Skemmtileg útivera á sumrin
Sumaropnun í Hlíðarfjalli hófst á fimmtudaginn í síðustu viku og er stefnt að opnun til 8. september ef aðstæður leyfa.
Fjarkinn er í gangi á fimmtudögum og föstudögum frá kl. 17-21, á laugardögum frá kl. 10-17 og sunnudögum frá kl. 10-16.
Fjallkonan verður ræst 3. ágúst og verður opin 4 helgar.
Sumaropnun Hlíðarfjalls gefur fólki kost á að nýta sér stólalyfturnar til að komast upp fjallið hvort sem vill fara í hjólagarðinn eða bara til þess að ganga um svæðið, njóta útivistar og útsýnisins sem getur verið stórfenglegt.
Ennþá er ofurlítill snjór í Fjallinu og víða nokkur bleyta. Því er ráðlegt að fara varlega á fjallahjólum um svæðið.
Á heimasíðu Hlíðarfjalls má sjá gott kort af lyftu-, hjóla- og gönguleiðum.
Athugasemdir