Vegleg gjöf til fæðingadeildar SAk
Á meðfylgjandi mynd er Guðrún Linda stóra systir Maríu Lindu ásamt Ingibjörgu Jónsdóttur við afhendingu tækjanna Mynd SAk.is
Skjólstæðingar deildarinnar, Stefanía Steinsdóttir og Sólveig Helgadóttir, gáfu deildinni átta sjónvörp sem sett verða upp á öllum herbergjum deildarinnar. Einnig gáfu þær tvo hárblásara.
„Við starfsfólk fæðingadeildar erum afar þakklát fyrir þessa veglegu gjöf og ekki síður þann hlýhug sem gjöfinni fylgir,“ segir Ingibjörg Jónsdóttir, deildarstjóri fæðingadeildar.
Gjöfin er gefin í minningu dóttur Stefaníu og Sólveigar, Maríu Lindu, sem fæddist andvana á fæðingadeild SAk.
Athugasemdir