Glatvarmi frá TDK nýtist á ný inn í heitaveitukerfið

Anton Benjamínsson. Mynd Norðurorka Axel Þórhallsson
Anton Benjamínsson. Mynd Norðurorka Axel Þórhallsson

„Þetta verður góð viðbót fyrir okkur og veitir ekki af að styrkja kerfið sem mest,“ segir Anton Benjamínsson verkefnastjóri hjá Norðurorku og vísar til þess að  verkefni sem snýst um að nýta glatvarma frá álþynnuverksmiðju TDK til upphitunar á bakrásarvatni úr kerfum Norðurorku. Gert er ráð fyrir að  skili um 10m MW inn í hitaveitukerfi Norðurorku.

Framkvæmdir við lagnir hefjast á næstu dögum, en þær liggjafrá gatnamótum Hörgárbrautar og Hlíðarbrautar á Akureyri þar sem heitt vatn kemur inn til Akureyrar og í verksmiðju TDK, önnur að verksmiðjunni og hin frá henni. Skrifað var undir viljayfirlýsingu fyrir rúmu ári á milli Norðurorku og TDK um að kanna fýsileika þessa verkefnis. Unnið hefur verið að frumhönnun, kostnaðaráætlun og tímalínu verkefnisins auk áfangaskiptingar.

Eftir miklu að slægjast 

Gangi allt að óskum segir Anton að framkvæmdum ljúki næsta haust og að hægt verði að nýta glatvarmann frá TDK inn í kerfi Norðurorku í september næstkomandi. „Það er eftir miklu að slægjast með því að fanga glatvarma og nýta hann, sérstaklega þar sem varminn er innan bæjarmarka og tiltölulega stutt að og ódýrt að sækja hann,“ segir Anton.

„Miklu magni af sjó er nú dælt upp og inn á varmaskipta til að kæla hringrásarkerfi verksmiðjunnar TDK. Að kælingu lokinnier þessum sama sjó dælt heitum á haf út og þar með tapast mikill varmi. Næsta haust, þegar glatvarmaverkefnið verður komið í gang, mun bakrásarvatn úr hitaveitukerfum Norðurorku renna til TDK þar sem það verður hitað upp. Síðan dælist það aftur inn í hitaveitukerfið og nýtist til húshitunar. Þetta er mikill ávinningur fyrir alla,“ segir Anton. Á sama tíma og unnið er við lagnir til að flytja vatnið á milli verður viðeigandi búnaði komið fyrir hjá verksmiðju TDK.  

 10 MW bætast við kerfið

Hitaveita Norðurorku er um 100 MW að stærð, en gert er ráð fyrir að um 10mw bætist við með glatvarma frá TDK.„Við gerum ráð fyrir að fá 70 til 100 sekúndulítra af heitu bakrásarvatni inn í kerfið okkur og það er góð búbót því vissulega er það svo að stundum má varla tæpara standa,“ segir Anton. „Þetta verður lyftistöng í rekstri hitaveitunnar.“

Nefnir hann að á þeim tíma sem hitaveitan var tekið í notkun hafi vatnið verið dýrt, en nú greiði notendur álíka mikið og aðrir hitaveitunotendur í landinu. „Ef til vill fer fólk ekki nægilega vel með það sem ekki kostar mikið fé,“ segir hann en bendir líka á að fólki hafi fjölgað og mun meira sé af húsnæði sem hita þarf upp en áður var. Margir noti líka meira vatn en áður, m.a. í heita potta við heimahús og snjóbræðslukerfi svo dæmi séu nefnd.

 


Athugasemdir

Nýjast