Mara Mars sýnir hjá Gilfélaginu

Eitt af verkum Möru Mars á sýningunni í Deiglunni.
Eitt af verkum Möru Mars á sýningunni í Deiglunni.

Mara Mars gestalistamaður Gilfélagsins í maí, opnar sýningu í Deiglunni föstudagskvöldið 24.maí kl.19.30 og stendur opnunin til 21.30. Sýningin verður opin helgina 25. -26. maí frá kl. 14 -17 báða dagana.

„Hér á Akureyri verð ég innblásinn af fallegu hraunlandslaginu, fjöllunum, álfum, tröllum, sjónum - þessi djúpu áhrif hafa leitt mig til að skapa ný verk eins og Svart og hvítt.
 Hef séð marga fjallshryggi þakta snjó til hálfs og munstrið milli snjósins og hraunsins er svo fallegt – fullt af töfrandi fígúrum sem gleðjast. Ég á nokkrar myndir málaðar eftir ljósmyndum sem ég tók – en náttúran er alltaf miklu tilkomumeiri sjálf.

Við höfum val um hvort við sjáum svart eða hvítt,“ segir Mara um verk sín.


Athugasemdir

Nýjast