Fjöruböð í uppbyggingu á Hauganesi

Undirbúningur framkvæmda fer fram í sumar en áætlað er að megnið af fyrirhuguðum byggingum verði kom…
Undirbúningur framkvæmda fer fram í sumar en áætlað er að megnið af fyrirhuguðum byggingum verði komið upp árið 2029. Myndir Facebooksíðu Fjörubaða

 Pottarnir í fjörunni á Hauganesi hafa notið mikilla vinsælda síðan þeim var komið fyrir. Nú eru áform um að bæta svæðið og byggja upp betri aðstöðu með góðri þjónustu sem sárlega hefur vantað.

Svæðið hefur fengið nafnið Fjöruböðin og mun bætast við aðra baðstaði á Norðurlandi, með þá sérstöðu að vera alveg ofan í Norður-Atlantshafinu. Samhliða böðunum verður komið upp frístundabyggð með um 30 húsum ásamt 40 herbergja hóteli.

Undirbúningur framkvæmda fer fram í sumar en áætlað er að megnið af fyrirhuguðum byggingum verði komið upp árið 2029  að því er fram kemur á facebooksíðu Fjörubaða.


Athugasemdir

Nýjast