Rampað upp á Húsavík

Starfsmenn frá Römpum upp Ísland að störfum fyrir framan Ráðhúsið á Húsavík. Mynd/Norðurþing.
Starfsmenn frá Römpum upp Ísland að störfum fyrir framan Ráðhúsið á Húsavík. Mynd/Norðurþing.

Fyrir skemmstu mættu aðilar frá Römpum upp Ísland til Húsavíkur. Í þessari lotu var bætt aðgengi fyrir hreyfihamlaða á þremur stöðum, tveimur við íþróttahöllina og við þjónustuver stjórnsýsluhússins.

Römpum upp Ísland (RUÍ) er ríflega tveggja ára gamalt verkefni,  en því  var formlega hleypt af stokkunum þann 11. mars 2021.

Tilgangur verkefnisins er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi.

Það er Haraldur Þorleifsson, fyrrverandi stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, sem er hvatamaður verkefnisins og hefur lagt í það mikla fjármuni úr eigin vasa.

Oftast þarf ekki annað en að leysa aðgengi upp eina tröppu eða yfir þröskuld með einföldum hætti. Það er gert með sameiginlega átaki þjónustuaðila, starfsfólks RUÍ, einkaaðila og yfirvalda og með því er stuðlað að bættu umhverfi og betra aðgengi á Íslandi.


Athugasemdir

Nýjast