Uppbygging á KA svæðinu Verksamningur undirritaður

Frá undirritun i dag til vinstri Ólafur Ragnarsson fyrir hönd Húsheild Hyrnu og Guðríður Friðriksdót…
Frá undirritun i dag til vinstri Ólafur Ragnarsson fyrir hönd Húsheild Hyrnu og Guðríður Friðriksdóttir til hægri fyrir hönd Akureyrarbæjar. Mynd SMS

Í dag var undirritaður verksamningur milli Umhverfis- og mannvirkjasviðs f.h. Akureyrarbæjar og  Húsheildar um uppbyggingu á félagssvæði K.A. byggingu áhorfendastúku og félagsaðstöðu.

,,Verkið skal hafið strax við undirskrift samnings og skal verktaki skila svæðinu frágengnu eins og kemur fram í útboðsgögnum.  Samkomulag er um að verktími styttist og afhending á fullbúnu verki verði 15. júlí 2027.  Verkið skal unnið í samræmi við verk- og greiðsluáætlun verktaka.“

,, Fyrir verkið ber verkkaupa að greiða verktaka samkvæmt tilboði kr. 1.780.559.779“

Bæjarráð hafði fyrr i dag samþykkt samninginn þar sem  Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Ásrún Ýr Gestsdóttir V-lista létu þó bóka:
,,Við samþykkjum þennan samning við Húsheild/Hyrnu og treystum að breyting á efnisvali muni ekki hafa áhrif á gæði húsanna. Búið var að samþykkja þessa uppbyggingu og því mikilvægt að halda áfram með hana en við höfum áhyggjur af styttingu á tíma á uppbyggingu og hvaða áhrif hún mun hafa á fjárhag bæjarins þar sem nú liggur einnig fyrir þátttaka bæjarins í uppbyggingu á Verkmenntaskólanum á Akureyri og uppbygging á gervigrasvelli á Þórssvæði er orðin mun dýrari en talað var um í upphafi.

Fá svör hafa fengist við því hvort það eigi að hliðra einhverju í framkvæmdaáætlun næstu ára vegna þessara breytinga eða hvort það eigi að halda plani með aukinni skuldasöfnun“

 


Athugasemdir

Nýjast