Kynning Wolt hefur heimsendingar á Akureyri

Wolt hefur heimsendingar á Akureyri     Mynd aðsend
Wolt hefur heimsendingar á Akureyri Mynd aðsend

Hin vinsæla heimsendingarþjónusta Wolt stækkar enn frekar á Íslandi og opnar á Akureyri í vikunni. Eftir farsælt ár í Reykjavík og á Suðvesturlandi nær þjónustan nú til Norðurlands.

Frá og með 20. mars eru bláu sendlarnir tilbúnir að hefja afhendingu vara frá veitingastöðum og verslunum til fólks á Akureyri. Wolt hefur samið við meira en 30 sendla á Akureyri sem sjá um heimsendingarnar.  Fyrirtækið býður upp á vettvang sem sameinar staðbundnar verslanir og veitingastaði, sendla og viðskiptavini og gerir þér mögulegt að fá nánast það sem þú vilt sent heim á um 40 mínútum.

– Við erum mjög spennt að geta boðið heimsendingar á Akureyri.

Það hefur alltaf verið ætlun okkar að bjóða þjónustu Wolt í „höfuðborg Norðurlands“ og við erum mjög spennt að hefja starfsemi Wolt á yndislegu Akureyri. Með því að bjóða upp á Wolt heimsendingu geta veitingastaðir og staðbundnar verslanir náð til stærri viðskiptavinahóps. Heimsendingarnar skapa nýja tekjulind fyrir verslanir og styður þannig við hina staðbundnu verslun. Viðskiptavinir kunna að meta þægindin við að geta fengið kvöldmatinn afhentan heim með snöggum hætti áþeim dögum sem þeir hafa ekki tíma til að elda sjálfir, eða ef þeir vilja bara dekra við sig, segir Elisabeth Stenersen, framkvæmdastjóri Wolt Iceland & Norway.

Frá fyrsta degi býður Wolt upp á hraðsendingar frá meira en 20 veitingastöðum og verslunum á Akureyri. Heimamenn geta valið á milli rétta frá öllum heimshornum í Verksmiðjunni, fengið mögulega bestu hamborgara Íslands á DJ Grill, pizzur frá Sprettur-Inn, kjöt og sjávarfang frá Greifanum, kebab frá Kurdo kebab og indverskan mat í heimsklassa frá Indian Curry Hut svo eitthvað sé nefnt. Staðbundinn veitingarekstur hefur gengið vel og bendir Wolt á að fyrirtækið
hefur náð dekkun veitingastaða á Akureyri sem á sér enga hliðstæðu á Íslandi.
– Nær allir veitingastaðir á Akureyri hafa skráð sig.

Við erum enn og aftur undrandi yfir þeim frábæru móttökum sem við höfum fengið bæði frá viðskiptavinum og veitingastöðum á Íslandi.
Markaðurinn hefur stækkað mun hraðar en við bjuggumst við og með tilkomu Akureyrar geta nú um 75 prósent landsmanna fengið Wolt heimsendingu á innan við 40 mínútum. Þó að heimsendingarfyrirtæki eins og okkar hafi áður verið takmarkað við stærri borgir höfum við séð
bæði í Noregi og á Íslandi að það er dulin eftirspurn eftir þessari þjónustu utan höfuðborgarsvæðisins líka. Við erum tilbúin fyrir enn meira á íslenska markaðnum, segir Stensersen.

Wolt hóf göngu sína í Reykjavík í byrjun maí 2023 og hefur síðan útvíkkað þjónustu sína til Hafnarfjarðar, Reykjanesbæjar, Selfoss og Hveragerðis. Akureyri er sjötta bæjarfélagið á Íslandi, og það fyrsta á Norðurlandi, sem fær hraðsendingarþjónustu Wolt.

Á heimsvísu er Wolt til staðar í 27 löndum í Evrópu og Asíu. Síðan 2022 hefur fyrirtækið verið hluti af DoorDash í Kaliforníu.

Þetta eru staðirnir sem verða í boði frá upphafi:

  • Sushi Corner
  • Rub23
  • Bautinn
  • Pizzasmiðjan
  • Strikið
  • Centrum Kitchen & Bar
  • Ísbúðin Akureyri og Boozt barinn (x2)
  • Berlín Akureyri
  • Sykurverk
  • Múlaberg
  • Kurdo Kebab
  • Verksmiðjan
  • Greifinn
  • Ísgerðin
  • Serrano
  • GS búllan
  • Indian Curry House
  • Backpackers
  • Dj Grill

Athugasemdir

Nýjast