
Gunnheiður Guðlaug Þorsteinsdóttir, bóndi á Fit undir Vestur-Eyjafjöllum og margföld amma, ætlar að deila uppskrift af sinni sígildu jólaköku. Þau sem lagt hafa kökuna undir tönn segja að þarna sé á ferð kaka sem engan svíkur. „Kakan er sögð fullkomin með ískaldri mjólk, helst beint af spena eða bara með kaffinu,“ segir Gulla glöð í bragði.
Við eigum flest mynd af fullkomnum jólum í hugskoti okkar. Myndir sem ef til vill eiga uppruna sinn í bernskujólunum sem oft eru sveipuð töfrum í huganum, og því meira eftir því sem við eldumst. Og ef ekki þar, þá í flestum jólamyndum, jólabókum, jólasöngvum og jólaauglýsingum sem reka á fjörur okkar. Við sjáum fyrir okkur dásamlegar stundir með fjölskyldu og vinum í kringum stórt borð í stofunni á fallega skreyttu heimili og gjarnan með arineld í bakgrunni. Úti snjóar að sjálfsögðu því jólin þurfa að vera hvít. Á smekklega skreyttu borðinu er jólamatur, allt ljúffengt og vel útilátið. Allir eru klæddir í sitt besta skart og njóta matarins. Eftir máltíðina safnast allir saman við fullkomið jólatré og skiptast á yndislegum gjöfum og skemmtilegum samræðum.
Krónan hefur afhent Velferðasjóði Eyjafjarðarsvæðis 31 gjafakort sem safnað var fyrir í jólasöfnun Krónunnar á aðventunni. Þá bauðst viðskiptavinum að styrkja hjálparsamtök sem sjá um matarúthlutanir í sínu nærsamfélagi í aðdraganda jóla og jafnaði Krónan þá upphæð á móti.
Landkönnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar voru veitt í níunda sinn af Könnunarsafninu á Húsavík í dag
Þar sem fyrirséð var aðútgerð línuskipsins Kiviuq I myndi missa veiðisvæðið undir ís í desember, horfðu þeir til Akureyrar varðandi vetrargeymslu .
Golfklúbbur Akureyrar hefur valið kylfinga ársins 2023.
Margir eiga það til að mikla það fyrir sér að búa til laufabrauð heima fyrir og kaupa kökurnar því tilbúnar úti í búð. Það er hins vegar mun minna mál að gera þær frá grunni sjálfur en marga grunar og gerir þessa vinsælu jólahefð mun dýrmætari fyrir vikið. Það skemmir svo ekki fyrir að heimagert laufabrauð bragðast nú langoftast mun betur.
Hráefni
500 g hveiti
40 g smjörlíki
1 msk. sykur
½ tsk. salt
1 tsk. lyftiduft
2½ - 3 dl mjólk
Steikingarfeiti, hægt að nota laufabrauðsfeiti, palmín-feiti eða blanda því hvoru tveggja saman.
Aðferð
Mjólk og smjörlíki er hitað saman. Næst er öllum þurrefnum blandað saman og blöndunni hrært saman við smjörlíkið og mjólkina í skál. Þá ætti deigið að vera komið í kúlu. Þá má leggja rakt, heitt viskastykki yfir deigið til að halda því röku.
Því næst er skorinn bútur af deiginu til að fletja út, þykktin fer eftir smekk. Margir vilja hafa kökurnar sem þynnstar. Næst eru kökurnar skornar, gott er að nota disk og skera eftir honum. Stærðin á kökunum fer eftir stærð steikarpottsins.
Sparisjóður Höfðhverfinga býður upp á listasýningu í útibúi sparisjóðsins að Glerárgötu 36, Akureyri. Sýningin samanstendur af verkum listafólks sem tekur þátt í dagatali sparisjóðanna fyrir árið 2024. Hugmyndin á bak við dagatalið er að kynna ungt og efnilegt listafólk sem býr á landsbyggðinni. Hver einstaklingur fær einn mánuð í dagatalinu, þar sem hann kynnir sig og sína list.
Sextán nemendur þreyttu sveinspróf í rafeindavirkjun frá Verkmenntaskólanum á Akureyri í liðinni viku
Amtsbókasafnið á Akureyri er ein af skylduskilastofnunum landsins.
Nú þegar veturinn leggst yfir landið og vetrarkuldinn tekur yfir eru margir landsmenn sem grafa í skúffum og skápum eftir lopapeysum, ullarsokkum og ullarskóm. Íslenska lopapeysan er ekki bara mikilvægur hlutur af menningu okkar heldur er þessi fatnaður bæði einstaklega hlýr á veturna og þegar vel tekst til virkilega flottar flíkur.
