Viltu úthluta milljarði?
Ár hvert hafa íbúar landshlutans, fyrirtæki og félagasamtök tækifæri til að sækja um fjármuni til verkefna sem efla samfélagið okkar í Sóknaráætlun Norðurlands eystra. Í okkar landshluta, Norðurlandi eystra, hefur verið úthlutað um 200 m.kr árlega (um milljarður á síðustu 5 árum)[1]. Það eru því ekki aðeins hugmyndirnar sem skipta máli, heldur einnig hvernig við úthlutum þessum milljónum í landshlutann á sem farsælastan hátt. Hvernig það er gert er ákvarðað í Sóknaráætlun landshlutans.
[1] Sóknaráætlanir landshlutanna eru fjármagnaðar með framlögum frá innviðaráðuneyti, menningar- og viðskiptaráðuneyti, og í nýrri Sóknaráætlun einnig frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, auk framlaga frá sveitarfélögunum.