Tvö glæsileg brautarmet í Botnvatnshlaupi Landsbankans

Frá vinstri: Rannveig Oddsdóttir 2 sæti, Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir 1 sæti og Sigrún Björg Aðalg…
Frá vinstri: Rannveig Oddsdóttir 2 sæti, Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir 1 sæti og Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir 3 sæti.

Hið árlega Botnsvatnshlaup Landsbankans fór fram síðdegis í gær.

Það voru SMIÐJAN og Hlaupahópurinn Skokki sem stóðu að hlaupinu í samvinnu við Landsbankann á Húsavík.

Boðið var upp á tvær vegalengdir 3,3 km og 8,3 km en bæði hlaupin enduðu í Skrúðgarðinum við Kvíabekk.

Alls tóku 80 manns þátt í ár sem er með því albesta sem gerst hefur. Sérlega áberandi var mikil þátttaka frá börnum sem var afar ánægjulegt að sjá. Krakkarnir stóðu sig með stakri prýði og settu skemmtilegan svip á viðburðinn.

Brautarmet voru sett í bæði karla og kvennaflokki.

Þorbergur Ingi Jónsson hljóp á 28:17 og Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir á 32:59.

 


Athugasemdir

Nýjast