Bygginarréttur við Hofsbót 1 og 3 til boðinn til sölu

Svo kann að fara að ásýnd Hofsbótar 1 og 3 breytist innan innan skamms.  Mynd  Vbl.
Svo kann að fara að ásýnd Hofsbótar 1 og 3 breytist innan innan skamms. Mynd Vbl.

Akureyrarbær hefur  sett lóðirnar við Hofsbót 1 og 3 á sölu  og óskar eftir  kauptilboðum í byggingarrétt á þeim.

Lóðirnar tvær eru innan deiliskipulags miðbæjar Akureyrar og er á báðum lóðum gert ráð fyrir verslun- og þjónustu á jarðhæð og íbúðum á efri hæðum. Heimilt er að vera með atvinnustarfsemi á annarri hæð. Gert er ráð fyrir sameiginlegum bílakjallara fyrir Hofsbót 1 og 3 með inn- og útakstri frá Strandgötu og eru lóðirnar tvær því boðnar út sem ein heild. 

Eins og fólki er kunnugt stendur hið víðfræga hús BSO við Hofsbót 1.  Ef tilboð berst í Hofsbót 1 sem bæjarráð samþykkir þarf BSO að fara með starfsemi sína og húsakost með sex mánaða fyrirvara.

Lóðastærð og byggingarmagn:

Hofsbót 1: Lóðastærð 2.013,5 m² og heildarbyggingarmagn 6.130,6 m²

Hofsbót 3: Lóðastærð 1.593,3 m² og heildarbyggingarmagn 4.402,1 m²

Samtals eru lóðirnar 3.606,8 m² að stærð með heildarbyggingarmagn upp á 10.532,7 m².

Tilboðum í lóðirnar skal skila rafrænt í gegnum útboðsvef Akureyrarbæjar fyrir kl. 12 fimmtudaginn 27. júní 2024 og verða tilboð opnuð í Ráðhúsinu kl. 14 sama dag í viðurvist þeirra umsækjenda sem þess óska. 


Athugasemdir

Nýjast