Félagsgróðurhús og aðstoð við makaleit

Kannski þarf að aðstoða fólk við að finna maka innan sveitarfélagsins til að koma í veg fyrir brottf…
Kannski þarf að aðstoða fólk við að finna maka innan sveitarfélagsins til að koma í veg fyrir brottflutning Myndin tengist þó ekki beint þeim vangaveltum

Hugmyndir um hraðstefnumót og uppbyggingu á félagsgróðurhúsi litu dagsins ljós á fundum sem haldnir hafa verið í Stórutjarnarskóla og í Skjólbrekku. Mótun heildstæðrar stefnu fyrir Þingeyjarsveit stendur yfir um þessar munir og var boðað til fundanna í tengslum við þá vinnu. Einnig var rafrænn fundur haldinn fyrir allt sveitarfélagið.

Umræður á fundunum fóru um víðan völl að því er fram kemur í tilkynningu á heimasíðu Þingeyjarsveitar, enda hafa flestir skoðanir á því hvert sveitarfélagið á að stefna.

 Framtíðarhugmyndir voru margar og ólíkar en kjarninn í þeim væntumþykja gagnvart samfélaginu og náunganum. Til að mynda var rætt um mikilvægi þess að nýta jarðvarmann betur, mikilvægi góðra vega, að Friðheimar norðursins ættu að rísa í Þingeyjarsveit og nauðsyn þess að efla hreyfingu eldri borgara. Að virkja meira, að virkja minna og að efla hringrásarhagkerfið.

Hugmyndir um hraðstefnumót innan þessa víðfeðma sveitarfélags litu líka dagsins ljós; kannski þyrfti að aðstoða fólk við að finna maka innan sveitarfélagsins til að koma í veg fyrir brottflutning


Athugasemdir

Nýjast