Stórleikur í Höllinni í dag!

Íþróttahöllin i dag kl 18.30 nú er lag Þórsarar
Íþróttahöllin i dag kl 18.30 nú er lag Þórsarar

Í dag nánar tiltekið kl 18.30 verður blásið til leiks hja Þór og Fjölni í einvígi  þessara félaga um sæti i efstu deild í  handbolta keppnistímabilið  2024-2025.Þór hefur tvö vinninga en Fjölnir einn. 

Alls þarf  þrjá vinninga til að tryggja sér sæti í efstu deild svo segja má að staða Þórsara sé afar vænleg fyrir leikinn en staðan ein og sér gerir ekkert,  það þarf að klára málið.

Vefurinn heyrði i Halldóri Erni Tryggvassyni þjálfara Þórs og spurði hvað þyrfti að gera til að vinna sigur i kvöld?

,,Við þurfum að vera með 100% einbeitingu á verkefnið sem er i kvöld til að vinna leikinn. Fjölnir með gott lið og góðan mannskap.“

Hverjir eru hættulegustu þættirnir i leik Fjölnis?

,,Fjölnir er eins og ég sagði með góðan mannskap og gott lið. Það eru allir leikmenn hættulegir. Þeir spila sinn leik vel.“

 ,,Ég get ekki bent á einn leikmann því Sverrir hefur gert vel þjálfari liðsins að búa til heilsteypt lið þar sem allir eru með framlag.“

 Hlutur áhorfenda er mikilvægur i svona baráttu, skilaboð til Þórsara frá þjálfaranum

,,Ég vonast til að sjá sem flesta í höllinni í kvöld. Það er okkur mikilvægt að að sýna frammistöðu og sýna að við njótum þess að spila handbolta.“

Leikurinn hefst eins og fyrr sagði kl 18.30 í dag og það er núna eða aldrei fyrir Þórsara að fjölmenna  og leggja með því sitt að mörkum í að ná hinu eftirsótta sæti í efstu deild handboltans á ný.


Athugasemdir

Nýjast