Fólkið sem lést í umferðarslysinu á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland þann 24. apríl hét Einar Viggó Viggósson, fæddur 1995, og Eva Björg Halldórsdóttir, fædd 2001.
Kristín S. Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingur og ein af stofnendum almannaheillafélagsins Vonarbrúar, tók til máls á útifundinum sem fram fór á Ráðhústorginu á Akureyri s.l. laugardag. Tilgangur félagsins er að koma hjálp beint til ungra fjölskyldna á Gaza en aðdragandann má rekja til þess að alþjóðlegum hjálparstofnunum var vísað út af Gaza og starfsfólk þeirra drepið. Vonarbrú styrkir yfir 70 fjölskyldur eftir þörfum en hefur jafnframt styrkt enn fleiri fjölskyldur með stökum styrkjum.
Nánari upplýsingar um hvernig hægt er að styrkja eða ganga í félagið má finna á heimasíðu Vonarbrúar, www.vonarbru.is
Ræða Kristínar kemur hér í kjölfarið.
Framundan í september, október og nóvember eru þrjár ólíkar listvinnustofur í Listasafninu á Akureyri. Þar verður börnum á grunnskólaaldri boðið að vinna verk undir leiðsögn kraftmikils listafólks án endurgjalds, en skráning er nauðsynleg. Opið er fyrir skráningu í fyrstu listvinnustofuna sem fer fram um næstkomandi helgi, dagana 13. -14. september. Þá mun myndlistarkonan Sigga Björg bjóða börnum í 1.- 4. bekk í teiknivinnustofu þar sem búnar verða til nýjar skepnur sem ekki hafa áður sést í heiminum. Þær verða samsettar úr þekktum dýra- eða skordýrategundum og þeim gefin nöfn og sérstakir eiginleikar. Teikningar af nýju skepnunum verða unnar í raunstærð þar sem engar hömlur verða settar á stærð þeirra, svo lengi sem þær rúmast í húsakynnum safnsins.
Nemendur og starfsfólk Stórutjarnaskóla fengu styrk síðastliðið vor úr Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins til að vinna að alþjóðlegu ungmennaverkefni sem ber nafnið „We – Við – Meie“. Verkefnið var leitt af Sigríði Árdal og Mariku Alavere í samstarfi við nemendur í 8.–10. bekk, og í september mun hópurinn taka á móti tíu ungmennum og kennurum þeirra frá Eistlandi.
Spennan magnast óneitanlega, því í dag hefst Euroskills - Evrópumót iðn- og verkgreina í Herning í Danmörku og stendur það fram á laugardag. Frá Íslandi fara þrettán keppendur, þar af eru tveir fyrrverandi nemendur í VMA; annars vegar Daniel Francisco Ferreira í rafvirkjun (húsarafmagni) og hins vegar Einar Örn Ásgeirsson í rafeindavirkjun.
Fjölmenni kynnti sér starfsemi Silfurstjörnunnar, laxeldisstöðvar Samherja fiskeldis í Öxarfirði sl. föstudag. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á stöðinni á undanförnum þremur árum og er framkvæmdum í meginatriðum lokið.
Um 450 manns tóku þátt í útifundi með yfirskriftinni Þjóð gegn þjóðarmorði sem haldinn var á Ráðhústorgi á Akureyri um liðna helgi. Slíkir fundir voru haldnir samtímis á 6 stöðum á landinu.
Rekstrarstöðvun PCC á Bakka hefur víðtæk áhrif í samfélaginu á Húsavík og nágrenni. Starfsfólk hefur misst vinnu og eru margir að meta sína stöðu. Ætla má að a.m.k. 20-30 verktakar, iðnaðarmenn og þjónustufyrirtæki verði fyrir beinum áhrifum vegna minni umsvifa. Sveitasjóður og Hafnasjóður Norðurþings verða fyrir miklum fjárhagslegum áhrifum og þarf að horfa til þess við fjáhagsáætlanagerð nú í haust.