Félagslegt húsnæði í Grímsey Ekkert til fyrirstöðu að selja

Frá Grímsey
Frá Grímsey

Velferðarráð Akureyrarbæjar sér ekkert því til fyrirstöðu að húsnæði í eigu bæjarins verði selt.

Lagt hefur verið fram minnisblað í ráðinu varðandi félagslegt húsnæði í Grímsey. Lagt er til að húsnæðið sem nú er rekið sem félagslegt húsnæði verði rekið á öðrum forsendum eða selt út úr kerfinu. Umrætt húsnæði hefur ekki verið notað sem félagslegt leiguhúsnæði og því sér velferðarráðs ekkert því til fyrirstöðu að selja það.


Athugasemdir

Nýjast