafélag VMA sér sóknarfæri í samstarfi framhaldsskólanna tveggja en leggst gegn fyrirhugaðri sameiningu skólanna á þeim forsendum sem koma fram í skýrslu stýrihópsins.

Lesa meira

Viðbótareiningar settar upp við Krummakot

Stefnt er að því að hefjast handa við að setja upp einingar við leikskólann Krummakot í Eyjafjarðarsveit í næstu viku. Þær eru setta upp til að auka við rýmið í leikskólanum og brúa bilið þar til nýtt leikskólahúsnæði sem er í byggingu við Hrafnagilsskóla verður tekið í notkun.

Lesa meira

Ævintýragarðurinn dregur að sér innlendra og erlendra ferðalanga

,,Sumarið hefur gengið vel og það er mikil aukning gesta miðað við síðasta sumar,“ segir Hreinn Halldórsson sem býður gestum að líta á ævintýrastyttur sína í garði við hús sitt í Oddeyrargötu á Akureyri. Nú fer hver að verða síðastur, það styttist í lokun en hann segir það þó fara eftir veðri og vindum. Síðastliðið haust var lokað 10. september, „en trúlega verður opið fram að miðjum þessum mánuði.“

 

Lesa meira

Strokulaxar komnir í Fnjóská

Strokulaxar úr sjókvíaeldi eru illu heilli mættir í uppáhaldsána okkar. Við biðjum ykkur að vera á verði gagnvart þessum óboðnu gestum og ekki sleppa þeim sem koma á land í ána aftur.
Vinsamlegast takið hreistursýni og skráið lengd laxins, kyn og dagsetningu. Einnig óskum við eftir gert sé að fiskinum og haus hans og innyfli sett í plast. Þessu má skila í frystikistuna í Flúðaseli eða til Hafró að Óseyri 2, Akureyri.
Lesa meira

Takið skrefið til baka og endurhugsið forsendur

Ef Akureyri á að standa undir nafni sem "hin borgin" á Íslandi, er nauðsynlegt að geta haldið áfram að bjóða ungu fólki alls staðar að af landinu upp á tvo ólíka og sterka skóla. Það er mikilvægt fyrir Akureyri, Norðurland og landið í heild sinni.

Lesa meira

Yfirbreiðslur og Sundlaug Akureyrar

„Við erum þess vel meðvituð að vatn sparast með yfirbreiðslu en okkar mat er að kostnaður við dúkakaup,  aukin vinna og álag á brautarlínur minnki hagkvæmni yfirbreiðslu,“ segir Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlauga Akureyri en telur skoðunarvert að rýna í könnun sem Efla gerði fyrir Norðurorku um gildi þess að nota yfirbreiðslur yfir sundlaugar og spara þannig vatn og fjármuni. 

Lesa meira

Samherji Heildarafli dróst saman en unnið alla daga

Heildarafli ísfisktogara Samherja dróst saman um 3.200 tonn á liðnu fiskveiðiári samanborið við árið þar á undan. Þrátt fyrir samdráttinn var unnið alla daga í fiskvinnsluhúsum Samherja og Útgerðarfélags Akureyringa.

Lesa meira

Eldur í íbúðarhúsi

Eldur kom upp í íbúð við Snægil laust fyrir kl. 8 í morgun og lagði talsverðan reyk frá húsinu þegar slökkvilið kom að.

Lesa meira

Afrakstur Látum vaða! má nú sjá í Listasafninu

Í smiðjunni fengu fjölskyldur tækifæri til að vinna saman undir leiðsögn myndlistarkonunnar Fríðu Karlsdóttur

Lesa meira

Óskað eftir aukafundi í bæjarstjórn vegna fyrirhugaðrar sameiningar VMA og MA

Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi Samfylkingar segir frá því á Facebook að hún hafi óskað eftir aukafundi í bæjarstjórn Akureyrar vegna fyrirhugaðar sameiningar VMA og MA. 

Lesa meira