Mikið er ég ánægður með að háskólarnir útskrifi mikið af ungu fólki sem hefur mikið vit á allskonar fræðigreinum. Við eigum nóg af viðskiptafræðingum, lögfræðingum, búfræðingum, læknum og hjúkrunarfræðingum og svo eigum við líka allskonar fræðinga í nýjum greinum sem finna upp ný kyn og ný og áður óþekkt vandamál sem nauðsynlegt er að leysa og nota til þess skattpeninga sem nóg er af. Við eigum meira að segja sprenglærða lögreglufræðinga sem þó komast ekki með tærnar þar sem Palli á Litla-Hóli hafði hælana.
Það er mikið öryggismál að setja upp hringtorg á gagnamótum Hringvegar og Eyjafjarðarbrautar eystri. Þar er mikil umferð og fjöldi slysa hafa orðið þar. Fyrirhugað hótel sem reist verður skammt frá gatnamótum eykur enn meira á umferðarþunga.
Hvít jól, rauð jól, þessi hugsun er rík meðal fólks á þessum árstíma. Til þess að fá svar við þessum vangaveltum höfðum við samband við Óla Þór Árnason, Ströndung og veðurfræðing á Veðurstofu Íslands.
Oddfellowstúkan Sjöfn á Akureyri afhenti í dag átta styrki, samtals að fjárhæð 3 milljónir króna. Fyrr í vetur var haldinn 3000. fundurinn í stúkunni og voru styrkveitingarnar ákveðnar af því tilefni.
Styrkirnir voru afhentir í Regluheimili Oddfellow við Sjafnarstíg.
Eftirtaldir aðilar hluti styrk:
Krabbameinsfélag Akureyrar
Sjúkrahúsið á Akureyri (Kristnesspítali)
Grófin, geðvernarfélag
Aflið, Pieta samtökin
Dvalarheimilið Grenilundur á Grenivík
Samhyggð
Rauði Krossinn
ABC barnahjálp.
Á þessu ári nema styrkveitingar Sjafnar á sjöttu milljón króna.
Á Akureyri eru starfandi fimm Oddfellowstúkur og er Sjöfn þeirra elst, stofnuð árið 1917. Í síðustu viku styrktu stúkurnar Velferðarsjóð Eyjafjarðar um samtals 4,2 milljónir króna.
Eins og allir vita eiga jólasveinarnir heima í Kjarnaskógi, rétt hjá ærslabelgnum á Birkivelli. Í samstarfi við þá og Félag eldri borgara á Akureyrir býður Skógræktarfélag Eyfirðinga öllum börnum sem leið eiga um Kjarnaskóg i dag sunnudaginn 17.desember að dansa kring um jólatréð við grillhúsið á Birkivelli kl. 16.
Á komandi árum og áratugum mun fjöldi þeirra sem greinast með heilabilunarsjúkdóma margfaldast. Ástæðan er ekki sú að um eiginlegan „faraldur“ sé að ræða heldur sú staðreynd að á næstu árum komast stórar kynslóðir eftirstríðsáranna á þann aldur að auknar líkur eru á að þeir greinist með heilabilunarsjúkdóm.
„Ef við lendum í svipuðu kuldakasti seinna í vetur þá er útlitið á þann veg að við gætum þurft að skerða afhendingu á heitu vatni til stórnotenda, því þegar búið er að vera mjög kalt þá lækkar í svæðunum okkar og við getum ekki dælt eins miklu vatni úr þeim,“ segir Pétur Freyr Jónsson yfirvélfræðingur hjá Norðurorku. Heitavatnsnotkun eykst mjög á köldum dögum líkt og var um og fyrir síðustu helgi og álag á kerfið eykst.
„Þetta verður mesta jólaúthlutun okkar frá upphafi,“ segir Herdís Helgadóttir formaður Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis. Rúmlega 500 umsóknir bárust um úthlutun í ár, heldur meira en var fyrir síðustu jól. Að auki verður sú upphæð sem hver og einn fær hækkuð sem þýðir að sjóðurinn þarf að safna meira fé en áður. Sjóðurinn er samstarfsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar, Hjálpræðishersins á Akureyri, Mæðrastyrksnefndar Akureyrar og nágrennis og Rauða krossins við Eyjafjörð.
Mikil uppbygging er i Þingeyjarsveit.Fjórar nýjar íbúðir voru afhentar fyrir helgi, tvær í Reykjahlíð og tvær á Laugum. Framhald verður á húsbyggingum í sveitarfélaginum.
Áramótabrenna Akureyringa verður að þessu sinni á Jaðri, en tillaga að leyfi vegna brennunnar hefur verið auglýst á vefsíðu Heilbrigðiseftirlits Norðurlands.
Raunverkefni tengd atvinnulífinu og hagnýt lokaverkefni
Margra kílómetra löng röð flutningabíla hefur verið við landamæri Póllands og Úkraínu undanfarnar vikur vegna aðgerða að undirlagi pólskra bílstjóra. Áætlað er að röðin hafi síðustu daga verið um 50 kílómetra löng og bílarnir í röðinni séu hátt í þrjú þúsund.