11.desember - 18.desember - Tbl 50
Akureyri og Fjallabyggð - Hátíðarhöld í tilefni af Verkalýðsdeginum
Stéttarfélögin við Eyjafjörð bjóða félagsfólki og fjölskyldum þeirra að taka þátt í hátíðardagskrá í tilefni af verkalýsdeginum þann 1. maí. Í ár er fylgt liði undir kjörorðunum Sterk hreyfing - Sterkt samfélag og er félagsfólk hvatt til þess að sýna samstöðu með því að fjölmenna í kröfugöngu.
Dagskrá á Akureyri 1. maí
Kröfuganga og hátíðardagskrá á Akureyri
13:45 – Göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið
14:00 – Lagt af stað við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar
Hátíðardagskrá í Hofi að lokinni kröfugöngu
- Ávarp 1. maí-nefndar stéttarfélaganna, Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM
- Hátíðarræða, Finnbjörn A. Hermannsson – forseti ASÍ
- Leikfélag Menntaskólans á Akureyri sýnir atriði úr söngleiknum um Gosa
- Ívar Helgason tekur lagið
Boðið verður upp á kaffihressingu að dagskrá lokinni. Pylsur, safi og andlitsmálning fyrir börnin.
Dagskrá í Fjallabyggð 1. maí
14:30 – 17:00 – létt dagskrá í sal félaganna að Eyrargötu 24b Siglufirði
Ávarp frá 1. maí-nefnd stéttarfélaganna
Kaffiveitingar
Að dagskránni standa Eining-Iðja, Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni, Byggiðn, Kjölur, Kennarasamband Íslands, Félag málmiðnaðarmanna Akureyri, Rafiðnaðarfélag Norðurlands, Sameyki og Félag vélstjóra og málmtæknimanna.