Björgunarsveitin Ægir sótti ferðamenn í Látur

Ægismenn taka land, skálinn að Látrum fyrir miðri mynd  Mynd  grenivik.is
Ægismenn taka land, skálinn að Látrum fyrir miðri mynd Mynd grenivik.is

Björgunarsveitin Ægir sótti tvo erlenda ferðamenn út í Látur á laugardag.  Höfðu þeir gengið í Látur en aðstæðir voru erfiðar og treystu þeir sér ekki til að ganga til baka.

Eins og sést á meðfylgjandi mynd er enn mikill snjór á Látraströnd og rétt að brýna fyrir ferðalöngum að kynna sér vel aðstæður áður en lagt er af stað.

Enn er eitthvað í að aðstæður verði ákjósanlegar til gönguferða um svæðið.


Athugasemdir

Nýjast