Þrjár umsóknir bárust um lausar lóðir í Holtahverfi en þeim var hafnað

Séð yfir hið umrædda hverfi   Mynd  Hörður Geirsson
Séð yfir hið umrædda hverfi Mynd Hörður Geirsson

 Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi Akureyrarbæjar segir að lausar lóðir í Holtahverfi norður verði auglýstar að nýju. „Það er erfitt að segja til um hvað veldur því að ekki berist fleiri umsóknir um þessar lóðir, en það er auðvitað ljóst að vaxtastig er mjög hátt í landinu og það fælir eflaust marga frá.“

Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur hafnað þeim umsóknum sem bárust um lóðir í Holtahverfi norður. Nokkrar lausar lóðir eru í þessu nýja hverfi bæjarins og eru þær allar enn lausar til umsóknar eftir höfnun skipulagsráðs.

HHS verktakar sóttu um þrjár lóðir, við Þursaholt 14, Hulduholt 20 og Hulduholt 5. Umsækjandi gerði í öllum umsóknum fyrirvara á að heimilt yrði að breyta deiliskipulagi lóðanna og óskaði eftir að byggja annars konar hús og með fleiri íbúðum en gert er ráð fyrir í skipulagi. Við Þursaholt var sem dæmi óskað eftir að byggja fjölbýlishús með 6 til 9 íbúðum í stað raðhúss. Það sama á við um hinar lóðirnar sem um var sótt.


Athugasemdir

Nýjast