Knattsp.deild KA dæmd til að greiða fyrrverandi þjálfara sínum tæpar ellefu milljónir

Knattspyrnudeild KA var í dag dæmd í Héraðsdómi Norðurlands eystra  til að greiða fyrrum þjálfara sínum 8,8 milljónir króna auk dráttarvaxta frá 5 nóvember 2023 vegna ágreinings aðila um túlkun á bónusgreiðslum til handa þjálfarans.  KA er einning gert að greiða málskostnað þjálfarans fyrrverandi. 

Aðspurður sagði Hjörvar Maronsson formaður knd KA að verið væri að fara yfir dóminn og vildi að öðru leyti ekki tjá sig um næstu skref.


Athugasemdir

Nýjast